Heimilisritið - 01.08.1950, Side 63
Andartak varð hún lömuð af hrœðslu, svo sneri hún sér við og synti af öllum
kröftum t áttina til hátsins.
Hún var fljót að afklæða sig og stakk
sér í sjóinn.
Hún synti til og frá í svölum sjón-
um, lagðist á bakið og lét sig fljóta og
lét sólina baka andlit sitt. Eitthvað fékk
hana til að líta til hliðar, og skammt
frá kom hún auga á svartan hákarls-
ugga, sem nálgaðist óðfluga gegnum
kristallstæran sjóinn. Andartak varð
hún lömuð af hræðslu, svo sneri hún
fér við og synti af öllum kröftum í
áttina til bátsins. Buslið af sundtökum
hennar fældi auðsjáanlega hákarlinn og
frelsaði hana frá hræðilcgum dauðdaga.
Það munaði mjóu að hún slyppi, því
þegar hún skreið upp í bátinn voru
aðeins nokkrir sentimetrar milli henn-
ar og hins hræðilega gins hákarlsins,
sem allt í einu kom upp úr sjónum, og
hún heyrði þegar skoltarnir á honum
skullu saman í tómu loftinu.
Framhald í næsta hefti.
REYKINGAR BANNAÐAR!
Eftirlitsmaðurinn (vingjarnlega): Þér ættuð ekki að reykja, herra minn.
Ferðamaðurinn: Sama segja vinir mínir.
Eftirlitsmaðurinn (alvarlegur): Já, en þér megið ekki reykja
Ferðamaðurinn: Þetta segir læknirinn líka.
Eftirlitsmaðurinn (reiður); Þér verðið undir eins að hœtta að reykja.
skiljið þér það!
Ferðamaðurinn: Alveg það sama segir konan mín.
HEIMILISRITIÐ
61