Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 31
Við erum svona tíu mínútur að koma okkur í
gallann. Andlitsmálningin tekur mestan tíma
en við erum í góðri æfingu. Við höfum líka gert
þetta á ótrúlegustu stöðum, á baðhergi í flugvél
og á vatnslausu Afríkuklósetti.
skemmtilegur, jólin eru eitthvað
svo kósí,“ segir Linda.
Kollegunum finnst
við klikkaðar
Hrefna og Linda hafa unnið
nokkuð frumkvöðlastarf í íslensku
leikhúsi. Þær settu upp fyrstu
ungbarnasýninguna og kynntu
sýningartíma sem ekki þekktist í
leikhúsi. „Við byrjuðum klukkan
ellefu. Kollegar okkar halda að við
séum klikkaðar að vera mættar í
leikhúsið klukkan níu en okkur
finnst það frábært. Við erum alla
vega búnar snemma,“ segja þær
og kíma.
Auk þess að ná vel til ungra
barna hafa Skoppa og Skrítla notið
mikilla vinsælda hjá fötluðum
börnum og þroskaheftum. Og þær
hafa reynst ágætis íslenskukenn-
arar fyrir innflytjendur. „Það hafa
mikið af Tælendingum og Pól-
verjum til að mynda sagt við okkur
að við höfum hjálpað þeim að læra
íslensku. Við sáum mikla breyt-
ingu á þessu þegar við byrjuðum
að sýna fyrsta leikritið okkar
aftur eftir langt hlé. Þá kom hópur
fólks í leikhúsið sem annars hefði
kannski aldrei látið sjá sig þar.“
Koko og Kiki herja á Ameríku
Hvað verðið þið lengi í þessum hlut-
verkum?
„Úff, það er góð spurning. Við
sögðum í gríni þegar við vorum að
byrja að við yrðum að leika þetta
þegar við værum orðnar fertugar.
Nú er það komið...“
Engan bilbug virðist á þeim að
finna. Linda flytur með fjölskyldu
sína til Kaliforníu um áramótin
en maðurinn hennar er kominn
með vinnu þar. Flutningarnir
breyta ekki miklu fyrir Skoppu og
Skrítlu; þær munu eftir sem áður
koma fram hér á landi og áform
eru uppi um að kynna þær betur
fyrir yngstu kynslóðinni vestan-
hafs. Hugmyndir um „útrás“ eru
síður en svo nýjar af nálinni. Til að
mynda var bíómyndin um Skoppu
og Skrítlu bæði tekin upp á ensku
og íslensku. „Við erum búnar að
vera að vinna að þessu frá 2009,
það kom bara eitt barn þarna á
milli,“ segir Linda.
Skoppa og Skrítla kallast Koko
and Kiki upp á ensku. Hrefna
segir að þær séu búnar að prófa
efnið sitt í Bandaríkjunum og þær
séu vissar um að það myndi ná í
gegn. Hins vegar hefur leit þeirra
að samstarfsaðilum ekki borið til-
ætlaðan árangur. „Það þarf alltaf
að setja allt í svo mikinn klór. Við
viljum bara að þetta sé gert eins
og við viljum. Þegar það er farið
að eiga of mikið við efnið þá er
það bara orðið eitthvað annað. Við
viljum fara okkar eigin leið.“
Börnin eins og systkini
og karlarnir vinir
Hrefna á þrjú börn og Linda
tvö börn og einn stjúpson. Þrjú
barnanna taka þátt í jólasýningu
Skoppu og Skrítlu.
„Börnin okkar eru öllu vön.
Við erum búin að drösla þeim um
allan heim og þeim finnst allt sem
mamma gerir vera ævintýri. Þeim
finnst töff að Skoppa og Skrítla séu
mömmur þeirra,“ segir Hrefna.
„Pétur minn sem er að verða
þriggja ára spyr hvort fólk eigi
Skoppu og Skrítlu þegar hann
kemur eitthvert í heimsókn. Hann
vill helst ekki horfa á neitt annað,“
segir Linda og hlær.
Hrefna segir að eitt fari þó
stundum í taugarnar á ungviðinu.
„Þeim finnst pirrandi að við þurf-
um að tala við alla. Fólk gefur sig
nefnilega mjög oft á tal við okkur.
Og þá er mamma spurð við hvern
hún hafi eiginlega verið að tala.“
Hvernig gengur samstarfið?
„Þú meinar hjónabandið?“ segir
Hrefna og þær hlæja. „Það gengur
vel. Þetta snýst um virðingu og
verkaskiptingu, að taka tillit til
hvorrar annarrar – rétt eins og í
hjónabandi,“ bætir Linda við.
Þær segja að auðvitað geti vinn-
an reynt á enda sé hún í törnum.
Á móti komi meiri tími með fjöl-
skyldunni inni á milli. Lykilatriðið
sé þó ánægjan af starfinu sem þær
deili. „Það hjálpar líka að fjölskyld-
ur okkar eru samrýmdar. Börnin
okkar eru eins og systkini og karl-
arnir vinir.“
Tíu mínútur að koma
sér í gallann
Eftir öll þessi ár hljótið þið að vera
orðnar nokkuð seigar við að gera
ykkur klárar fyrir sýningar.
„Já. Við erum svona tíu mínútur
að koma okkur í gallann. Andlits-
málningin tekur mestan tíma en
við erum í góðri æfingu. Við höf-
um líka gert þetta á ótrúlegustu
stöðum, á baðhergi í flugvél og á
vatnslausu Afríkuklósetti.“
Hrefna segir að þær geri allt
sjálfar sem þær mögulega geti.
„Þess vegna hefur þetta gengið.
Ef við værum alltaf að bíða eftir
að fjármagna allt í botn þá gerðist
varla mikið. Við fáum ekki alltaf
greitt en oft kemur eitthvað í kjöl-
farið á því sem við gerum. Við
eigum góðar og skilningsríkar
fjölskyldur sem styðja við bakið á
okkur í einu og öllu. Stundum ber
þetta sig en stundum alls ekki.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Þau fyrirtæki sem þegar hafa öðlast jafn-
launavottun eru: Íslenska gámafélagið,
IKEA, ISS, Parlogis, Johan Rönning, Land-
mælingar Íslands, Deloitte, KPMG, Logos
og Ölgerðin.
Óútskýrður launamunur kynjanna innan
VR er nú 9,4%. Með Jafnlaunavottun VR
geta framsækin fyrirtæki látið gera faglega
úttekt á því hvort innan veggja þeirra séu
greidd mishá laun fyrir jafnverðmæt störf.
jafnlaunavottun.vr.is
Leiðréttum
launamun kynjanna
Jafnlaunavottun VR er fyrir öll fyrirtæki og opinberar
stofnanir. Hún staðfestir að konur og karlar fái sömu
laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
viðtal 31 Helgin 13.-15. september 2013