Heimilisritið - 01.10.1945, Side 40
einn um borgina. Hún spurði,
hvað hann hefði séð markvert.
Hann skýrði henni frá því, að
hann hefði komið inn í West-
minster Abbey og Pálskirkj-
una af því það voru byggingar,
.sem varð að skoða.
„Þér eruð víst óttalegur
skrælingi“, sagði hún. „Farið
jþér aldrei á málverkasöfn?“
Hann viðurkenndi, að hann
færi þó nokkrum sinnum að
skoða málverkasöfn, en það
væri leiðinlegt að fara þangað
einn síns liðs.
ELIZABETH Hamilton stóð
íyrir framan spegilinn sinn og
reyndi að horfa á sig með aug-
um karlmanns, en árangurs-
laust. Hvemig getur kona
nokkru sinni komizt að sann-
leika, með því að líta í spegil?
Hún gat að minnsta kosti von-
að. Ef hún skyldi hitta hann, þá
var ekki alveg óhugsandi að
honum litist vel á hana, þótt
hún væri ekki falleg, og þó að
hún væri ekki lengur komung.
Hún hugsaði mikið um þetta.
Hún átti gnægð af viðkvæmni
og ástarþrá í hjarta sínu, en
hingað til hafði kærleikurinn
gengið fram hjá dyrum hennar,
án þess svo mikið sem líta
þangað sem hún beið.
Hún var lengi að búa sig
undir að fara út og vandaði
klæðnað sinn vel. Það var rign-
ihg úti, svo að hún tók regnhlíf
með sér. Þjónn, niðri í anddyri
hússins, útvegaði henni bíl og
hélt stórri regn'hlíf yfir henni,
þegar hún gekk yfir gangstétt-
ina út í bílinn.
„Listasafn Guildhallar“, sagði
hún við bílstjórann.
Hún hallaði sér aftur og til
hliðar í sætinu, á meðan bíllinn
ók henni áleiðis til City. Ró-
bert hafði sagt, að hann ætlaði
að skoða málverkin í Guild-
höllinni í dag.
Hvernig skyldi hann líta út?
hugsaði hún. Mér finnst ég
þekkja hann svo vel, en ég
þori naumast að hugsa um það.
Hún minntist hinnar djúpu
raddar hans, með skozka mál-
blænum og hinum fastformuðu
setningum. Henni datt í hug,
að ef til vill væri hann druslu-
legur að sjá, og það fór ofur-
lítill kvíða'hrollur um hana.
Það var bót í máli, að hann
þekkti hana ekki. Þau myndu
aldrei hittast, aldrei talast við
nema gegnum símann. En hana
langaði til að sjá framan í hann
rétt sem snöggvast.
Hann hafði þrábeðið hana um
að segja nafn sitt. En hann
var h'áttprúður. Henni féll vel
sú nærgætni, sem hann hafði
sýnt með því að leita hana ekki
uppi. Það var merkilegt, að
38
HEIMILISRITIÐ