Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 15

Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 15
fyrir það, að kona hans var hon- um þakklát fyrir þetta. Það varð þá loks samkomulag hjónanna um verðuga og óverðuga þurfalinga, sem dró þau inn í þá viðburði, sem þessi saga segir frá. A sumrin bjuggu hjónin hjá föður Emilíu á landssetri hans við Strandgötu og Jakob ók til og frá skrifstofunni í borginni í litlum tvíhjóíuðum vagni með fallegum hesti fyrir. Undir þessum kring- umstæðum gat hann verið frjálsari ferða sinna en á veturna og það notaði hann sér einu sinni, dag nokkurn í júlímánuði, og heim- sótti gamlan skipstjóra, sem eitt sinn hafði stjórnað einu skipi út- gerðarfélagsins. Hann stytti sér leið og fór í gegnum gam'la borgarhlutann, en þar voru göturnar svo þröngar, að það var erfitt að komast áfram með vagninn, og það var svo ó- vanalegt að sjá vagn þarna, að fólkið kom upp í kjallaraopin til að horfa á hann. í einum þessara ranghala í Adelgötu, sneri drukk- inn maður sér snögglega að hest- inum og veifaði handleggjunum. Hesturinn stökk út undan sér og annað vagnhjó'lið lenti á litlum dreng, sem ók hjólbörum með þvotti á undan sér eftir götunni. Hjólbörurnar og þvotturinn lentu í göturæsinu. íbúar götunnar söfn- uðust strax utan um vagninn, en sýndu hvoíki hluttekningu né gremju. Jakob lét ökumanninn lyfta drengnum upp í vagnsætið. Hann var ataður blóði og götu- sorpi, en hafði ekki meiðst alvar- 'lega og var ekkert hræddur. Hatm virtist taka þessari hörðu með- ferð eins og venju'legu óhappi, eða eins og einhver annar he'fði orðið fyrir því. „Af hverju fórstu ekki af göt- unni, flónið þitt litla?“ spurði Jak- öb. „Af því að ég ætlaði að sjá hestinn“, sagði barnið, og bætti við, „ég sé hann vel héðan“. Jakob fékk að vita hjá konu í hópnum, hvar drengurinn átti heima, borgaði henni fyrir að koma hjól'börunum til skila og ók sjálfur drengnum heim. Þegar hann sá hús frú Mah'ler, eineygt andlit hennar, sljóleika og tilfinn- ingaleysi, sló honum fyrir brjóst, og hafði hann þó áður séð fátækra- hverfi Kaupmannahafnar eins og þau voru. En hér vakti sérstak- iega athygli hans hið ein'kenni- lega áberandi ósamræmi, sem var milli þessa húsagarðs og þess barns, sem átti heima í honum, barnsins, sem hann nú flutti sjálf- ur hingað aftur. Honum fannst eins og hann hefði séð frú Mah'ler, án þess hún vissi, höfuðsitja og hrekja fallegt, lítið, villt dýr, villiljósmann eða sjálfan heimilisvættinn Puk. Hann margbætti henni skaðann, sem HEIMILISRITIÐ 13

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.