Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 10
Ó lafur Ragnar Gríms-son, forseti Íslands, heimsækir Reykhóla- hrepp næstkomandi þriðjudag, 17. september. Dagskráin hefst með móttöku og hádegisverði í Bjarkalundi en síðan verður haldið að Reykhólum þar sem forsetinn heimsækir Reykhóla- skóla og Hjúkrunar- og dvalar- heimilið Barmahlíð og skoðar Báta- og hlunnindasýninguna. Loks verður hann viðstaddur opnunarhóf eða risgjöld salt- verksmiðjunnar nýju við Reyk- hólahöfn, að því er fram kemur á Reykhólavefnum. Forsetinn fer því á slóðir forfeðra sinna en eins og fram kom í Fréttatímanum í maí síðastliðnum rekja helstu valdamenn landsins ættir sínar þangað. Afi Ólafs Ragnars, sem forsetinn heitir eftir, Ólaf- ur Ragnar Hjartarson, sem tók upp ættarnafnið Hjartar, fædd- ist á Kambi í Reykhólasveit þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma áður en þau fluttust til Þingeyrar. Faðir Ólafs Ragnars Hjartar og langafi forsetans, Hjörtur Bjarnason, var frá Hamralandi í Reykhólasveit. Agnes M. Sigurðardóttir biskup var sömuleiðis á slóðum feðra sinna síðastliðinn sunnudag, 8. september, þegar hún predikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt séra Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknarpresti, við hátíðarguðsþjónustu á Reykhólum þegar minnst var hálfrar aldar vígsluafmælis Reykhólakirkju. Faðir Agnesar var Sigurður Kristjánsson frá Skerðings- stöðum í Reykhólasveit, sem lengi var prestur og prófastur á Ísafirði. Bræður hans tveir bjuggu á Skerðingsstöðum alla sína búskapartíð, þeir Halldór, sem lést 2004 og Finnur sem lést á síðasta ári. Amma og afi Agnesar biskups í föðurætt voru hjónin Agnes Jónsdóttir og Kristján Jónsson, ábúendur á Skerðingsstöðum. Fleiri ráðamenn eru ætt- aðir úr Reykhólahreppi, eins og sagði í fyrrgreindri frétt Fréttatímans. Sigmundur Jónsson, afi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra, fæddist og ólst upp á sama bæ og afi Ólafs Ragnars, Kambi. Langafi og langamma forsætisráðherra, hjónin Jón Hjaltalín Brandsson og Sess- elja Stefánsdóttir, bjuggu þar í fjóra áratugi, frá 1906 til 1946. Kristinn Óskarsson, faðir Jóns Gnarr borgarstjóra, er frá Eyri í Kollafirði í Gufudals- sveit, sem nú tilheyrir samein-  ForsetaheimsÓkn ÓlaFur ragnar sækir reykhÓlahrepp heim á þriðjudaginn Forseti og biskup á slóðir forfeðranna Biskup Íslands predikaði í Reykhólakirkju á sunnudaginn. Biskup og forseti rekja bæði ættir sínar í Reykhólahrepp. Það gera forsætisráðherra og borgarstjóri einnig. Ólafur Ragnar Grímsson forseti heimsækir Reykhólahrepp á þriðjudaginn. Agnes M. Sigurðardóttir biskup var í heimsókn á sama stað á sunnudaginn en bæði forsetinn og biskupinn eiga ættir að rekja í Reykhólahrepp. Hið sama gildir um Sig- mund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem hér sést með forseta og biskupi við þingsetningu. Jón Gnarr borgar- stjóri á einnig ættir að rekja í Reykhólahrepp. Ljósmynd/Hari uðum Reykhólahreppi. Amma og afi borgarstjóra, hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Óskar Arinbjörnsson bjuggu á Eyri. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða að þeir Sig- mundur Davíð og Jón Gnarr bregði undir sig betri fætinum og skreppi á ættarslóðir, líkt og forsetinn og biskupinn. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is www.volkswagen.is Evrópu- og heimsmeistari Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York. Velkomin í reynsluakstur í HEKLU og hjá umboðsmönnum um land allt Nýr Golf kostar frá 3.540.000 kr. Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl. Volkswagen Golf eyðir aðeins frá 3,8 l/100 km HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði 10 fréttir Helgin 13.-15. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.