Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 18

Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 18
skoðunar, að drengurinn væri ekki með öllum mjalla, þá hafði skýr- ing hennar verið stuttorð og að- eins greint frá Staðreyndum: Tím- anum og nauðsyn þess að vera kembdur og þveginn áður. Barnið hlustaði þögult á og bar aðeins upp þá einu spurningu, 'hvernig fjölskylda hans hefði farið að því að finná hann aftur. „Æ, hún fór eftir lyktinni", sagði frú Mahler. Bftir nokkra umhugsun og af einskonar skyldurækni sagði hann hinum börnunum í húsinu frá hin- um stuttorðu upplýsingum henn- ar. Hann útskýrði fyrir þeim, að pabbi hans og mamma kæmu á morgun í vagni og færu með hann lieim. Hann varð hissa á því, og það olli honum heilabrotum, að þessi frétt skyldi vekja svo mikla athygli hjá því sama fólki, sem áð- ur hafði engan gaum gefið hinum miklu vitrunum hans og draum- um. Hann steig upp á litla stól- inn hennar jómfrú Onnu út við gluggann, til að sjá mömmu sína koma, og hann stóð þar enn, þegar Emilía opnaði dyrnar og frú Mahl- er reyndi með klaufalegri bendingu ■að reka hann niður. Það, sem Emilía tók mest eftir, þegar hún herti upp hugann og leit á drenginn, var, að hann leit ekki undan, heldur horfði beint í augu hennar. Þegar hann sá hana, Ijóm- aði andlit hans af hrifningu. Stutta stund horfðu þau hvort á annað. Drengurinn virtist bíða þess, að hún segði eitthvað, en þegar hún stóð þögul og ráðþrota, tók hann sjálfur tii máls: „Mamma“, sagði hann hægt, „mér þykir vænt um, að þú ert flbúin að finna mig. Ég er búinn að ■bíða lengi, lengi eftir þér“. Emilía leit snöggt á frú Mahler, — höfðu þau tvö æft þetta atriði til að hræra hjarta hennar? En hinn skilningslausi svipur á frú Mahler útiiokaði alveg þann möguleika, og hún sneri sér aftur að barninu. Frú Mahler var stór og gild kona. Emilía var í krínólínu og möttli og því fyrirferðarmikil. Drengurinn var langminnstur þeirra, sem í stofunni voru, en samt virtist hann vera sá sem valdið hafði á þessari stundu. Hann stóð beinn á stólnum, alltaf með sama Ijómann á andliti og í fasi. „Nú fer ég heim með þér“, sagði hann. Eins og í leiðslu varð Emilíu það ljóst, að hin mikla þýðing þessa augnabliks fyrir barnið var ekki fólgin í hans eigin upphefð, héldur þeirri óviðjafnanlégu ham- ingju, sem hún færði honum. Ein- kennilegri hugsun, sem hún hefði ekki getað skýrt fyrir sjálfri sér, skaut snögglega upp í huga henn- ar, þegar henni varð þetta ljóst: 16 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.