Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 45

Heimilisritið - 01.10.1945, Qupperneq 45
1 BERLÍNARDAGBÓK ~ IfgggSMMlÍBLAÐAMANNSl Eftir WILLIAM L. SHIRER Á vígstöðvimum Aachen 21. maí 1940. Frh. Allt í einu leggur ramman þef að vitum okkar. Við komupi að leifum lítillar, franskrar her- flutningalestar, sem hefur orð- ið fyrir loftárás. Dauðir hestar liggja á dreif við mjóa götuna og leggur ýlduþefinn af þeim í hitanum vítt um kring. Þar eru tveir franskir skriðdrekar, og er brynhlif þeirra sundurskot- in eins og silkibréf væri, sex þumlunga fallbyssa, önnur 75 mm. og nokkrir herflutninga- bílar, sem höfðu verið yfirgefn- ir í ofboði, því að í kringum þá lá dreif af allskonar hlutum, kápum, frökkum, skyrtum, hjálmum, dósamat — og bréf- um til unnustanna, eiginkvenna og mæðra heima. Eg sá nýorpnar grafir við veginn, og voru þær auðkennd - ar með spýtu, sem franskur hjálmur var hengdur á. Ég tíndi upp nokkur bréf og datt í hug, að ég gæti ef til vill ein- hvemtíma komið þeim í póst eða fært þau réttum viðtak- endum og skýrt þeim frá, hvar ástvinir þeirra luku ævinni og með hverjum hætti. — En bréf- in voru umslagalaus, óárituð og óundirrituð. Aðeins ávarp- ið: „Ma chére“, „Jacqueline“, „Chére maman“ o. s. frv. Eg leit yfir eitt eða tvö. Þau hlutu að vera skrifuð áður en sóknin hófst. Bréfritararnir töluðu um, hve herbúðalífið væri leiðin- legt, og hvað þeir hlökkuðu til næsta leyfis í París „með þér, ma chére“. Hotnunarfýlan af hrossskrokk- unum var svo megn í hitanum, að illþolandi var, og hafði þó einhver stráð kalki á þá. Við héldum áfram. Leiðin lá um HEIMILISRITIÐ 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.