Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 51

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 51
heilsa 51Helgin 13.-15. september 2013 Ég æfi þríþraut með áherslu á hjólreiðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar að lengd og gæðum en lengstu æfingarnar eru 6 tímar. Ég prófaði Nutrilenk Gold fyrir rúmlega ári og fannst það hjálpa mér mikið. Ýmsar rannsóknir í ritrýndum alþjóðlegum timaritum hafa sýnt fram á jákvæða virkni innihalds- efna sem eru í Nutrilenk án þess að þau séu skráð sem lyf. Ég prófaði að hætta að taka inn Nutrilenk nokkrum mánuðum síðar en byrjaði aftur og hef tekið Nutrilenk núna í rúmlega hálft ár og ætla að halda því áfram enda hafa æfingar og keppnir gengið mjög vel. Nutrilenk er fáanlegt í estum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is P R E N T U N .IS NUTRILENK - hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina Nutrilenk Gold gerir gæfumuninn Hákon Hrafn Sigurðsson Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Heilbrigður liður Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó- tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin Nutrilenk Gold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og getur minnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Hákon Hrafn er 39 ára fjölskyldumaður, Íslandsmeistari í þríþraut síðustu þrjú ár, þríþrautarmaður ársins og Íslandsmeistari í tímakeppnihjólreiðum. Hressandi humarsúpa Innihald • 500 gr. humar í skel (má vera lítill og brotinn) • Hálfur laukur • 1 meðalstór gulrót • 2 hvítlauksrif • 1 msk. og 1 tsk. kókosolía • 1 lítri vatn • 2 1/2 gerlausir grænmetisteningar • 2 msk. fiskiolía (Nam Plah) • 100 ml. léttmjólk (fyrir þykkari súpu má nota hafrarjóma eða matreiðslurjóma) • 2 msk. maísmjöl (eða arrow root) • 1 msk. tómatmauk • Hálf tsk. karrí • Smá salt Aðferð Þíðið humarinn hann ef frosinn. Klippið í bakið á skelinni með skærum. Takið humarinn úr skelinni, skolið og sigtið. Hreinsið görnina úr humrinum. Setjið humarinn á disk og geymið í ísskápnum. Ef humarinn er mjög stór er gott að skera hann í minni bita (miða við munnbita). Skolið skeljarnar, sigtið og setjið í skál. Afhýðið hvítlaukinn, laukinn og gulrótina og saxið gróft. Setjið 1 tsk. kókosolíu og svolítið vatn í stóran súpupott. Setjið skeljarnar út í og hitið í 10 mínútur. Bætið saxaða hvítlauknum, lauknum og gulrótinni út í og hitið í 2-3 mínútur. Bætið 1 lítra af vatni út í ásamt grænmetisteningunum, tómat- maukinu, karríinu og fiskisósunni. Setjið lokið yfir pottinn og látið malla við vægan hita í klukkutíma (en gjarnan lengur). Hrærið vel saman í skál, 1 msk. af kókosolíu og maísmjölinu. Bætið mjólkinni smám saman út í. Þegar soðið hefur mallað í að minnsta kosti klukkutíma skal sigta það í stóra skál. Fleygja má grænmetinu og skeljunum. Setjið soðið aftur í pottinn og látið suðuna koma upp. Lækkið undir súpunni og hellið mjólkurblöndunni út í. Sumum finnst gott að setja svolitla slettu af hafrarjóma (eða mat- reiðslurjóma) út í súpuna og skal það þá gert hér. Saltið súpuna eftir smekk. 10-15 mínútum áður súpan er borin fram skal bæta humrinum út í. Hann ætti ekki að sjóða heldur aðeins hitna í gegn. Hann stífnar og verður hvítur þegar hann er tilbúinn. Berið fram strax. Uppskrift af vefnum Café Sigrún Innihald • 1 vel þroskað, frekar stórt mangó, afhýtt og skorið í bita • 2 vel þroskaðir bananar, skornir í grófa bita • 300-400 ml sojamjólk (eða önnur mjólk) • 2 msk hnetusmjör (heima- tilbúið eða úr heilsubúð) • Nokkrir ísmolar Mangó- og hnetusmjörsdrykkur Aðferð Afhýðið mangóið, fjarlægið steininn og skerið mangókjötið í stóra bita. Skrælið banana og skerið í grófa bita. Setjið ísmola í blandarann ásamt 50 ml af sojamjólkinni. Blandið í nokkrar sekúndur. Setjið mangó, banana, hnetusmjör og 250 ml af sojamjólkinni í blandarann og blandið áfram (í um 30-60 sekúndur á fullum krafti). Drykkurinn ætti að verða silkimjúkur en ef hann er of þykkur bætið þá meiri sojamjólk út í. Hellið í glös og berið fram strax. Uppskrift af vefnum Café Sigrún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.