Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 24
S ilja Ívarsdóttir situr einbeitt við náms- bækurnar þegar starfsmaður iðjuþjálf- unar geðdeilda Landspítalans vísar mér til hennar. „Ég hef enga einbeit- ingu til að læra heima hjá mér. Ég er eins og ungbarn, þarf að hafa fasta rútínu og mæti alltaf hingað á morgnana til að læra,“ segir hún. Ellefu ár eru síðan Silja var fyrst lögð inn á geðdeild vegna átröskunar og um tíma var hún inniliggjandi meirihluta ársins. Þegar hún var sem veikust neytti hún aðeins örfárra hitaein- inga, hreyfði sig jafnvel klukkutímum saman daglega og var ítrekað svipt sjálfræði þar sem hún var í lífshættu. Silja náði miklum árangri þegar hún dvaldi í tvö ár á meðferðarstöð fyrir átröskunarsjúk- linga í Bretlandi og síðasta haust hóf hún nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur lítið á milli handanna og gæti ekki stundað námið nema vegna þess að hún hefur fengið styrk frá forvarna- og fræðslusjóðnum „Þú getur“, en markmið sjóðsins er að styrka til náms þá sem hafa orðið fyrir áföllum eða eiga við geðræn veikindi að stríða. Myndavélar um allt Ég hef aldrei hitti Silju áður en hef í gegnum árin séð myndir af henni í fjölmiðlum. Hún tók þátt í hinum íslensku Bachelor-þáttum á sínum tíma og var þá þegar mjög veik. Hún segist hreinlega ekki vita hvað hún var að hugsa að taka þátt í þessum þáttum, auk þess sem það varð henni erfitt að fela átröskunina þar sem myndavélar voru um allt. Í framhaldinu birtust endurtekið myndir af henni í slúðurdálkunum þar sem hún var úti á lífinu, í eitt skiptið eftir að hún tók þátt Silja Ívarsdóttir fær ekki hungurtilfinn- ingu og borðar eftir klukku. Þrjú ár eru síðan hún útskrifaðist af átröskunarheimili í Bretlandi en áður hafði hún ítrekað verið svipt sjálfræði þar sem hún var við dauðans dyr vegna anorexíu. Silja stundar nú nám í félagsráðgjöf og segir gott að finna að fólk hefur trú á henni. Silja Ívarsdóttir gleymir að borða þegar hún lærir á Þjóðarbókhlöðunni og þess vegna mætir hún að eigin ósk á geðdeildina til að sinna heimavinn- unni. Ljósmynd/Hari í keppni þar sem stúlkur voru hvattar að fækka fötum til að vinna utanlandsferð. Hún grípur um höfuð sér þegar hún rifjar þetta upp. „Ég bara veit ekki hvað ég var að spá.“ Á þessum sama tíma var hún inn og út af geðdeildum vegna anorexíu. „Þetta var erfitt tímabil og ég kunni ekki að takast á við áreitið. Allt í einu voru farnar að birtast myndir af mér í blöðum og þar sem ég var með útlitið á heil- anum hugsaði ég ekki um neitt annað en að grenna mig enn meira. Átröskun er auðvitað geðsjúkdóm- ur. Þetta er allt í höfðinu á manni. Ég er í mjög góðu standi núna en í hvert skipti sem ég borða eitthvað óhollt byrja ég að fá sektarkennd en ég reyni að láta það ekki stjórna mér. Ég ætla ekki aftur á þann stað sem ég var.“ Pabbi Silju lést í vélsleðaslysi þegar hún var 12 ára og hún varð flogaveik í framhaldinu. „Mín fyrstu viðbrögð voru flogakast. Síðan fór ég að verða meira flogaveik og um 16 ára aldur þurfti ég mjög sterk lyf því ekkert annað virkaði. Ég byrjaði að fitna mik- ið af lyfjunum og á stuttum tíma var ég orðin tæp 100 kíló. Sumarið eftir annan bekk í menntaskóla fór ég á útihátíðina Eldborg þar sem mér var nauðgað. Ég sagði engum frá þessu en einhvern veginn fyllti þetta mælinn, ég ákvað að ég vildi breyta mér og fór að grenna mig.“ 20 kílóum undir kjörþyngd Á menntaskóla- árunum vann Silja með skóla sem sundlaug- arvörður, hafði þannig aðgang að sundlaug utan opnunartíma og fór að fara í sund með vinkonu sinni áður en þær mættu í skólann. „Ég var mjög ýkt í þessu og vinkona mín gafst fljótt upp. En ég hélt áfram og var fljótt farin að æfa þrisvar á dag. Ég var enn í djassballet frá því ég var sjö ára, byrjaði í kickbox, bad- minton og bootcamp, auk þess sem ég var með kort í ræktinni. Ég léttist um 40 kíló á um fjórum mánuðum. Vegna þess hversu þung ég var í upphafi fór fólk ekki að hafa áhyggjur strax. Á end- anum var ég orðin svo horuð að mér var vísað frá þegar ég ætlaði að mæta á æfingar.“ Léttust var Silja um 45 kíló sem er um 20 kílóum undir hennar kjörþyngd. „Ég man að ég bjó um tíma Þessi mynd af Silju er tekin þegar hún er nýbúin að ljúka með- ferð á átröskunar- heimili í Bretlandi. Ljósmynd/Úr einkasafni Framhald á næstu opnu. Lærði að lifa með átröskun Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 24 viðtal Helgin 13.-15. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.