Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 5
»Gerðist hann nú reglumaður og
'fékk svo embætti sem hringjari
við kirkjuna.
Aðeins ein manneskja af fjöl-
iskyldunni, ung stúlka, losnaði ekki
undan þeim örlögum, sem ættinni
hafði verið spáð, heldur virtist svo
sem allir brestir og óhamingja
hennar yrði á vegi þessarar ungu
stúlku. A hennar stuttu, rauna-
degu ævi var hún rekin. úr sveit-
inni til Kaupmannahafnar; þar
andaðist hún innan við tvítugt
og lét eftir sig lítinn son. Föður
harnsins þekkti enginn, og hann
íkemur heldur ekki við þessa sögu,
en hann hafði gefið henni 50 rík-
rsdali. Hin deyjandi, unga móðir
afhenti nú barnið, ásamt þessari
fjárhæð, roskinni þvottakonu, sem
~var eineygð og hét frú Mahler.
Fól stúlkan henni að annast barn-
íð, eins íengi og peningarnir entust
til, og gerði sig ánægða með þenn-
an gálgafrest eins og ættmenn
hennar.
Frú Mahler roðnaði í vöngum
þegar hún sá peningana, hún hafði
aldrei áður séð 50 ríkisdali sam-
ankomna á einum stað. Þegar hún
leit af blikandi silfrinu á barnið,
andvarpaði hún djúpt, en svo tók
hún á sig þessa byiði ásamt öðr-
um, sem lífið hafði lagt henni
á herðar.
Litli drengurinn, sem hét Jens,
fékk því sín fyrstu kynni af heim-
inum og lífinu í gömlu fátækra-
hverfi Kaupmannahafnar, í garði
að húsabaki, sem var dimmur eins
og djúpur brunnur, stór, daunill
auðn, full af óhreinindum og sorpi.
Smátt og smátt fór hann að
þekkja sjálfan sig og sína einkenni-
legu aðstöðu í lífinu. Það voru
'líka önnur börn í garðinum —
urmull af þessum litlu borgurum
Kaupmannahafnar, sem voru eins
föl og óhrein og hann, en þau voru
öll meðlimir einhverrar fjölskyldu
í húsinu. Þar voru drengir og telp-
ur á ýmsu reki, munnhvöt og með
litla járnharða hnefa og útkljáðu
með þeim deilumál sín á milli í
garðinum.
Jens fór smátt og smátt að
hugsa um þá einkennilegu hlið til-
verunnar, sem að honum sneri, og
hversvegna hún væri svona. Eitt-
hvað í umhverfinu jók þá grun-
semd í hugskoti hans, að hér ætti
hann ekki heima, heldur einhvers-
staðar annarsstaðar. Á nóttunni
dreymdi hann mikla drauma, ó-
Ijósa en dásamlega fagra, og jafn-
vel á daginn hurfu þeir ekki úr
huga hans, svo að minningin um
þá gladdi hann eins og hljómur
frá smábjöllu, en frú Mahler leit
á hann hvössum áhyggjufullum
augum og hugsaði með sér, að
drengurinn væri ekki með öllum
mjalla.
Einu sinni kom gestur til frú
Mahler. Það var æskuvinkona
hennar, lítil og skökk saumakona
HEIMILISRITIÐ
3