Heimilisritið - 01.10.1945, Side 7

Heimilisritið - 01.10.1945, Side 7
inu, sem þar bjó og elskaði hann svo heitt. Hvað jómfrú Onnu snerti, skildi hún undir eins, hver áhrif sögur hennar höfðu á barnið og fann, að nú hafði hún loks fundið eins einlægan áheyranda og hún gat bezt kosið. Vissan um þetta jók á andagift hennar. Samvistir þeirra tveggja urðu að einskonar ástarsambandi; hvað sem velferð þeirra og sælu leið, urðu þau ó- hjákvæmilega hvort öðru háð. Jornfrú Anna var uppreisnar- andi, sem vildi gjörbreyta þjóð- félaginu á eigin ábyrgð og eftir sínum einföldu skýru jómfrúar- hugmvndum, því hún hafði alið allan aldur sinn meðal óbreytts og auðmjúks fólks, sem tók hlut- skipti sitt eins og það var og skipti sér ekki af málefnum hins stóra heims. Jafnvel tilgangur tilver- unnar var í hennar augum auðævi, skraut og smebkvísi. og hún vildi heldur deyja en missa þessi verð- mæti úr lífsskoðun sinni. En hin logandi réttlætistilfinning hennar barðist gegn því heimsskipulagi, sem um allan aldur og enn í dag þjakaði svo mörg mannanna börn, því heimsskipulagi, sem hélt svo mörgum vesalangs konum fjötruð- um í fátækt, spillti heilsu þeirra, gerði þær ruddafengnar og lét þær lifa og deyja hér á jörðinni, án þess að þekkja hennar æðstu gæði. Á hverjum degi hugsaði hún til HEIMILISRITIÐ hins mikla fagnaðarríka dómsdags, þegar allt átti að breytast, og smæl- ingjarnir og þeir, sem órétti höfðu verið beittir, átbu að öðlast dýrð og dásemdir lífsins. Samt sem áð- hr gætti hún þess vandlega að láta drenginn aldrei verða varan við neina beiskju eða byltinga'hug. Ó- viðkomandi fólki gat fundizt þetta ósamræmi eða skortur á rökfestu hjá þessari gömlu, stoltu konu, en sjálf vissi hún betur og var í eng- um vafa. Það var vegna þess, sem hún gerði Jens litla, þegar samband h'ennar við hann var orðið þungamiðja lífs hennar, að réttbornum erfingja allrar þeirrar gæfu, sem hún hafði árangursiaust reynt að höndla. Hann var orð- inn geisli á hennar löngu, angur- sömu ævi, og hann hreif hug henn- ar eins og hann hreifst af hug- myndaflugi hennar. Hún átti alls ekki að reyna að öðlazt gæfuna, hún var honum æbluð, og hún mundi falla hon- um í skaut af sjálfu sér. Jómfrú Anna sá það Hka með tilbeiðslu- kenndri aðdáun, að í sál drengsins var enginn vottur.til af öfund eða illvilja. Við hinar löngu og ánægju- legu sámræður þeirra tileinkaði hann sér þann heim, sem gamla jómfrúin gaf honum, með rólegu trausti og ánægju, alveg eins að á- liti jómfrú Önnu og börn, sem fædd eru í honum og til^að njóta hans, jafnt fvrir því, þótt ekki væri ljóst, 5 <

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.