Heimilisritið - 01.08.1950, Side 23
ÞREMUR klukkustundum síð-
ar ók vagninn með brúðhjónin
til villunnar, sem þeim hafði
verið fengin til umráða hveiti-
brauðsdagana. Ferðin þangað út
eftir gekk vel. Hugh hafði set-
ið við stýrið og ekki haft ann-
að að gera en að hlusta á hug-
fangið slúðrið í Nancy um gest-
ina, gjafirnar og hárgreiðslu
kvenfólksins.
Síðar, þegar þau sátu inni í
dagstofunni eftir miðdegisverð-
inn, varð Hugh skyndilega grip-
inn hræðslutilfinningu. Hann
var enn afar taugaslappur og
framúrskarandi viðkvæmur, og
honum varð allt í einu ljóst, að
hann var ekki maður til að rísa
undir því, sem hann hafði tek-
izt á herðar. Hann gat ekki
fengið það sér af sér að mæta
hinum einlægu tilfinningum
Nancy með uppgerðar ástúð.
„Nancy,“ sagði hann loksins.
„Það er orðið framorðið — ertu
ekki þreytt?“
„Jú, Hugh,“ svaraði hún og
stóð upp.
„Það mætti vel segja mér, að
þú værir dauðþreytt,“ sagði
hann blíðlega. „Þú munt sofa
betur, ef þú sefur ein — svo
að ég legg mig í búningsher-
berginu."
Nancy stanzaði í miðri stof-
unni. Hún varð blóðrjóð í fram-
an, og síðan náföl.
„Fyrirtak, Hugh,“ svaraði hún
aðeins, en svo lágt, að hann
heyrði tæplega hvað hún sagði.
„Góða nótt!“
Hann opnaði dymar fyrir
henni og beygði sig klaufalega
fram á við, alveg eins og hann
vissi ekki hvort hann ætti að
kyssa hana eða ekki, en hún
lét sem hún tæki ekki eftir
hreyfingu hans og gekk þvert
yfir forstofuna og upp stigann.
HVORUGT þeirra svaf vært
þessa nótt. Stolt Nancy fyrir-
bauð henni að leita athvarfs í
grátkasti. En hvers vegna —
hvers vegna hafði Hugh komið
þannig fram? Hún minntist
orða móður sinnar um áhrif
stríðsins og reyndi að finna hon-
um afsökun — en hann hafði
alltof greinilega látið hana
skilja, að hann elskaði hana
ekki. Hún var umgengni við
karlmenn algerlega óvön, og
enda þótt hún teldi sjálfri sér
trú um, að hún yrði að vera
þolinmóð, þá leyfði hvorki stolt
hennar né sjálfsvirðing henni
að ganga einu skrefi til móts
við hann.
„Hann þarf ekkert að óttast,“
hugsaði hún með sjálfri sér.
„Ég skal ekki þrengja mér inn
á hann — ef hann þarfnast mín,
verður hann að koma ótilkvadd-
ur.“
HEIMILISRITIÐ
21