Heimilisritið - 01.10.1945, Blaðsíða 17

Heimilisritið - 01.10.1945, Blaðsíða 17
bætti hún við og horfði í stóra spegilinn sinn. Hvað frú MaMer snerti, gerði hún enga rekistefnu. Hún hefði einu sinni aldrei getað hugsað sér, að hún setti sig á móti kröfum heldra fólks og hún sá undir eins, að þetta mundi í framtíðinni létta af sér takmarkalausum kynstrum af þvotti. En hún iðraðist þess alla ævi að hafa ekki heimtað helmingi meiri fósturlaun fyrir barnið, þegar hún sá, hve fúslega Jakob borgaði það, sem hún setti upp. A síðustu stundu setti Emilía ennþá eitt skilyrði. Hún vildi sækja barnið sjálf til frú Ma'hler og gera það alein. Það var þýðing- armikið, að sambandið mi'lli henn- ar og drengsins væri frá því fynsta eins og það ætti að vera, og hún var ekki fullkomiega viss um, að einlægni og skilningur Jakobs væri heppilegur við þetta tækifæri, og hún hafði sitt fram. Daginn, sem allt vaf tilbúið til að taka á móti barninu í húsinu í Breiðgötu, ók hin unga „móðir“ til Adelgötu til að sækja það, en þangað hafði hún aldrei komið áður. Hún sat í vagn- inum, róleg á svip og með góða samvizku gagnvart útgerðarfélag- inu og manni sínum, en hún var fyrirfram dálítið þreytt á þessu fyrirtæki. A götunni fyrir utan hús frú Mahlers beið heill hópur þögulla barna eftir vagni hennar, auðsjá- anlega í mikilli eftirvæntingu eftir komu hans. Þau störðu öll á kon- una, en litu undan, ef hún leit á þau. Hjarta hennar kipptist við, þegar hún lyfti upp víða silkikjóln- um sínum og gekk inn á milli þeirra og þvert jdir garðinn, — skyldi það barn, sem hún var að sækja, hafa sams konar augnaráð og þessi börn? Emilía var eins vel kunnug í fá- tækrahverfum Kaupmannahafnar og Jakob. Þau líktust öll hvert öðru. Þetta voru hinar skuggalegu hliðar lífsins, og þó varð þetta að vera svona. „Hina fátæku hafið þið ávalt hjá yður“. En vegna þess, að nú átti hún að flytja með sér heim barn úr þessu húsi, fannst henni, að hún ætti í fyrsta skipti í dag persónulegt samneyti við neyð og eymd heimsins. Hugur hennar fylltist viðbjóði á fátækt- inni, en strax á eftir nýrri, djúpri samúð. Með þessar ólíku tilfinn- ingar ríkastar í huga, steig hún inn yfir dyraþrepið á stofu frú Mahler. I tilefni dagsins hafði frú Mahler þvegið og greitt Jens litla vand- lega. Hún hafði einnig nokkru áð- ur útskýrt fyrir honum í flýti,' hvernig í öllu lá, og sagt honum frá væntanlegri upphefð hans í til- verunni. En þar sem hún var manneíkja, sem ekkert hugmynda- flug hafði, og auk þess þeirrar HEIMILISRITIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.