Heimilisritið - 01.08.1950, Qupperneq 25
Mig langar meira til þess að
vera kyrr heima.“
Hann varð fyrir ofurlitlum
vonbrigðum; hann kærði sig
ekki alltaf um að vera í návist
Nancy — það var dagsatt. En
hingað til hafði hann svo mjög
tamið sér þá hugsun, að tilfinn-
ingar hennar í sinn garð væru
algerlega óumbreytanlegar, að
tilhugsunin um það, að hún
gæti vel verið án hans, kom
dálítið flatt upp á hann.
,.Nú-jæja,“ svaraði hann.
„Eins og þú vilt. Ég sigli eftir
þrjár vikur.“
„Ég vona að það verði
skemmtilegt ferðalag,“ sagði
Nancy. „Það ætti það sannar-
lega að verða ... Ég hef höfuð-
verk í kvöld, svo að ég held að
það sé bezt að ég fari að hátta
núna. Góða nótt, Hugh.“
„Góða nótt, vina mín.“
Hann vissi ekki, að hún þurfti
að flýta sér upp í herbergið sitt
til þess að hann sæi hana ekki
tárfella.
ENNÞÁ leið eitt ár.
Hugh Warren gekk á land í
Southampton — sólbrenndur,
hraustur og frískur.
Hann hafði sent símskeyti á
undan sér um komu skipsins,
og hann gekk heim að hótelinu,
þar sem hann hafði beðið Nancy
að hitta sig. Hann var jafn
HEIMILISRITIÐ
hreykinn og skóladrengur, þeg-
ar hann hefur fengið leyfi. En
Nancy var þar ekki — og það
hafði enginn komið, sem lýs-
ingin á henni gat átt við um.
Hugh fannst hann vera eins
og blaðra, sem loftinu hefur
verið hleypt úr. Þetta var ekki
reglulega fallegt af henni! Svo
datt honum í hug, að hún hefði
máske tafizt á leiðinni----------
hann símaði heim. Nei, — frú-
in var ekki heima. Frúin var að
horfa á veðreiðar. En það var
búizt við frúnni heim til hádeg-
isverðar.
Hugh lagði heyrnartólið nið-
ur. Allur ljóminn af heimkomu
hans var rokinn út í veður og
vind. Hafði Nancy engan skiln-
ing á því, hvað það þýddi að
koma heim til Englands eftir
heils árs fjarveru, og hversu
mikil vonbrigði það hlutu að
verða fyrir hann, að eitthvert
kunnugt andlit skyldi ekki
bjóða hann velkominn heim?
Fjandinn hafi það — hún hefði
vel getað hætt við að fara til
þessara veðreiða! Það voru
sannarlega nógu margir veð-
reiðadagar í vikunni.
Hann fór með lestinni til
London. Tilfinningalíf hans var
í syngjandi ringulreið. Hann var
móðgaður, enda þótt hann við-
urkenndi, að til þess var ekki
mikil ástæða, þegar tillit var
23