Heimilisritið - 01.10.1945, Page 59

Heimilisritið - 01.10.1945, Page 59
„Góðan daginn“, sagði Fell og tók ofan, mjög hátíðlega. Hef ég þann heiður að hitta Richard Markham?“ „Já, sá er maðurinn“, sagði Dick. „Sælir. Við erum hingað komnir til þess að færa yður góðar fréttir“. „Góðar fréttir?“ endurtók Dick spyrjandi. „Jú, þótt undarlegt megi virð- ast“, sagði Fell og leit við til Middlesworths. „Og þrátt fyrir það þó að yið höfum mætt manni á leiðinni -— mig minnir að hann sé nefndur Price — er sagði okkur tíðindi, sem að vísu spilla fréttum okkar dálítið“. „Hvað um það, við getum út- kljáð þetta fyrir því“, sagði Middlesworth, tók pípuna frá vörum sér og sló henni við skóhæl sinn. Hann gekk að dag- stofuglugganum og benti inn um brotna gluggann. „Fell“, sagði hann, „hver er þessi dauði maður?“ Fell gægðist inn og ræskti sig rösklega. Hann strauk gleraug- un og beygði sig inn um glugg- ann, mjög hugsandi í bragði. En það leið ekki á löngu þar til hann sneri sér við aftur. „Herrar mínir“, sagði hann íbygginn og hátíðlegur á svip, ,,ég hef ekki minnstu hugmynd um hyer hann er. En þetta er alls ekki Sir Harvey Gilman“. „Það er svikari11, sagði Midd- lesworth hæglátlega. Svo sneri hann sér að Dick og hélt áfram: „Ég gat ekki sagt þér frá því í gærkvöld, þegar ég fekk grun um það, af því að ég vildi fyrst vita vissu mína. En —“ Midd- lesworth þagnaði og leit á Bill Eamshaw. „Afsakið Earnshaw, en verðið þér ekki að fára í bankann núna?“ Þó að naumast hefði verið unt að vísa Bill í burtu á auð- skildari hátt, var ekki hægt að reiðast þessum orðum, þannig voru þau sögð. Bankamaðurinn kinnkaði kolli til samþykkis ag sagði: „Jú, ég er hræddur um að ég sé þegar orðinn of seinn. Við sjáumst seinna“. Hann gekk í burtu, þó að hann hefði viljað gefa mikið fyrir að fá að heyra framhald samtalsins. „Segið þér Markham, hvemig í öllu liggur, Fell“, sagði Midd- lesworth. GIDEON FELL sneri sér að Dick og lagaði vandlega á sér gleraugun. „Ég skal segja yður það, Markham", sagði hann virðu- lega, „að ég hef aldrei vitað nokkra lygasögu svo svívirði- lega og ódrengilega sem þá, er HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.