Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 50
fáist við. Rishenau hershöfð-
ingi, sem stjórnar meginher í
úrslitaorustu, eyðir klukku-
stund í að útskýra viðfangsefni
sitt fyrir ófróðum fréttamönn-
um.
Biaráttuþrek þýzku hermann-
anna er furðulega mikið. Ég
man eftir verkfræðingaflokki,
sem var 1 þann veginn að fara
niður að Scheldeánni til þess
að koma flotbrú á hiana í skot-
hríð óvinanna. Piltamir lágu í
skógarjaðrinum og lásu útgáfu
dagsins af „Vesturvígstöðvun-
um“, dagblaði hersins. Ég hef
aldrei séð menn ganga af slíku
kæruleysi út í orustu, sem víst
var að margir slyppu ekki lif-
andi úr.
Berlín, 25. maí 1940.
Herfræðingar Þjóðverja tóku
munninn fullan í kvöld. Þeir
sögðu að hinn mikli her Banda-
manna í Flianden væri gersam-
lega króaður og úti um hann.
Berlín, 26. maí 1940
Calais hertekin. Bretar eru
nú slitnir úr sambandi við meg-
inlandið.
Berlín, 28. maí 1940.
Leopold konungur hefur siagt
skilið við Bandamenn. Belg-
iski herinn, sem setið hefur í
herkví fulla viku ásamt liði
Frakka og Breta í Flandern og
Artois og sífellt verið þrengt
meira að honum, lagði niður
vopnin í dögun í morgun. Leo-
pold konungur ha#ði sent mann
á laun um nóttina til herstöðva
Þjóðverja til þess að biðja um
vopnahlé. Þjóðverjar heimtuðu
skilyrðislausa uppgjöf. Leopold
samþykkti. Þetta setur Breta
og Frakka í ónotalega klípu.
Yfirherstjómin segir, að við
þetta verði aðstaða þeirra „von-
laus“. Náði í morgun í útvarps-
ræðu, sem Reynaud flutti, og
hann ásakaði Leopold um að
hafa svikið bandamenn sína.
Churöhill talaði gætilegar, að
því er brezka útvarpið segir.
Hann sagði í stuttri tilkynningu
til’neðri málstofunnar, að bann
vildi ekki fella dóm.
Blöðin hér fagna mjög upp-
gjöf Belga. Þau minna á, að
þetta hefur náðst á átján dög-
um. Og það tók Þjóðverja rétta
átján daga líka að ganga af
Pólverjum dauðum. Þeir stinga
líklega því, sem eftir er af herj-
urn Bandamanna, í vasann fyrir
vikulokin. Eftir því sem brezka
útvarpið segir, bað Churchill
menn í neðri málstofunni að
vera viðbúna illum tíðindum
innan skamms.
Ég sá á vígstöðvunum í síð-
ustu viku hin óskaplegu áföll,
sem belgiski herinn lá undir,
48
HEIMILISRITIÐ