Heimilisritið - 01.08.1950, Side 6
um við nú ákveðið að snúa sam-
an bökum og stinga við fótum,
bæði sjálfum okkur til lífsbjarg-
ar og einnig til að losa hina kyn-
hreinu Evrópumenn við að
þurfa að búa með okkur. Við,
sem hér erum myndum einfald-
lega allir verða drepnir ef styrj-
öldin tapaðist og að engu gerðar
vonir allra þeirra, sem bíða þess
að koma hingað, en sigurinn
hins vegar trygging fyrir tilveru
okkar og frelsi í eigin landi.
Þetta vita hermenn okkar. Þess
vegna berjast þeir eins og ljón
— og sigra.“
„En Arabarnir, sem hér hafa
verið og þið læsið nú inni í
fangabúðum?“
„Þeir geta sjálfum sér og vin-
um sínum um kennt. Þeir hófu
styrjöldina, en við ljúkum
henni. Við vildum aldrei ófrið
við Araba. Óvinir okkar segja
að við séum landræningjar, en
það er rangt. Jafnvel þótt hinn
eldforni réttur okkar til þessa
lands væri að engu metinn, þá
ber þess að minnast, að öll sú
jörð, sem við erjuðum hér fyrir
stríð var keypt fullu verði af
Aröbum, en hitt, sem við höfum
nú tekið, er goldið með blóði
okkar og allt þetta land munum
við gera að þeim aldingarði,
sem það var áður en akrarnir
huldust sandi og fákænn Araba-
lýður strengdi sultarólina í pest-
arbælum, þar sem áður var frjó-
söm jörð. Þú hefur sjálfur séð
ávaxtaekrurnar, akrana og býl-
in, sem eru hér milli Tel Aviv
og Haifa. Fyrir 50 árum voru
þar sams konar sandauðnir og
þær, sem við berjumst nú um í
Negev, eða mýrarflákar, þar
sem malarían drap allt kvikt.
Við erum þó rétt að byrja. Enn
erum við ekki nema 800 þús-
undir á þessu landsvæði, sem
ekki er stærra en um f jórði hluti
ættlands þíns, en þúsundir eru í
dag á leiðinni til okkar frá öll-
um löndum heims og aðrir taka
sig upp á morgun. Aldagamall
draumur rætist. ísrael verður
stórveldi.“
Hann þagnaði og fór að skrifa
tölur og draga línur á borð-
þurrkuna, Bandaríkjamannin-
um til skýringar á þeirri full-
yrðingu, að sú litla skák, enn ó-
unnin á vegi ísraelsmanna til
Rauðahafsins, væri þröskuldur,
sem nauðsyn bæri til að yfir-
stíga, því þar yrði að rísa ný og
mikil stórborg, fegurri og öfl-
ugri en Tel Aviv.
Þeir ræða og reikna, en Jak-
ob, sem lengi hefur ekkert lagt
til málanna segir:
„Stundum finst mér eins og
þetta geti alls ekki verið raun-
veruleiki, því hraðinn er svo
mikill. Hið eiginlega landnám
okkar hér er ekki eldra en 30—
4
HEIMILISRITIÐ