Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 26
Ég var meira að segja hrædd við matarlykt og var búin að telja mér trú um að matar- lykt fitaði mig. með mömmu í tíu hæða blokk. Þá vakn- aði ég á nóttunni, athugaði hvort hún væri ekki örugglega sofandi og svo hljóp ég upp og niður tröppurnar í húsinu. Ég var alltaf að reyna að brenna sem mestu og settist þess vegna aldrei niður. Ef ég var að lesa bók þá las ég standandi. Ég var meira að segja hrædd við matar- lykt og var búin að telja mér trú um að matarlykt fitaði mig.“ Eins og að vera alkóhólisti Um árabil var það sama hringrásin hjá Silju. „Ég var vannærð í lífshættu, tekin með valdi inn í meðferð. Mér var hleypt út aftur þegar ég var búin að þyngjast. Þá grennti ég mig aftur, var aftur orðin vannærð í lífshættu og svipt sjálfræði. Þetta bara gekk svona.“ Hún segir með- ferðarúrræðin hér alls ekki hafa hentað sér og kennir fjársveltu heilbrigðiskerfi um að ekki sé hægt að gera betur. Silja var loks send í meðferð til Bret- lands þar sem hún var í tvö ár og sneri aftur heim árið 2010. Glímunni við sjúk- dóminn er hvergi nærri lokið þó hún sé á góðum stað í dag. „Þetta er svona eins og að vera alkóhólisti. Ég tek bara einn dag í einu. Þarna úti lærði ég að þekkja sjálfa mig og það er það sem hjálpar mér hvað mest. Ég veit hvenær ég get átt von á því að falla, ég veit við hvers konar að- stæður það er og ég reyni þá að forðast þær aðstæður og leita mér hjálpar þegar ég þarf á henni að halda.“ Fengi ekki námslán Álag er meðal þess sem gerir Silju veik- ari fyrir. Áður en hún byrjaði í félagsráð- gjöf hafði hún reynt fyrir sér í nokkrum fögum, alltaf tekið fullt nám og gefist upp þegar prófin byrjuðu. „Núna er ég bara hjá mömmu í kringum prófin. Ég tek enga óþarfa áhættu. Ég fæ ekki hungurtilfinningu þannig að ég þarf að borða eftir klukku. Ég hef prófað að læra á Þjóðarbókhlöðunni en þá gleymdi ég bara að borða. Það heldur mér líka við efnið að fá að læra hér í íðjuþjálfun- inni. Mér finnst það líka gott því það minnir á hvað ég er komin langt. Nú er enginn sem heldur mér hér. Ég fer bara heim þegar ég vil.“ Silja vill að fólk viti sögu sína til að gefa öðrum von. „Flestir voru vissir um að ég myndi ekki lifa til þrítugs. Nú er ég nýorðin 31 árs.“ Hún segist hafa sæst við að hún getur ekki verið í fullu námi og hugsað um batann. „Ég hef samþykkt að ég þarf hjálp. Kannski get ég seinna tekið meira nám. Ég tek fleiri einingar núna en í fyrra því mér finnst ég vera orðin sterkari.“ Þar sem Silja er aðeins í þremur fögum þessa önnina uppfyllir hún ekki skilyrði Lánasjóðs íslenskra námsmanna til að fá námslán. Hún lifir á örorkubótum og skiptir styrkurinn frá „Þú getur“-sjóðnum sköpum fyrir hana. „Ég fékk núna í annað sinn úr sjóðnum greitt bæði fyrir skóla- gjöldum og bókum. Án styrksins gæt ég ekki stundað nám. Hann hefur gefið mér mikla von. Það eru tvö ár síðan fólk hélt að það yrði aldrei neitt úr mér. Nú ætla ég ekki að gefast upp.“ Hún vonast til þess að seinna meir geti hún starfað sem félags- ráðgjafi og miðlað af reynslu sinni af veikindunum. „Námið hjálpar mér líka að halda mínu striki því ég veit að ég get ekki verið lasin að sinna skjólstæðingum. Það heldur mér gangandi. Þegar styrkurinn var afhentur tók ég á móti honum fyrir framan hóp af fólki. Þá var talað vel um mig og minn árangur, og mér fannst fólk trúa að það væri að rætast úr mér. Ég veit að það er fólk sem trúir á mig og það er mikilvægt.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hér er Silja í stórafmæli hjá systur sinni. Allir gæddu sér á kökum nema hún. Hún segist samt hafa fengið sér á disk og fiktað í kökunni með gaffli til að fólk héldi að hún væri að fara að borða. Ljósmynd/Úr einkasafni Ú r ljó ði nu F ja llg an ga e ir Tó m as G uð m un ds so n ÞARNA FÓR ÉG SJÁIÐ TINDINN! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 3 -2 2 0 6 26 viðtal Helgin 13.-15. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.