Heimilisritið - 01.10.1945, Side 58

Heimilisritið - 01.10.1945, Side 58
Ashe, að ég hef enga hugmynd um það“. „En „Það sem ég veit með vissu“, sagði Dick sannfærandi, „er, að hvorki Prfce né Middlesworth tóku hann, því að ég sá þá bera Sir Harvey í burtu. Og ekki kemur heldur til mála að ég eða Lesley háfi tekið hann; við vorum saman. Og þarna voru engir aðrir, fyrr en þú komst og tókst að þér vörzlu riffl- anna“. Eamshaw varð þögull nokkra stund, en sagði svo: „Þessi maður hefur ekki framið sjálfsmorð, Dick. Þú hlýtur að álíta það engu síður en ég“. „Geturðu bent á nokkrar lík- ur fyrir því að hann hafi verið myrtur?“ „Nei. En það hefur komizt á loft gömul lögreglusaga. Lík finnst í harðlæstu herbergi. Öðrum megin við það finnst“ — Eamshaw kinnkaði kolli — „lítil meðalasprauta. Og hinum megin við það“ — aftur kinnk- aði hann kolli — „krukka með smáprjónum. Pope ofursti not- aði þá til að forðast flugur“. „Hvað segirðu?“ spurði Dick. „Já“, EamShaw benti með höfðinu út í húsagarðinn. „Pope sagðist ekki geta haft opinn glugga á sumrin fyrir því, að flugurnar sæktu þá svo inn“. „Nú?“ „Hann tók því það ráð, að festa grisjuléreft fyrir gluggana og til þess notaði hann prjón- ana. Hann festi grisjuna við gluggapóstana með þeim“. Earnshaw þagnaði. Bíll kom eftir veginum úr austurátt. Það var bíll Middlesworths læknis, allir rykugur, og stað- næmdist fyrir framan húsið. Læknirinn flýtti sér út úr bíln- um, með pípuna í munninum og opnaði afturdymar. „Nei, nú er ég hissa“, sagði Earnshaw og var mikið niðri fyrir. „Það er þó ekki sem mér sýnist — ÚT UM afturdyr bílsins kom risastór og gildvaxinn maður og fór sér að engu óðslega. Hann var í mjög gamaldags ferðafrakka og með skrítinn, barðastóran hatt á höfði. „Jú“, sagði Dick, sem oft hafði séð myndir af manninum í blöðum og tímaritum, „það er Gideon Fell“. Og nú minntist hann orða Middlesworths frá því kvöldið áður, þess efnis að Fell læknir væri í sumaibústað ekki all- langt í burtu. Midd'lesworth hafði farið að sækja Fell, ein- kennilega snemma morguns. Hvernig stóð á því? 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.