Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 48
48 fjölskyldan Helgin 13.-15. september 2013
Möguleiki að fá aðstoð ef um er beðið
G etur pabbi þinni ekki borgað?“ svarði mamma Hjalta, þegar hann bað um pen-inga fyrir æfingagjöldunum í handboltanum. Hjalti þoldi ekki þegar mamma hans lét svona og fann til vanmáttar. Hann vissi að pabbi hans myndi borga
æfingagjöldin bæði hann um það, en honum fannst erfitt að biðja hann. Samband
þeirra feðga hafði, einhverra hluta vegna, bæði breyst og minnkað smám saman eftir
skilnaðinn. Af hverju bað hún hann ekki bara sjálf?
Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að foreldri velti fyrir sér hvor barnsfaðir eða -móðir
geti hjálpað til fjárhagslega eða með eitthvað annað er varðar barn þeirra, þegar þannig
stendur á. Margir reyna að verða við slíkri beiðni ef þeir geta. Það fer hinsvegar illa í
flesta þegar foreldri tekur ákvarðanir um að ráðstafa tíma og peningum barnsföður eða
-móður án nokkurs samráðs við viðkomandi. Það er líka óásættanlegt fyrir börn að
vera sett í þá stöðu að bera skilaboð á milli foreldra, hvort sem það varðar fjármál
eða eitthvað annað.
Það er hinsvegar umhugsunarefni hvernig bakland virðist gisna og ýmiskonar
stuðningur minnka hjá sumum við skilnað. Í íslenskri rannsókn kom fram að ung-
menni sem áttu fráskilda foreldra virtust þurfa í meira mæli að greiða fyrir uppihald
sitt en þau sem áttu foreldra í sambúð. Kannski er það ekkert óeðlilegt í sjálfu sér
þar sem það er kostnaðarsamara að reka heimili einn en með öðrum og ungmennin
bera því meiri kostnað sjálf.
En það má skoða fleiri skýringar. Í fyrrgreindri rannsókn kom fram að tengsl
barna við feður veiktust við skilnað í mörgum tilvikum. Börnin áttu erfiðara með
að leita til föður og föðurfjölskyldu eftir stuðningi. Það segir hinsvegar ekkert um
hvort hægt væri að fá stuðning væri eftir honum leitað.
Sumir foreldrar virðast líka eiga erfitt með að leita eftir stuðning hvors annars
með börnin eftir skilnað eða sambandsslit. Í könnun Félags stjúpfjölskyldna sem
verið er að vinna úr þessa dagana kemur í ljós að 48% kynforeldra í stjúpfjölskyldum
töldu auðvelt að biðja fyrrverandi maka um aðstoð með börnin. Þegar þeir voru
spurðir um fyrrverandi tengdaforeldra, fannst aðeins 38,5% foreldra auðvelt að biðja
þá um aðstoð. Foreldrum fannst auðveldast að biðja sína eigin foreldra um hjálp
með þeirra eigin börnin eða 83%, en aðeins 37,5% töldu auðvelt að biðja þá um aðstoð
með stjúpbörnin. Hætta er á að þegar fólk upplifir veik tengsl eða er óöruggt með sína
„nánustu“ – að það leiti ekki eftir þeirri aðstoð sem mögulega væri hægt að fá. Jafn-
framt að hún sé ekki boðin fram þar sem fólk veit ekki hvað vantar eða hvaða hlutverki
það á að gegna.
Að segja við börn „komdu þegar þú vilt“ eða „láttu mig bara vita ef þig vantar eitt-
hvað“ virkar ekki alltaf eins og það er kannski meint. Þau þurfa að finna áhuga og ást
foreldra sinna. Börn og ungmenni tékka á slíkum áhuga, t.d. með því að athuga hvort
foreldri hringi í þau ef þau hringja ekki sjálf. Það er á ábyrgð fullorðinna að rækta
tengsl við börn sín og bæta samskipti ef þau eru ekki góð, það sama á við um foreldr-
ana. Finni þeir ekki út úr hlutunum má leita aðstoðar fagfólks.
Gisið stuðningsnet flyst á milli kynslóða ef ekkert er gert í að þétta það, t.d. með
reglulegri samveru, símhringingum, heimsóknum eða með afmælis– og jólaboðum.
Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það er möguleiki að fá aðstoð sé beðið um hana
og ef við erum í meiri tengslum hvort við annað áttum við okkur betur á hvar þörfin
er. Það verða líka fleiri ánægjulegar samverustundir sem skapa góðar minningar og
sterkari sjálfsmynd.
Í ljósi þess að fólk er almennt tilbúnara til að biðja og styðja þá sem það er tilfinn-
ingalega tengt er þá ekki kominn tími til að við sameinumst í að skoða hvernig eigi að
styrkja tengslanet fráskilinna foreldra og barna – rétt eins og karla og kvenna!
Það er á ábyrgð fullorðinna að rækta tengsl við börn
sín og bæta samskipti ef þau eru ekki góð.
Gisið stuðningsnet
Valgerður
Halldórs-
dóttir
félagsráðgjafi
og kennari
heimur barna
börn Útivistartími
Útivistartími barna styttist um síðustu mánaðamót
Nú þegar haustið er gengið í
garð og skólar byrjaðir á ný
hefur útivistartími barna og
unglinga verið styttur. Í barna-
verndarlögum kemur fram að
börn tólf ára og yngri megi
ekki vera á almannafæri eftir
klukkan átta á kvöldin nema í
fylgd með fullorðnum. Börn á
aldrinum þrettán til sextán ára
skulu ekki vera á almannafæri
eftir klukkan tíu á kvöldin,
nema þau séu á heimferð frá
viðurkenndri skóla-, íþrótta-
eða æskulýðssamkomu. Þessi
aldursmörk miðast við fæðing-
arár en ekki fæðingardag.
Á vef lögreglunnar kemur
fram að ekki þurfi annað en
að skoða á hvaða tímum sólar-
hrings börn byrji að fikta með
áfengi og aðra vímugjafa og
hvenær alvarlegar líkamsárásir
og óæskileg kynlífsreynsla eigi
sér stað til að skilja að útivistar-
reglurnar séu ekki settar fram
af neinni tilviljun. Þess utan sé
nægur svefn mikilvæg forsenda
vellíðunar og árangurs í skóla.
Um árabil hefur SAMAN-
hópurinn hvatt foreldra til að
kynna sér reglur um útivistar-
tíma barna og unglinga og
virða hann og leggur hópurinn
áherslu á að útvistartíminn taki
samt sem áður mið af skóla-
tíma að hausti því ein lykil-
forsenda þess að börnum og
unglingum farnist vel sé nægur
svefn. Á vef hópsins segir að
foreldrum sé að sjálfsögðu
heimilt að stytta útivistar-
tíma barna sinna enda séu þeir
forráðamenn barna sinna og
unglinga. -dhe
Börn þrettán til sextán ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan tíu á kvöldin nema
vera á heimferð frá skóla- eða íþróttasamkomu. Ljósmynd/GettyImages/GettyPhotos
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Tel: +354 517 4300 | www.geysirbistro.is
Bröns.
Í hádeginu
alla laugardaga
og sunnudaga
Diskur með beikoni, hrærðum eggjum, pylsum,
pönnuköku, djúpsteiktum camembert, ristuðu brauði,
skinku, osti, ávöxtum og heimalöguðum skyrdrykk.
Kaffi eða te fylgir með.
2.295,-
Bröns_2dx30.indd 2 28.5.2013 13:51