Heimilisritið - 01.10.1945, Side 45

Heimilisritið - 01.10.1945, Side 45
1 BERLÍNARDAGBÓK ~ IfgggSMMlÍBLAÐAMANNSl Eftir WILLIAM L. SHIRER Á vígstöðvimum Aachen 21. maí 1940. Frh. Allt í einu leggur ramman þef að vitum okkar. Við komupi að leifum lítillar, franskrar her- flutningalestar, sem hefur orð- ið fyrir loftárás. Dauðir hestar liggja á dreif við mjóa götuna og leggur ýlduþefinn af þeim í hitanum vítt um kring. Þar eru tveir franskir skriðdrekar, og er brynhlif þeirra sundurskot- in eins og silkibréf væri, sex þumlunga fallbyssa, önnur 75 mm. og nokkrir herflutninga- bílar, sem höfðu verið yfirgefn- ir í ofboði, því að í kringum þá lá dreif af allskonar hlutum, kápum, frökkum, skyrtum, hjálmum, dósamat — og bréf- um til unnustanna, eiginkvenna og mæðra heima. Eg sá nýorpnar grafir við veginn, og voru þær auðkennd - ar með spýtu, sem franskur hjálmur var hengdur á. Ég tíndi upp nokkur bréf og datt í hug, að ég gæti ef til vill ein- hvemtíma komið þeim í póst eða fært þau réttum viðtak- endum og skýrt þeim frá, hvar ástvinir þeirra luku ævinni og með hverjum hætti. — En bréf- in voru umslagalaus, óárituð og óundirrituð. Aðeins ávarp- ið: „Ma chére“, „Jacqueline“, „Chére maman“ o. s. frv. Eg leit yfir eitt eða tvö. Þau hlutu að vera skrifuð áður en sóknin hófst. Bréfritararnir töluðu um, hve herbúðalífið væri leiðin- legt, og hvað þeir hlökkuðu til næsta leyfis í París „með þér, ma chére“. Hotnunarfýlan af hrossskrokk- unum var svo megn í hitanum, að illþolandi var, og hafði þó einhver stráð kalki á þá. Við héldum áfram. Leiðin lá um HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.