Heimilisritið - 01.10.1945, Side 49
Briissel öðru sinni og hafa á-
hyggjur af því, að Þjóðverjar
taki nú af þeim herfangið í
tollstöðinni, sem þeir hafa enn
á hinum gömlu landamærum
Belgíu og Þýzkalands. En þeir
gera það ekki.
Orðið of seint til að útvarpa,
svo að ég skrifa fréttaþátt, síma
hann til Berlínar, fæ hann
sendan í símskeyti þaðan til
New York og útvarpað þar. Ég
er ekki fyrr seztur niður við
skrifborðið en Bretar eru komn-
ir í flugárás. Ég flý úr herbergi
mínu á næst efstu hæð og
skrifa þáttinn í borðstofunni á
neðstu hæð. Loftvamabyssur af
öllum stærðum þruma látlaust.
Öðru hverju finnst titringur,
þegar sprengja springur. Bret-
arnir eru auðvitað að reyna að
hitta járnbrautarstöðina og
skiptisporin. Gjörla má heyra
gnýinn í hinum miklu sprengju-
flugvélum þeirra, og öðru
hverju þytinn í þýzku orustu-
flugvélunum.
Árásin stóð í fjórar stundir
og létti rétt eftir klukkan fjög-
ur.
Berlín, 24. maí 1940
Þó að ekið sé liðlangan dag-
með fjörutíu mílna hraða á
klukkustund, er stöðugt farið
fram hjá óslitinni lest af vél-
knúnum herflokkum. Hún tek-
ur yfir Belgíu þvera. Og hratt
fer hún, þrjátíu til fjörutíu míl-
ur á klukkustund. Maður furð-
ar sig á, hvemig séð er fyrir
benzínbirgðum handa öllum
þessum farartækjum. En ekki
skorti þær. Bílar með benzín-
geyma fylgja lestinni, og hver
ökumaður veit, hvar hann get-
ur fengið nýjar birgðir, þegar
hann þrýtur eldsneytið.
Hvílík skotmörk þessar lestir
væru, ef Bandamenn hefðu
nokkuð af flugvélum!
Eða hvílík stórfengleg skipu-
lagsvél, þar sem allt gengur
svo árekstralaust. í raun og
vem er það stórfenglegast,
þegar horft er á þýzka herinn
að starfi. Þessi tröllaukna og
ópersónulega hemaðarvél knýst
með samskonar ró og risaaf-
köstum og til dæmis bílasmiðj-
umar miklu í Detroit. Rétt
aftan við víglínuna balda jafnt
foringjar sem örþreyttir liðs-
menn sinni köldu kaupsýslu-
mannsró, þó að fallbyssumar
þrumi heljarsöng sinn myrkra
á milli, flugvélar kljúfi loftið
yfir höfðum þeirra með dynj-
andi gný og jörðin duni undir
þúsundum vélknúinna hjóla á
rykugum vegunum. Ekki vottur
af æsingu né óró. Foringi, sem
stjómar fallbyssuskothríð,
hættir í hálfa stund til þess að
útskýra fyrir mér, hvað hann
HEIMILISRITIÐ
47