Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 64

Heimilisritið - 01.10.1945, Síða 64
SAMVIZKUSPURNING Leggðu eftirfarandi spurningu fyrir þig og kunningja þína. Vafa- laust verða svörin á marga vegu. Setjum sem svo, að eftirfarandi menn væru að reika um á víðlendri eyðimörku: — Clark Gable, Magnús Sigurðsson, Alda Möller, Sveinn Björnsson, Gunnar Huseby, Eva Adams, Helgi Hjörvar, Hitler, Errol Flynn, Ann Sheridan, Ragnar í Smára, Stalin, Sigurgeir Sigurðsson, Hannes á Hominu, Tómas Guð- mundsson og Alfreð Andrésson. Nú vill svo til að þú hefur vald til þess, að láta fjögur þeirra (og að- ■ eins fjögur) halda áfram að reika um eyðimörkina endalaust. Hver þeirra myndirðu velja? ÓSJÁLFRÁÐ HREYFTNG Stattu á þrepskildi í opnum dyr- um af venjulegri stærð. Ýttu fast með. handarbökunum á sinn hvorn dyrastaf í nokkra stund. Gakktu svo úr dyrunum og hafðu hand- leggina máttlausa. Brátt muntu finna, að handleggirnir lyftast ó- sjálfrátt út frá hliðunum. HVAÐA DAGUR? Hvaða dagur er næstur á eftir deginum á undan deginum á morg- un? SMÁPENINGUR HVERFUR Þetta er einfalt og auðvelt töfra- bragð. Þú biður einhvern viðstadd- an um að lána þér smápening. Leggðu svo peninginn í lófa þinn og krepptu hnefann þéttingsfast saman. Þegar þú opnar lófann og sýnir hann, er peningurinn horfinn. TALNAÞRAUT Biddu einhvem kunningja þinn um að hugsa sér einhverja lága tölu. Biddu hann svo um að margfalda hana með tveimur og margfalda út- komuna með 5. Þetta er allt og sumt. Nú geturðu sagt honum hvaða tölu hann hugsaði sér, þegar hann hefur sagt þér endanlega útkomu. ÖNNUR TALNAÞRAUT Einhver hugsar sér tölu og þú segir honum að draga einn frá, margfalda útkomuna með tveimur og bæta svo upphaflegu tölunni við þá útkomu. Þér er nú sögð niður- stöðutalan og þá geturðu sagt með vissu hvaða tölu maðurinn hugsaði sér fyrst. KLUKKUÞRAUT Hvað er langt þangað til klukk- an verður sex, ef hún var, núna fyrir fimmtíu mínútum, fjórum sinn- um fleiri mínútur yfir þrjú? Svör á bls. 64. •62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.