Heimilisritið - 01.10.1945, Side 6

Heimilisritið - 01.10.1945, Side 6
með flatt, dö'kkbrúnt andlit og svarta hárkollu. Hún var kölluð jómfrú Anna og hafði saumað fyr- ir frúrnar í stóru húsunum í Kaup- mannahöfn, þegar hún var ung. Hún hafði rósrauða slaufu á brjóstinu á gamla, svarta kjólnum sínum, sem var orðinn grænn af elli, og málrómur hennar og fram- koma var eins og venjulega er hjá piparmevjum. En í hinum litla, skorpna barmi hennar bjó stór fjörmikil sál, kæti og kjarkur, sem hjálpaði henni til að gleyma striti dagsins með því að hugsa um það fagra, sem fyrir hana hafði borið á lífsleiðinni. Frú Mahler hafði hvorki tíma né löngun til að láta hugann nokk- uð hvarfla frá önnum dagsins, hún hlustaði varla með öðru eyranu á hið sífellda mas vinkonu sinnar. Smátt og smátt varð það aðeins hjá Jens litla, sem jómfrúin mætt,i fullum Skilningi. Við hina djúpu, einlægu athygli barnsins fékk í- myndunarafl hennar vind undir vængi. í frásögnum sínum breiddi hún út fyrir hann geysistór tjöld úr þykku silki,- flaueli og glitvefnaði, og byggði sali, sem hvíldu á marmaragrunni. í þessu húsi bjó frúin sig á dansleik fyrir framan stóra spegilinn sinn í sól- björtu skini frá vegglömpum og Ijósastikum. Maðurinn hennar kom að sækja hana, hann hafði stjörnu í barminum, en stórir, fjörugir hestar stöppuðu óþolin- móðir í götuna, meðan þeir biðu fyrir vagninum. Það voru viðhafn- arbrúðkaup í Erúarkirkju og há- tíðlegar greftrunarathafnir, en við þær báru konurnar svört klæði og minntu á dýrmæt sorgarlíkneskh Börnin ikölluðu foreldra sína pa'bba og mömmu, þau áttu brúð- ur og tréhesta til að leika sér að, páfagauka sem gátu ta'lað og geymdu þá í gullnum búrum, kjölturakka, sem voru klipptir eins og ljón og hafði verið kennt að ganga á afturfótunum. Mamma þeirra kyssti þau og lét vel að þeim, gaf þeim sælgæti og kallaði þau gælunöfnum. Um hávetur fyllti angan útlendra blóma, er stóðu fyrir innan sifkitjöld glugg- anna, hinar hlýju, loftgóðu stofur og þungar ljósakrónur í loftinu voru eins og stórir blómvendir eða blómfestar úr gleri, allavega litar. Hugsunin um þennan mikla, ljómandi heim sameinaðist í vit- und Jens, meðvitund hans um hinn óskiljanlega einstæðingsskap hans í lífinu, og varð að fögrum draunii. Hann var einmana hjá frú Mahler, af því að hann átti í raun og veru heima í hinum glæsi- 'legu heimkynnum í frásögnum jómfrú Onnu. Þessa löngu daga, sem jómfrú Mahler stóð við þvottabalann, eða flutti þvott út í borgina, undi hann sér sæll við myndina af þessu heimili og fólk- 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.