Heimilisritið - 01.08.1950, Side 8

Heimilisritið - 01.08.1950, Side 8
„Kína? Eru líka Gyðingar þaðan?“ „Já. Því ekki það? Einn af þeim spádómum, sem öruggleg- ast hefur rætzt er sá að við eig- um að dreifast um jörðina. Það höfum við sannarlega gert. Við eigum t. d. einn hér frá Græn- landi.“ , Frá Grænlandi? Nei. Nú skrökvar þú Jakob, vinur minn, þótt aldrei hafir þú sagt ósatt fyrr “ „Ónei. Ég er meira að segja málkunnugur honum. en ef þú trúir mér ekki þá spurðu lækn- inn hérna. Þeir eru í sömu her- deild.“ Læknirinn staðfestir þetta, en virðist annars ekki telja það sögu til næsta bæjar þótt einn hermannanna sé frá Grænlandi. Ég vík mér þá aftur að hinum alvísa Jakob og bið hann að segja mér allt af létta um þenna fyrrverandi nágranna minn. Jakob segir frá á þessa leið: „Á stríðsárunum dvaldi ung- ur Eskimói frá Grænlandi í Kaupmannahöfn og nam þar skipasmíði. Hann lagði sig all- an fram við námið, vann hylli yfirboðara sinna og skipti sér ekkert af stjómmálum. Dag einn var hann handtekinn og ákærður fyrir hlutdeild í spell- virkjum. Hann fékk aldrei sannanir fyrir því hver kærði hann en sagðist þó vera viss um að þar hefði verið að verki námsbróðir hans, sem undi því illa að yfirmennimir settu hann skör lægra en kynblendinginn. Nú fór svo, að sakleysi Græn- lendingsins varð ljóst og hefði honum því verið sleppt, ef ann- að og verra hefði ekki komið til. Er grafizt var fyrir um upp- runa hans kom í Ijós, að faðir hans, danskur sjómaður, hafði verið hreinræktaður Gyðingur. Nú þegar hér var komið sögu hofðu allir þeir danskir Gyðing- ar sem til náðist fyrir löngu ver- ið hnepptir í varðhald, en vor vinur þá sloppið, enda jafn ó- vitandi um sitt austræna blóð og landhreinsunarmennirnir. Þóttust Þjóðverjar nú hinn und- arlegasta ódrátt fangað hafa þar, sem Júðinn var í Eskimóa- hamnum og léku hann því grátt. Var hann svo fluttur í Gyðinga- búðir. Þar kynntist hann mönn- um, sem umgengust hann, fyrstir allra, eins og jafningja og þar tengdi hann vináttu- bönd, sem ollu því, að hann á- kvað í stríðslokin að gera hlé á bátagerðinni í Danmörku. Komst hann svo hingað með tveim vinum sínum. Hann er búinn að vera alllengi hér í hernum, talar nú orðið sæmi- lega hebresku og er vinsæll 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.