Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 2
 Heilbrigðismál á allra vörum-átakið miðar að því að safna 40 milljónum Safna fyrir geðgjörgæslu Söfnunarátakið „Á allra vörum“ er hafið og í ár er kastljósinu beint að málefnum geð- heilbrigðis á Íslandi. Forsvarsmenn átaksins heimsóttu geðdeildir Landspítalans og fundu strax að þar þurfti að leggja hönd á plóg. Til stendur að opna sérstaka bráðageðdeild, eða geðgjörgæsludeild, en einungis brot af kostnaðinum við deildina kemur frá ríkinu. Markmiðið er að safna 40 milljónum nú í september. Sem fyrr verða varagloss frá Dior seld til styrktar „Á allra vörum“ og stendur átakið til 20. september. „Allir geta þurft að glíma við geðveiki einhvern tímann á ævinni. Það vilja sennilega allir búa í samfélagi þar sem hugsað er vel um veikt fólk – óháð því hvaða nafni sjúkdómurinn kann að nefnast,“ segir á vef átaksins. Geðgjörgæslan opnar á geðsviði Landspít- alans við Hringbraut og í sumar hefur deild 32C verið endurinnréttuð sem geðgjörgæsla. Þar verða karla- og kvennasvefnálmur en það hefur ekki verið áður á geðdeildunum. Á deildinni munu dvelja alveikustu og óróleg- ustu sjúklingarnir en mikil þörf hefur verið fyrir aðskilnað á geðdeildum spítalans. Með þessum aðskilnaði eykst öryggi og þjónusta við sjúklinga. Geðgjörgæslan verður á geðsviði Land- spítalans við Hringbraut. Ljósmynd/Hari Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn. is Ómar frumsýnir þrjár kvikmyndir Á Degi íslenskrar náttúru, næstkomandi mánudag 16. september, mun Ómar Ragnarsson frumsýna klukkan 18 þrjár kvikmyndir í Bíó Paradís. Heimilda- og fræðslumyndin „Akstur í óbyggðum“ fjallar um það hvernig best sé hægt að njóta íslenskrar náttúru í akstri um óbyggðir landsins án þess að lenda í vandræðum og skemma viðkvæmt land. Tónlistarmyndbandið „Íslandsljóð“ við samnefnt lag eftir Ómar Ragnarsson er um Ísland, land og þjóð, sungið af Ara Jóns- syni og Helgu Möller við undirleik Péturs Hjaltested. Tónlistarmyndbandið „Reykjavíkurljóð“ við samnefnt lag eftir Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson er um Reykjavík, mannlíf hennar, sögu og umhverfi, flutt af Ómari Ragnarssyni, Ragnari Bjarnasyni, Borgarbörnum, Guðrúnu Gunnarsdóttur og stórsveit Gunnars Þórðarsonar. Listamenn fá þriggja ára samninga Lista- og menningarráð Kópavogs hefur gert þriggja ára samninga við listamennina Björn Thoroddsen gítarleikara og Pamelu De Sensi flautuleikara. Lista- og menn- ingarsjóður styrkir þar með menningarvið- burði í Kópavogi sem þau hafa haft frum- kvæði að, um samtals 3 milljónir króna á ári. Björn fær styrk til að halda jazz- og blúshátíð í Salnum í Kópavogi og Pamela til að halda Ormadaga, menningarhátíð barna, í samstarfi við menningar- og safna- hús á Borgarholtinu. -jh Spila örfótbolta í bikini Lið verkfræðikvenna hjá Marel hyggst leika í bikini í örfótboltamóti, takist þeim að safna 100 þúsund krónum á Alþjóðlega fjáröflunardeginum Tour de Marel sem haldinn verður í annað sinn í Kaplakrika í dag, föstudag. Markaðsdeildin lætur sitt ekki eftir liggja því hún keppir vafin í sellófan, nái hún 25 þúsund krónum. Þriðja liðið mun spila í pappakössum, safni það 25 þúsund krónum. Í þetta sinn safna starfsmenn Marel víðs vegar um heiminn áheitum til styrktar SOS barnaþorpum á Fílabeinsströndinni. Í fyrra söfnuðu starfsmenn félagsins um heim allan samtals um átta milljónum króna til styrktar ýmsum góðgerðarsamtökum. Hér á landi söfnuðust um tvær milljónir króna sem runnu til Krabbameinsfélags Íslands. Nú þegar er búið að safna rúmlega nær tveimur milljónum króna. Tekið verður á móti áheitum á síðunni tourdemarel.com til 30. september en þá lýkur átakinu. -jh Arnaldur verðlaunaður á Spáni Arnaldur Indriðason hlaut í gær spænsku RBA Novela Negra-verð- launin. Um er að ræða alþjóðleg glæpasagnaverðlaun sem veitt eru fyrir óútgefna bók. Arnaldur hlýtur verðlaunin fyrir bókina Skuggasund sem kemur út samtímis á spænsku og íslensku síðar árinu. Margir kunnir rithöfundar hafa áður fengið verðlaunin, til að mynda Michael Connelly, Patricia Cornwell og Philip Kerr. Skuggasund verður sautjánda bók Arnaldar en hann hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og víða um heim. Bækur hans hafa selst í yfir tíu milljónum eintaka og verið þýddar á tugi tungumála. a lls hafa 20.623 manns borgað sig inn á nýjar íslenskar myndir í kvikmyndahúsum í ár. Þetta eru umtalsvert færri gestir en undanfarin ár sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir íslenska kvik- myndagerðarmenn. Fimm íslenskar kvikmyndir hafa verið frumsýndar á þessu ári ef undan er skilin Latabæjar- myndin sem fjögur þúsund manns hafa séð. Fjórar þeirra eru hættar í sýningum. Alls komu 2.800 manns að sjá XL eftir Martein Þórsson með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki. Aðsókn- in hefur vafalaust valdið aðstand- endum myndarinnar vonbrigðum því dómarnir voru góðir og Ólafur Darri var valinn besti leikari í aðalhlutverki á Karlovy Vary- kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Mikið var látið með kvikmyndina Falskan fugl í fjölmiðlum en það skilaði sér ekki í góðri aðsókn. Myndina, sem gerð var eftir sögu Mikaels Torfasonar, sáu aðeins tæplega 2.500 manns. Þetta reddast! eftir Börk Gunnarsson sáu tæplega 1.800 manns. Þó að yfir tíu þúsund manns hafi séð Ófeigur gengur aftur eftir Ágúst Guðmundsson hafa margir eflaust búist við fleirum, enda hefur það verið lenska að Ladda-myndir skili 30 þúsund áhorfendum. Fimmta íslenska myndin í ár, Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson, er nýkomin í bíó og því er ekki tímabært að segja til um hver aðsóknin á hana verður. Hún hefur farið ágætlega af stað og í byrjun vikunnar höfðu ríflega þrjú þúsund manns séð hana í bíó. Þá á enn eftir að frumsýna Málmhaus eftir Ragnar Bragason sem hefur alla burði til að lyfta aðsókninni til muna. Síðustu þrjú ár hafa yfir hundr- að þúsund manns séð íslenskar myndir í bíó, ár hvert. Í fyrra sáu yfir 60 þúsund manns Svartur á leik og tæp 50 þúsund sáu Djúpið. Árið 2011 var Algjör Sveppi og töfraskápurinn vinsælasta myndin með ríflega 30 þúsund áhorfendur. Þá flykktust áhorf- endur líka á Okkar eigin Osló, Þór, Borgríki og Rokland. Árið 2010 sáu 40 þúsund manns Bjarn- freðarson og 37 þúsund manns sáu Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Mamma Gógó, Órói og Brim nutu líka hylli. Hilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmynda- framleiðenda, segir að aðsókn- artölurnar í ár séu áhyggjuefni en kveðst ekki hafa skýringar á þeim. „Það eru örugglega margar og flóknar skýringar á þessu. Þessar myndir sem eru að koma út núna eru frá kreppuár- unum okkar, 2010 og 2011. Svo hefur einhver samdráttur verið á kvikmyndahúsaaðsókn almennt,“ segir hann. „Annars er nú árið ekki úti og ég hvet fólk til að fara að sjá þessar ágætu myndir sem í boði eru.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  bíó aðeins Hafa 20.000 manns séð íslenskar myndir í bíó í ár Hrun í aðsókn á íslenskar kvikmyndir Tuttugu þúsund manns hafa borgað sig inn á íslenskar kvikmyndir í ár. Síðustu þrjú ár hafa öll skilað yfir hundrað þúsund áhorfendum á íslenskar myndir. Hross í oss og Málm- haus gætu enn lagað stöðuna. Aðsókn á íslenskar myndir í ár Ófeigur gengur aftur 10.523 Hross í oss 3.117* XL 2.800 Falskur fugl 2.427 Þetta reddast! 1.756 *Aðsókn til og með sunnudagsins 8. september. Aðeins sáu tæplega 2.500 manns kvik- myndina Falskan fugl í kvikmyndahúsum. YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI � Stærð: 149 x 110 x 60 cmGrillbúðin Er frá Þýskalandi Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið laugardag 11-16 Sunnudag 13-16 Gasgrill Kolagrill Garðhúsgögn Aukahlutir ÚTSÖ LULO K um h elgin a 2 fréttir Helgin 13.-15. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.