Heimilisritið - 01.08.1950, Page 44
Ur einu í annað
Hann: —- Ég þekki stúlku, sem skaut
mann vegna þess aS hann dirfðist að
kyssa hana.
Hún: — ]œja. — Þótt ég hefði
skammhyssu á mér, þá kynni ég ekki
að fara með hana.
#
Ellin á bágt með að skilja ungdóm-
inn og fyrirgefa honum — Will Durant
*
Dómarinn: — Þér vitið víst, hvers
vegna þér standið hérna frammi fyrir
mér?
Akærði: — ]á, það er vegna þess að
þér hafið ekki hoðið mér sæti.
#
Margir halda því fram, að það sé
heilsusamlegast að láta höfðalagið snúa
í norður, þegar maður sefur.
#
Frúin: — Þú getur vel sótt rjómann
í þessum stígvélum, þótt þau séu ekki
alveg hrein.
Vinnukonan: — fá, en góða frú,
haldið þér, að það finnist ekki á hragð-
inu?
*
Þegar öll önnur trúarbrögð heimsins
eru úr sögunni, verður sóldýrkunin
eftir. — Sir Arhuthnot Lane.
#
Stúlkan: — Finnst þér ekki þessi kjóll
fara mér vel?
Pilturinn: — Jú, ágætlega. Þú sýnist
að minnsta kosti 20 árum yngri í hon-
um.
#
Athugun á lífinu sýnir, að hátíðlegt
fólk og háalvarlegt er oftast óverur. —
Bertrand Russell.
\
42
Guðrún: — Maðurinn minn var far-
inn að missa sjónina þegar ég giftist
honum.
fónina: — Þetta datt mér í hug.
#
Mýs og rottur forðast kamfórulykt.
#
Prestur einn hélt þv't fram i páska-
ræðu, að ástæðan til þess að Kristur
hefði fyrst birzt konum eftir upprisuna,
hefði auðvitað verið sú, að hann hefði
viljað vera viss um að fregnin um upp-
risu hans bærist um allt sem fyrst.
#
Kappræður eru dauði samtalsins. —
Emil Ludwig.
#
Kennarinn: — / hvaða orðflokki er
koss?
Námsstúlkan: — Samtenging.
#
Frelsið er ekki meira í stjórnmálum
en í fangelsinu. — Will Rogers.
#
Símskeyti nýgifts eiginmanns til móð-
ur sinnar: — Konan mín hefur eign-
azt tvíbura. Meira næst. — Hrólfur.
#
Sannleikurinn er sá eini guð, sem til
er. — Mahatma Gandhi.
#
Faðirinn: — Eins og þú veizt, Nonni
minn, þá geta kettirnir séð i myrkri.
Nonni: — Það getur hún Anna syst-
ir líka, því í gærkvöldi, þegar hún var
að tala við hann Lárus stúdent t myrkr-
inu, sagði hún: Lárus, þú hefur ekki
rakað þig í dag!
#
Vinátta er ást án vængja. — Byron.
HEIMILISRITIÐ