Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 10
Ó lafur Ragnar Gríms-son, forseti Íslands, heimsækir Reykhóla-
hrepp næstkomandi þriðjudag,
17. september. Dagskráin hefst
með móttöku og hádegisverði
í Bjarkalundi en síðan verður
haldið að Reykhólum þar sem
forsetinn heimsækir Reykhóla-
skóla og Hjúkrunar- og dvalar-
heimilið Barmahlíð og skoðar
Báta- og hlunnindasýninguna.
Loks verður hann viðstaddur
opnunarhóf eða risgjöld salt-
verksmiðjunnar nýju við Reyk-
hólahöfn, að því er fram kemur
á Reykhólavefnum.
Forsetinn fer því á slóðir
forfeðra sinna en eins og fram
kom í Fréttatímanum í maí
síðastliðnum rekja helstu
valdamenn landsins ættir sínar
þangað. Afi Ólafs Ragnars,
sem forsetinn heitir eftir, Ólaf-
ur Ragnar Hjartarson, sem tók
upp ættarnafnið Hjartar, fædd-
ist á Kambi í Reykhólasveit þar
sem foreldrar hans bjuggu um
tíma áður en þau fluttust til
Þingeyrar. Faðir Ólafs Ragnars
Hjartar og langafi forsetans,
Hjörtur Bjarnason, var frá
Hamralandi í Reykhólasveit.
Agnes M. Sigurðardóttir
biskup var sömuleiðis á
slóðum feðra sinna síðastliðinn
sunnudag, 8. september, þegar
hún predikaði og þjónaði fyrir
altari, ásamt séra Elínu Hrund
Kristjánsdóttur sóknarpresti,
við hátíðarguðsþjónustu á
Reykhólum þegar minnst var
hálfrar aldar vígsluafmælis
Reykhólakirkju.
Faðir Agnesar var Sigurður
Kristjánsson frá Skerðings-
stöðum í Reykhólasveit, sem
lengi var prestur og prófastur
á Ísafirði. Bræður hans tveir
bjuggu á Skerðingsstöðum alla
sína búskapartíð, þeir Halldór,
sem lést 2004 og Finnur sem
lést á síðasta ári. Amma og afi
Agnesar biskups í föðurætt
voru hjónin Agnes Jónsdóttir
og Kristján Jónsson, ábúendur
á Skerðingsstöðum.
Fleiri ráðamenn eru ætt-
aðir úr Reykhólahreppi, eins
og sagði í fyrrgreindri frétt
Fréttatímans. Sigmundur
Jónsson, afi Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra, fæddist og ólst upp á
sama bæ og afi Ólafs Ragnars,
Kambi. Langafi og langamma
forsætisráðherra, hjónin Jón
Hjaltalín Brandsson og Sess-
elja Stefánsdóttir, bjuggu þar í
fjóra áratugi, frá 1906 til 1946.
Kristinn Óskarsson, faðir
Jóns Gnarr borgarstjóra, er
frá Eyri í Kollafirði í Gufudals-
sveit, sem nú tilheyrir samein-
ForsetaheimsÓkn ÓlaFur ragnar sækir reykhÓlahrepp heim á þriðjudaginn
Forseti og biskup á slóðir forfeðranna
Biskup Íslands predikaði í Reykhólakirkju á sunnudaginn.
Biskup og forseti rekja bæði ættir sínar í Reykhólahrepp.
Það gera forsætisráðherra og borgarstjóri einnig.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti heimsækir Reykhólahrepp á
þriðjudaginn. Agnes M. Sigurðardóttir biskup var í heimsókn
á sama stað á sunnudaginn en bæði forsetinn og biskupinn
eiga ættir að rekja í Reykhólahrepp. Hið sama gildir um Sig-
mund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem hér sést
með forseta og biskupi við þingsetningu. Jón Gnarr borgar-
stjóri á einnig ættir að rekja í Reykhólahrepp. Ljósmynd/Hari
uðum Reykhólahreppi. Amma
og afi borgarstjóra, hjónin
Guðrún Guðmundsdóttir og
Óskar Arinbjörnsson bjuggu
á Eyri.
Þess verður væntanlega
ekki langt að bíða að þeir Sig-
mundur Davíð og Jón Gnarr
bregði undir sig betri fætinum
og skreppi á ættarslóðir, líkt
og forsetinn og biskupinn.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
www.volkswagen.is
Evrópu- og heimsmeistari
Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á
bílasýningunni í Genf og 66 bílablaðamenn hvaðanæva að
útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York.
Velkomin í reynsluakstur í HEKLU og hjá umboðsmönnum um land allt
Nýr Golf kostar frá
3.540.000 kr.
Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl.
Volkswagen Golf eyðir aðeins frá 3,8 l/100 km HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
10 fréttir Helgin 13.-15. september 2013