Heimilisritið - 01.10.1945, Page 62

Heimilisritið - 01.10.1945, Page 62
:stund eftir svari, opnaði hann dymar og gekk inn. Cynt'hia Drew lá hreyfingar- laus á gólfinu, skammt frá rúm- inu, alveg upp við vegginn. Á hægra gagnauga hennar var á- verki, sem blætt hafði ofurlítið úr. Hann lyfti henni upp og lagði hana í rúmið. Þótt hún væri ekki stór var erfitt að bera hana, sökum þess, hversu mátt- laus líkami hennar var. Sem betur fór var enginn vafi á því, að hún væri lifandi. Nú sá hann að opnar varimar tóku að hreyfast og barmur hennar að bifast. Andardráttur- inn var slitróttur. Móðan á hin- nm bláu augum hennar minnk- aði og hún leit í kringum sig. Hún roðnaði í andliti og fölnaði til skiptis. „Er allt í lagi, Cyntia? Hvað kom fyrir?“ „Hún sló mig — með speglin- um þarna — af því að ég bað hana um að sýna mér, hvað hún geymdi á skápnum“. Dick sá að á snyrtiborðinu var silfurbúinn handspegill, þungur og * skrautlegur. Þessi spegill, sem var með skafti, var gott barefli. Nú lá hann á brún borðsins, eins og honum hefði verið hent þangað í flaustri. Dick leit aftur á Cynthia. „Cynthia, hvar er Lesley?“ „Ég veit það ekki, ég hef ekk- ert gert henni, það get ég svar- ið. Dettur þér það í hug?“ „ Nei — ne.i alls ekki. En mig langar til að vita, hvaða ástæðu þú hafðir til að biðja hana um að opna skápinn. Hvers vegna gerðirðu það?“ „Þú hefur heyrt þessar hrylli- legu sögur, sem sagðar eru um hana —“ „Er það allt og sumt, Cynth- ia? Þú hefur víst ekki af til- viljun staðið á hleri fyrir utan glugga í nótt?“ * „Hvaða glugga, Dick? Hvað áttu við?“ Þetta náði auðvitað engri átt. „Ég á við það“, sagði Dick, „að þú stóðst fyrir utan húsið í morgun. — það eru þeir glugg- ar sem ég meina. Hver veit nema þú hafir heyrt eða séð eitthvað, sem gæti gefið okkur bendingu". Honum til undrunar breytt- ist rödd hennar. „Sannleikurinn er sá, að ég sá nokkuð. Ég sá einhvern á harðahlaupum. Líklega einni mínútu áður en skotið var af rifflinum á gluggann, sá ég ein- hvem hlaupa yfir garðinn ekki langt frá mér“. „Karlmann eða kvenmann?“ Cynthia hugsaði sig um. „Ég get ekki sagt það ákveðið. Og 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.