Heimilisritið - 01.10.1945, Page 24
að maðurinn myndi hinsvegar
áreiðanlega ekki fara út úr búð-
inni, án þess að hafa keypt
sér föt.
Ananiassen benti með öllum
handleggnum á fataslána.
„Þér viljið kanski máta önn-
ur?“
Maðurinn gekk meðfram fiata-
röðinni og athugaði og þuklaði
á efninu, en varð sýnilega engu
vísari.
„Hér eru ein, sem ég gæti
selt fyrir 150 krónur“. Anan-
iassen kom með dökkgræn föt
og sneri þeim í hringi fyrir
framian manninn, svo að hann
gæti virt þau vel fyrir sér og
notið þeirra sem bezt.
„Já, þau eiga sína sögu. Eins
og þér skiljið, þá er maður ekki
alltaf eins heppin með við-
skiptavinina. — Hingað kom
Nilsen bankagjaldkeri fvrir
skömmu og keypti sér föt, en
hann borgaði ekki nema lítið
í þeim þá, — eftirstöðvarnar
átti ég að fá eftir viku. En áð-
ur en vikan var á enda sat
harfn í steininum, fanturinn sá.
Það vantaði næstum því hundr-
að þúsund krónur í kassann
hjá honum, — og peningar
fundust ekki heldur. — Sumir
segja, að hann hafi komið þeim
undan og ætli að eiga þá til
góða, þegar hann kemst út aft-
ur“.
22
Ananiassen andvarpaði mjög
hnugginn.
„Og ég varð að taka fötin aft-
ur, en þá voru þau farin að
óhreinkast, og satt að segja hef
ég ekki haft tímia til að koma
þeim í hreinsun, — en ég skal
að mér heilum og lifandi muna
eftir því á morgun“. Síðustu
setninguna sagði hann fremur
við sjálfan sig en viðskiptavin-
inn.
„Þau eru víst ulveg mátuleg
yður, og ef þau hefðu verið
hreinsuð mynduð þér kanski
hafa mátað þau, en . . . .“
Ananiassen yppti öxlum og
bjóst til að hengja þau upp
aftur. —
En nú var áhugi skiptavin-
arins vaknaður. Hann gat ekki
betur séð en að innri brjóstvas-
inn væri úttroðinn. Bankagjald-
keri — peningar, — þessi orð
tóku hug hians allan. Hann var
fljótur að taka ákvörðun.
„Hm — ja — það sakaði nú
samt varla að maður mátaði
þau“, hann reyndi að vera eins
kæruleysislegur í röddinni og
honum var unt, þótt eftirvænt-
ingin væri alveg að tryllia hann.
Ananiassen hjálpaði honum í
jakkann og gekk nokkur skref
aftur á bak til þess að geta séð
betur, hvemig hann færi á
mianninum.
„Augnablik, ég ætla að sækja
HEIMILISRITIÐ