Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 48
'Steypiflugvélarnar hafa dregið
mesta athygli að sér. En það
er auðsætt, að þessi vélknúðu
stórskotatól Þjóðverja, sem
þeir geta flengekið í sóknar-
:stöðu rétt aftan við stálfylk-
ingar skriðdrekanna, eru tröll-
aukin árásartæki.
Nú skutu Þjóðverjar allt í
kringum okkur af sex þumlunga
byssum og 105 mm. Hávaðinn
var ekki eins ægilegur og ég
'bjóst við. Eyrun venjast hon-
um ef til vill.
Ég tek eftir því, að allan síð-
ari hluta dagsins svífa tvær
njósnarflugvélar yfir víglín-
unni, auðsjáanlega þýzkar, til
þess að leiðbeina stórskotalið-
inu. Þær hnita hringa yfir or-
ustusvæðinu óáreittar. En eng-
ar flugvélar eru á lofti til þess
að vísa Bandamannaskyttunum
á skotmörkin, enda virðast þær
miða öllum skeytum á fram-
•stöðvar Þjóðverja en ekki fall-
byssustöðvar, og er það skrítið.
Skortur Bandamanna á flugvél-
•um gerir þeim erfitt fyrir.
Satt að segja sjáum yið enga
flu'gvél frá Bandamönnum lið-
langan daginn.
Dagurinn líður við dynjandi
fallbyssuhríð, og loks fær stór-
skotaliðið skipun um að færa
■sig til nýrra stöðva framar. Og
geta má nærri, að í framsókn-
inni er farið eftir fyrirfram
gerðri áætlun. í einu vetfangi
spretta upp í skóginum í kring-
um okkur menn og ökutæki,
sem við höfðum ekki séð, og
þeir svipta burt trjágreinum,
sem allt var falið undir, og
halda af stað. Við lítum í síð-
asta shjini yfir Scheldedalinn,
þar sem reykjarmekkir sprengj-
anna rísa handian árinnar. Sjálf-
sagt hefur allt þetta ákveðna
þýðingu í augum þýzku liðs-
foringjanna í kringum okkur.
Hver hvínandi sprengjukúla
rekur ákveðið erindi. Hver
byssa og flutningsbíll, sem þýt-
ur áfram eftir veginum er á
leið til síns ákvörðunarstaðar,
hver og einn allra þessara þús-
unda. Öll ringulreið vígvallar-
ins, sem mér sýnist vera svo, er
í raun og veru svipmynd af
hjólliðugu hervélabákni, sem
æðir fram í eyðandi orustu.
Við ökum aftur til Briissel.
Þýzkar steypiflugvélar þjóta í
gagnstæða átt til vígstöðvanna,
til þess að ljúka einhverjum
erindum dauða og tortímingar
fyrir nóttina. Þýzkar sprengju-
flugvélar og orustuflugvélar
svífa ögrandi yfir Briissel.
Þetta er aðferð Þjóðverja til
þess að hafa áhrif á íbúana.
Við komum ekki til Aachen
fyrr en um miðnætti.
Flestir’ samferðamenn mínir
hafa látið greipar sópa um
46
HEIMILISRITIÐ