Heimilisritið - 01.10.1945, Page 38

Heimilisritið - 01.10.1945, Page 38
Ttiilli vonar og ótta. En svo heyrðist röddin aftur, og nú diannst honum hún vera fjörleg •og glettnisleg. Hún spurði: „Hvað getið þér sagt mér meira um mig sjálfa?“ „Ég þori ekki að fara út í þá ,sálma“. „Jú, jú, það getur ekki verið neitt ljótt við að lýsa mér eftir röddixmi að dæma, það er bara ;gaman að því, finnst mér“. „Mér væri það ekki nokkur leið“, sagði Robert. Hann hafði vjt á því að leggja ekki út í slíkt áhættuspil. „Ég bíð og hlusta“, sagði röddin ísmeygilega. „Hugsið yð- ur, hvað margir möguleikar eru til. Ég gæti verið áttræð, fer- tug eða tvítug. Ég gæti verið gömul piparkerling eða tíu bama móðir. Ég gæti verið rík eða fátæk, fögur eða hræðilega ljót“. „Já, greip Robert fram í „og í þvá liggur einmitt gamanið“. „Ekki er nú alveg víst, að ég 'hafi svo gaman af því“, sagði röddin. „Jú, það hugsa ég, því annars mynduð þér hafa hringt af fyr- ir löngu síðan“, svaraði hann af karlmannlegri dirfsku. „Ég vorkenndi yður“, sagði röddin, „og þess vegna fékk ég mig ekki til þess. En nú verð ég að slíta, og þér megið ekki hringja til mín aftur. Ég hélt fyrst að þér væruð veikur frændi minn, sem er á sjúkra- húsi“. „Langar yður ekki vitund til að vita eitthvað um mig?“ spurði Robert. „Ekki vitund“, sagði röddin. Og svo heyrði hann að símtólið var lagt á. Aftur var hann orðinn einn með lögbókum sínum, leður- klædda armstólnum og les- lampanum, en samt var hann ekki eins einmana og áður. Hjarta hans sló örara en fyrr. Hann skrifaði símanúmer hennar, þetta dularfulla númer, í vasabók sína. Andartaki síðar datt honum í hug að fletta upp í símaskránni, til þess að reyna að komast eftir því, hver hún var. En einhverskonar nær- gætni hélt aftur af honum og auk þess fannst honum, að ef hann kæmist að nafni hennar og vissi deili á henni, myndi dular- blærinn hverfa af viðkynningu þeirra. Hann naut þessa atviks, og hann taldi sér trú um, að þegar hún sleit sambandið, hefði verið sá hljómur í rödd hennar, sem vogaður maður gat vogað að' túlka sér í vil. Hann grúfði sig aftur yfir bókina og fór að lesa. KVÖLDIÐ eftir um sama 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.