Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 16

Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 16
hafði orðið á þvottinum hennar og var gramur yfir gjafmildi sinni og hinu óvænta smjaðurslega þakklæti hennar. Þegar hann ók heim, hugsaði hann um barnið, og honum datt í hug, að það líktist Emilíu, þótt þau væru gjörólík í sjón. Barnið hafði þessa b'líðu óeigingjörnu framkomu, en bak við hana fann maður óbilandi þrótt og einbeittni, eins og hjá ungu konunni hans. Um kvöldið minntist hann ekk- ert á það, sem fyrir hafði borið, en fór næsta dag í Adelgötu til þess að vitja um drenginn. Nokkru seinna sagði hann Emilíu frá ó- happi sínu og kunningsskap sín- um við drenginn og stakk upp á því, bæði í gamni og alvöru, að ^þau tækju að sér þetta fallega, ýfirgefna barn. Hún samþykkti hugmynd hans, hálfgert í gamni og hugsaði, að það væri þægilegra fyrir sig að taka alókunnugt.barn á heimilið, en eitthvert barn, sem hún vissi hvernig væri ættað og gæti átt á hættu að rekast á for- eldra þess síðar. Upp frá þessu minntist hún oft á þetta, þegar hún hafði ekkert til að tala um við mann sinn. Loks var svo komið, að þau ráðguðust um það við lögfræðing fjölskyld- unnar og sendu gamla heimilis- lækninn til að skoða barnið. Jaköb var bæði þakklá'tur og hissa yfir nndanlátssemi konu sinnar. Hann mundi, hvaða upp- þoti það oli, þegar hann fyrst kom fram með uppástungu sína. Nú hlustaði hún róleg á hann, þegar harin talaði um frambíðina, og það kom meira að segja fyrir, að hún segði honum í einlægni frá hug- myndum sínum um barnauppeldi. Hann lét hana einnig ráða öUuin frekari ákvörðunum viðvíkjandi ættleiðingu barnsins. ' Þegar hún hafði hugsað málið, bað hún hann að láta barnið koma til þeirra í október, þegar þau flyttust frá landsetrinu, og láta aðrar ákvarðanir bíða þar ti'l í april. Ef þeim fyndist, eftir sex mánaða tíma, drengurinn ekki hæfa þeirri framtíð, sem honum var ætluð, skyldu þau koma hon- um fyrir hjá einhverri góðri iðn- aðarmannsfjölskyldu, sem ynni hjá útgerðarfélaginu. Þangað til í apríl skyldu þau aðeins vera hon- um Vandam frændi og Vandam frænka. Þau töluðu ekki um þetta við nokkurn í fjölskyldunni og það jók á félagsskap og trúnað þeirra á milli. Emiiía hugsaði um, hvað allt hefði verið öðruvísi, ef hún hefði nú átt von á barni á þennan venju- lega, kvenlega hátt. „Það er þó“, sagði hún við sjálfa sig, „gengið hreint til verks og eins og mér er samboðið, að taka þannig ákvarð- anir náttúrunnar í eigin hendur — og — að varðvei'ta vöxt sinn“, 14 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.