Heimilisritið - 01.10.1945, Page 47

Heimilisritið - 01.10.1945, Page 47
málum Þjóðverja, að draga svo stórar byssur með slíkum hraða? Loks nemum við staðar. Virki með sex þumlunga byssum, sem falið er undir trjám í aldingarði hægra megin vegarins, þrumar í ákafa. Nú sjáum við yfir Scheldedalinn og Slíðarnar handan árinnar blasa yið. Fall- byssuskotin leiftra og augna- bliki síðar gýs upp mökkur yfir í hlíðinni, þar sem kúlurnar springa. Foringi einn segir mér, að skothríðinni sé beint á veg- inn að baki óvinahersins. Það er hægt að sjá vegarbugðurnar í hlíðinni hinum megin á reykj- argusum sprengikúlnanna. Við ryðjumst út úr bílnum, en óðara kemur einhver og skip- ar okkur að hörfa til baka, við séum hér hlífðarlausir. Óvina- flugvélar eða sprengikúlur stór- skotaliðsins geti grandað okx- ur hér. Við ökum til baka og snúum síðan beint í vestur og klífum upp á hæð eina fyrir fram-an stórskotaliðið, svo að nú fljúga stórskeytin yfir okkur. Stórskotaliðið hefur athugana- stöð í skóginum þama uppi á hæðinni. Við sitjum i brekkunni og horfum fram á milli trjánna til yígvallarins. En það urðu vonbrigði. Það var svo lítið, sem sást. Það var engin leið að greina fót- gönguliðið, né hvað það hafð- ist að. Foringi einn segir, að það berjist fram með ánni þarna fyrir neðan. Bandamenn haldi enn báðurn bökkum ár- innar, en séu að hörfa með lið sitt yfir hana. Hin einu sjá- anlegu merki þess, að fótgöngu- liðið sæki fram í orustu, eru þau, að eldgirðing frá sprengi- kúlum Þjóðverja þokast áfram. Nemur svo staðar. Heldur af stað á ný og nálgast okkur mjög. Við ályktum af því, að andstæðingamir hafi gert gagn- á'hlaup, og þýzka áhlaupsliðið, sem fylgdi eftir sprengjuhríð- inni, verði að endurtaka leik- inn. Foringi einn frá Vilhelm- strasse, en viðvaningur á víg- velli, fullyrðir, að hann sjái fót- gönguliðið. Ég þreif kíkinn. Enginn maður sést. Við sjáum á reyknum frá sprengjukúlunum, sem dynja í hlíðinni handan yið Schelde,'^ að Þjóðverjar valdá gífurleg- um spjöllum á samgönguleið- um á bak við herlínu andstæð- inganna. í kíki má gerla sjá, hvernig þeir skjóta veginn sundur og fylgja hverri bugðu. Eftir stundarkorn liggur sam- felldur reykjiarmökkur yfir hlíðinni. Fram til þessa hafa ekki farið miklar sögur af þætti stórskotaliðsins í • hinni furðulegu framsókn Þjóðverja. HEIMILISRITIÐ 45-

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.