Heimilisritið - 01.10.1945, Side 12
sinni fyrstu ást og haldið fram
af öllum kröftum vali sínu og á-
gæti manns síns, bæði við sjálfar
sig og allan heiminn. Það má segja
að maður slíkrar konu sé öruggari
en maður, sem valinn er eftir geð-
þótta konunnar og a'lltaf á það á
hættu að hverfa með tímanum í
skugga einhvers annars geðþekk-
ari meðbiðils, því sjálfur elskhugi
konu hans leggur honum lið og
leiðir konu hans með styrkri hendi
hinn rétta veg. •— Því fastar sem
slíkur skuggi ásækir konuna, því
erfiðara sem hún á með að gleyma
elskhuganum, því ákafari verður
liún í hinum heiðarfega hjóna-
bandsmetnaði sínum og því ötulli
í kvenlegum fagurgala og kven-
legri þjónustu. Fleiri en ein Kaup-
mannahafnarkona hefur villzt á
þessari braut og loks týnt sjálfri
sér, hætt að geta greint satt frá
lognu og flögrað og skva'ldrað
gegmum allt Mfið fótfestu- og þýð-
ingariaus á heimili sínu og í sínu
glæsilega hjónabandi.
Emilía frelsaðist frá þessum ör-
lögum, ef svo mætti segja, fyrir
afskipti látinna ættmenna Vand-
amættarinnar, eða vegna þeirrar
erfðavenju og eðlisávísunar fyrir
staðreyndum og sannri kaup-
mennsku, sem þeir hötfðu gefið'
þessari ungu dóttur ættarinnar í
arf. Þessir gömlu atorkusömu út-
gerðarmenn höfðu aldrei svikizt
undan merkjum eða gabbað sjálfa
sig, þegar þeir gerðu upp reikn-
inga sína.
A erfiðum tímum höfðu þeir
horfzt beint í augu við gjaldþrot
— þeir voru í hegðun og fram-
ferði trúir og ómútuþægir þjónar
staðreyndanna. Að þeirra hætti
fór Emilía gegnum taps- og gróða-
reikning síns unga lífs. Hún hafði
elskað Charley, en hann ekki ver-
ið verður ástar hennar, og hún
rnundi aldrei framar elska á sama
hátt. Hún hafði staðið á tæpasta
barmi hyldýpisgjár, og það var
ekki fyrir eigin atbeina, heldur
hafði tilviljun ráðið þvi, að hún
var nú ekki fallin kona og óverð-
ug þess að kallast dóttir föður
síns og að heiðra sitt eigið gamla
heimili. Heimurinn skyldi aldrei
fá að vita þetta, en sjálf ætlaði
hún aldrei að gleyma því. Mað-
urinn hennar var góður, og mundi
bera hana á höndum sér, ef hún
sjálf leyfði honum það og gæti
þolað það. Hann var líka svo feit-
laginn, barnalegur og ólíkur henni
sjálfri. Það, sem hún bar úr být-
um í lífinu, var fallegt hús eftir
hennar smekk og ástríki og örugg
staða í fjölskyidu og vinahópi.
Hún mat þessi gæði að verðleikum
og lofaði sjálfri sér því að gæta
þeirra vel. Þessar raunir hefðu vel
getað ’firrt han*a vitinu, en í þeim
tileinkaði hún sér einlæglega liina
ströngu trú á staðreyndirnar eins
og forfeður hennar.
10
HEIMILISRITIÐ