Heimilisritið - 01.10.1945, Page 16

Heimilisritið - 01.10.1945, Page 16
hafði orðið á þvottinum hennar og var gramur yfir gjafmildi sinni og hinu óvænta smjaðurslega þakklæti hennar. Þegar hann ók heim, hugsaði hann um barnið, og honum datt í hug, að það líktist Emilíu, þótt þau væru gjörólík í sjón. Barnið hafði þessa b'líðu óeigingjörnu framkomu, en bak við hana fann maður óbilandi þrótt og einbeittni, eins og hjá ungu konunni hans. Um kvöldið minntist hann ekk- ert á það, sem fyrir hafði borið, en fór næsta dag í Adelgötu til þess að vitja um drenginn. Nokkru seinna sagði hann Emilíu frá ó- happi sínu og kunningsskap sín- um við drenginn og stakk upp á því, bæði í gamni og alvöru, að ^þau tækju að sér þetta fallega, ýfirgefna barn. Hún samþykkti hugmynd hans, hálfgert í gamni og hugsaði, að það væri þægilegra fyrir sig að taka alókunnugt.barn á heimilið, en eitthvert barn, sem hún vissi hvernig væri ættað og gæti átt á hættu að rekast á for- eldra þess síðar. Upp frá þessu minntist hún oft á þetta, þegar hún hafði ekkert til að tala um við mann sinn. Loks var svo komið, að þau ráðguðust um það við lögfræðing fjölskyld- unnar og sendu gamla heimilis- lækninn til að skoða barnið. Jaköb var bæði þakklá'tur og hissa yfir nndanlátssemi konu sinnar. Hann mundi, hvaða upp- þoti það oli, þegar hann fyrst kom fram með uppástungu sína. Nú hlustaði hún róleg á hann, þegar harin talaði um frambíðina, og það kom meira að segja fyrir, að hún segði honum í einlægni frá hug- myndum sínum um barnauppeldi. Hann lét hana einnig ráða öUuin frekari ákvörðunum viðvíkjandi ættleiðingu barnsins. ' Þegar hún hafði hugsað málið, bað hún hann að láta barnið koma til þeirra í október, þegar þau flyttust frá landsetrinu, og láta aðrar ákvarðanir bíða þar ti'l í april. Ef þeim fyndist, eftir sex mánaða tíma, drengurinn ekki hæfa þeirri framtíð, sem honum var ætluð, skyldu þau koma hon- um fyrir hjá einhverri góðri iðn- aðarmannsfjölskyldu, sem ynni hjá útgerðarfélaginu. Þangað til í apríl skyldu þau aðeins vera hon- um Vandam frændi og Vandam frænka. Þau töluðu ekki um þetta við nokkurn í fjölskyldunni og það jók á félagsskap og trúnað þeirra á milli. Emiiía hugsaði um, hvað allt hefði verið öðruvísi, ef hún hefði nú átt von á barni á þennan venju- lega, kvenlega hátt. „Það er þó“, sagði hún við sjálfa sig, „gengið hreint til verks og eins og mér er samboðið, að taka þannig ákvarð- anir náttúrunnar í eigin hendur — og — að varðvei'ta vöxt sinn“, 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.