Heimilisritið - 01.10.1945, Side 11

Heimilisritið - 01.10.1945, Side 11
hana með þungum, heitum andar- drætti að lofa sér að snúa við með henni og vera hjá henni um nótt- ina, þangað til hann ætti að fara í sína 'löngu ferð morguninn eftir. Það getur vel verið, að börn- um seinni kynslóða sé ómögulegt að húgsa sér þann viðbjóð, hræðslu og hyldýpismyrkur, sem fyllti huga ungra kvenna síðustu aldar, eingöngu við tilbugsunina um orð- ið táldráttur. Hann varð að end- urtaka bæn sína, áður en hún skildi, hvað hann átti við, og þeg- ar hún skildi hann, fannst henni jörðin titra undir fótum sér. Hún hefði ekki getað orðið hræddari, þótt henni hefði skilizt, að elsk- hugi hennar væri morðingi, sem hefði ginnt hana úf fyrir hliðið til að myrða hana. TiLfinningar hennr ar voru líkar því, að eini maður- inn, sem hún elskaði og treysti í heiminum, hefði sparkað henni niður í dýpstu smán og <>ham- ingju, eins og liann hefði beðið hana að svíkja minningu dáinn- ar móður sinnar og allra stúlkna í heiminum. Það varð dimmt í kringum hana, en í myrkrinu gekk ást hennar á honum í lið með honum — hún var töpuð. Charley fann að hún hikaði, þar sem hún stóð, og tólí hana í fang sér. Með hálf- kæfðu hræðsluópi sleit hún sig af honum, hljóp inn fyrir og skellti af öllum kröftum stóra járnhlið- inu aftur á milli þeirra. Með skjá'lfandi höndum setti hún slag- brandinn fyrir, eins og hún hefði verið að læsa villidýrsbúri. En hvoru megin við járngrindina var villidýrið? Kraftar hennar voru á þrotum og hún hékk viljalaus á döggvotum járngrindunum, meðan hinn .tryllti, vonsvikni eiskhugi ólmaðist á þeim hinum megin frá, þrýsti brjóstinu og andlitinu upp að járninu, fálmaði eftír hönd hennar og klæðum milli rimlanna, stamaði örvingiaður, en ekki með öllu vonlaus og sárbað hana að hleypa sér inn. En hún losaði sig og flýði álút og máttlaus í hnjá- iiðunum gegnum garðinn, inn í :húsið og til herbergis síns og lét fallast niður á stól, horfði í kring- um sig og fann aðeins til vonleysis í hjarta sínu, bitran tómleika í ö'Ilum heiminum umhverfis sig. Þremur mánuðum síðar kom Jakob heim frá Kína, og trúlof- un þeirra var hátíðlega opinberuð í hópi hinnar glöðu fjölskyldu. Mánuði síðar frétti Emilía að Charley h-efði dáið úr hitasótt á Sct. Thomas. Hún var ekki tutt- ugu ára, þega’r hún var orðin ung húsmóðir í fallega, myndarlega húsinu í Breiðgötu. Fleiri en ein ung Kaupmanna- hafnarstúlka hafði gift sig á sama hátt — par depit — og höfðu síð- ar, til að bjarga sínum kvenlega heíðri og sjálfsvirðingu, afneitað HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.