Heimilisritið - 01.10.1945, Side 29
Fimm árum síðar varð hund-
urinn veikur, og eitt kvöldið
hljóp hann í burtu. Dag nokk-
urn, skömmu eftir hvarf hunds-
ins, var vörður kirkjugarðsins
þar í héraðinu að ganga um
garðinn og sá þá sér til undr-
unar hvar hundshræ lá á einu
leiðinu.
Það var Skotti, sem lá þar
dauður — á leiði fyrri hús-
bónda síns.
Af tilviljun er þessi saga
vottfest af tólf áreiðanlegum
vitundarvottum. Þeir tóku það
allir fram, að hundurinn hefði
uldrei áður komð í námunda
við kirkjugarðinn, enda var
hann 1 þrettán kílómetra fjar-
lægð frá heimili hundsins.
. . . Ógift stúlka, sem Magda
Rumsey hét og bjó í Pennsyl-
vaniu, hafði sofið skamma
stund kvöld eitt, þegar hún
hrökk upp með andfælum.
Hana hafði dreymt illa, og hélt
hún fyrst að hinn ljóti draumur
stafaði af meltingaróreglu eða
einhverju slíku. Henni hafði
fundizt sem hún væri stödd á
baðströnd, skammt frá heimili
Kay systur sinnar. Þótti henni
þá sem hún sæi Kay vaða út í
sjóinn og svo allt í einu fara
að brjótast tryllingslega um í
vatninu og hrópa á hana sér
til hjálpar.
Magda reyndi litla stund að
hrista af sér áhrif þessa skelfi-
lega draums. En svo tók hún
ákvörðun. Hún klæddi sig í
flýti og fór með miðnæturlest-
inni til þeirrar borgar, sem syst-
ir hennar bjó í. Hún kom þang-
að um morguninn, og án þess
að fara til herbergis eða skrif-
stofu Kays hélt hún rakleiðis
niður að ströndinni, sem hún
hafði séð í draumnum.
Það mótaði fyrir hreyfingar-
litlu höfði langt úti á sjó.
Magda smeygði af sér kjólnum,
sparkaði af sér skónum og
steypti sér í sjóinn. í fylgd
með sundverðinum synti hún
út þangað sem systir hennar
barðist hálfdrukknuð við að
'fialda sér uppi.
Eftir að stúlkan var komin
á þurt land og hafði náð sér dá-
lítið eftir volkið, skýrði hún
frá því, að hún hefði ætlað að
fremja sjálfsmorð. Þegar hún
hefði verið búin að synda svo
langt út, að engin leið var fyr-
ir hana að ná landi aftur af
sjálfsdáðum, hefði hún séð að
sér, þótt seint væri, en kvaðst
alveg hafa verið búin >að missa
alla von um björgun.
ENDIR
HEIMILISRITIÐ
27