Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 14
Ísland var í fyrra það Evrópuríki sem naut hlutfallslega
mestrar fjölgunar ferðamanna og sama á væntanlega við
um yfirstandandi ár.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Þ Það er stutt í það að ferðaþjónustan skili þjóðarbúinu sem nemur einum milljarði króna í gjaldeyristekjur hvern einasta dag ársins. Það er líka stutt í það að hlutur ferðaþjónustunnar í gjaldeyrisöflun fari
fram úr sjávarútvegi. Á liðnu ári var hlutur
hennar 23,5%, í öðru sæti á eftir sjávarút-
vegi sem aflaði 26,5% gjaldeyristeknanna.
Hagvöxtur hérlendis hefði orðið lítill á
fyrri helmingi ársins ef ekki
hefði verið fyrir vöxt ferða-
þjónustunnar en Hagstofa
Íslands greindi nýverið frá
því að hann hefði numið 2,2%
að raungildi á tímabilinu.
Nýliðinn ágúst sló enn eitt
metið en aldrei áður hafa jafn
margir erlendir ferðamenn
sótt Ísland heim á einum mán-
uði. Um 132 þúsund fóru um
Keflavíkurflugvöll. Aukningin
miðað við ágúst í fyrra nemur
um 14% en hlutfallsleg aukning það sem af
er ári er enn meiri, eða um 20%. Fyrstu átta
mánuði ársins fóru nær 567 þúsund erlendir
ferðamenn héðan miðað við 472 þúsund á
sama tíma í fyrra. Erlendir ferðamenn sem
hingað hafa komið í ár eru þegar orðnir
fleiri en allt árið 2011.
Ferðaþjónustan er því lykilgrein í ís-
lenska hagkerfinu, eins og Ingólfur Bender,
forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka,
benti á í viðtali við Morgunblaðið fyrr í
vikunni, og sú grein sem leiðir hagvöxt.
Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá
Samtökum ferðaþjónustunnar, spáði því í
sama blaði að greinin muni vaxa um 15 pró-
sent að jafnaði fram til ársins 2020. Rætist
það verður ferðaþjónustan farin að skapa
um þrefalt meiri gjaldeyristekjur árið 2020
en sjávarútvegurinn gerði í fyrra. Ferða-
þjónustan aflaði 238 milljarða króna gjald-
eyristekna í fyrra. Gunnar Valur gerir ráð
fyrir að tekjurnar í ár nemi 285 milljörðum
og að óbreyttu 328 milljörðum á næsta ári.
Samkvæmt sömu áætlun næmu tekjurnar
377 milljörðum árið 2015 og væru komnar
í 759 milljarða árið 2020. Miðað við þessar
forsendur væru erlendir ferðamenn sem
hingað kæmu það ár rúmlega 2,1 milljón –
en í ár er reiknað með því að fjöldi þeirra
fari nærri 800 þúsundum.
Hægt að gefa sér ýmsar forsendur í áætl-
unum og bjartsýni er að gera ráð fyrir sömu
hlutfallslegu fjölgun ferðamanna fram
til ársins 2020 og verið hefur undanfarin
metmisseri. Óhætt ætti samt að vera að
reikna með umtalsverðri fjölgun. Ráðgjafa-
fyrirtækið Boston Consulting telur, í nýrri
skýrslu, að gera megi ráð fyrir 7 prósent
árlegum vexti í ferðaþjónustu næstu tíu
árin og að fjöldi erlendra ferðamanna verði
1,5 milljónir innan áratugar. Í skýrslunni
kemur fram að ferðaþjónustan muni á þessu
ári taka fram úr sjávarútvegi sem mikilvæg-
asta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar.
Gunnar Valur Sveinsson svarar því svo,
aðspurður um hvort áætlun hans sé raun-
hæf, að mikil tækifæri bíði Íslendinga: „Ef
ferðaþjónustan nýtur stuðnings og ráðist er
í að bæta innviði og gera þá mannsæmandi
höfum við fulla möguleika á því að viðhalda
góðum vexti, vegna þess að Evrópubúar og
íbúar annarra heimshluta vilja ferðast til Ís-
lands. Möguleikar fólks á ferðalögum eru
alltaf að aukast, þ.m.t. fólks í fjölmennum
ríkjum á vaxandi mörkuðum,“ segir hann
og tilgreinir sérstaklega hin fjölmennu
Asíulönd.
Ísland var í fyrra það Evrópuríki sem
naut hlutfallslega mestrar fjölgunar ferða-
manna og sama á væntanlega við um yfir-
standandi ár. Þessi þróun hefur mikla efna-
hagslega þýðingu og stuðlar að hagvexti
næstu árin. Það er vel, en að ýmsu er að
hyggja. Gistirými hefur aukist mjög undan-
farið en betur má ef duga skal. Nýting þess
verður að vera ásættanleg sem þýðir að
dreifa þarf álaginu yfir allt árið. Bæta þarf
samgöngur, styðja við löggæslu vegna auk-
inna verkefna og síðast en ekki síst þarf að
bregðast við hættu á náttúruspjöllum sem
steðja að fjölsóttum ferðamannastöðum.
Með uppbyggingu þar verður að tryggja
verndun náttúrunnar og um leið öryggi
ferðamannanna.
Ferðamannastaðir eru takmörkuð
auðlind. Því er mikilvægt að þeir séu ekki
ofnýttir. Taka verður tillit til þolmarka nátt-
úrunnar.
Ferðaþjónustan leiðir hagvöxtinn
Vaxtarverkir undirstöðugreinar
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Baulaðu nú Búkolla
Þannig að skera niður í Kvikmyndasjóð
er eins og að skjóta mjólkurkúna.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór
Friðriksson var í hópi þeirra sem brást
hinn versti við orðrómi um að til
stæða að skera niður framlög til
kvikmyndagerðar.
Þúsund bitar í tíu munna
Til að gleðja Egil og aðra lesendur
hér sem vilja gera lítið úr Markrílhá-
tíðinni á Ingólfstorgi í gær – af því
að hún þjónar víst ekki pólitískum
rétttrúnaði þeirra sjálfra. Þá var mjög
góð stemning á fyrstu Makrílhátíðinni á
Ingólfstorgi á sunnudaginn og við sem
tókum þarna þátt getum staðfest að
það fóru yfir 1000 smakk- skammtar
af makríl.
Gunnlaugur Ingvarsson gerði
athugasemd við frétt um fáliðaða
Makrílhátíð á Ingólfstorgi
Baldur hinn hvíti
Látið er eins og þetta sé allt honum
Baldri að kenna.
Jón Baldvin Hannibalsson boðaði
að hann ætlaði að leita réttar síns
gagnvart Háskóla Íslands sem gert hafi
Baldur Þórhallsson að blóraböggli í
hringlandanum með ráðningu hans til að
stýra námskeiði við skólann.
Þegar stórt er spurt
Við hvað eru framsóknarmenn
hræddir?
Össur Skarphéðinsson botnaði
lítið í munnlegri skýrslu
Gunnars Braga Sveinssonar um
Evrópumál á Alþingi.
Ekki hætta samt
að glósa
Okkur fallast hreinlega
hendur.
María Rut Kristinsdóttir,
formaður Stúdentaráðs
Háskóla Íslands, segir
farir stúdenta í LÍN-málum
ekki sléttar.
Maðkur í moppunni
Mér var gróflega misboðið.
Viðskiptavinur World Class í Kópavogi
var vægast sagt óhress í samtali við DV
eftir að ræstingarkona kom að honum í
gufubaði karlaklefans.
Löglærður gluggagægir
Þar voru einnig Björn Þorri Viktorsson
lögmaður kvöld eftir kvöld vel klæddur
í kraftgalla með marga af sínum skjól-
stæðingum. Til viðbótar voru margir
skjólstæðingar Útvarps Sögu og fl.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði frá
fjölbreytilegum söfnuði sem herjaði á
heimili hennar vegna prófkjörsstyrkja.
Þröngt í búi
Ég ætla ekki að taka þetta
tveggja metra skilti með
mér, ég get hvergi komið
því fyrir.
Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra
afþakkaði hvatningarskilti
frá Öryrkjabandalaginu
og Landssamtökum eldri
borgara.
Hvað er þá málið?
Ég hef ekkert á móti þessari göngu,
og ég hef ekkert á móti hommum og
lesbíum.
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson
heldur áfram stríði sínu við klámfengnar
vindmyllur og slær hvergi af.
Vikan sem Var
Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð.
Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og
lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á
sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum
þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun
xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér.
Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta
kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina.
Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið
ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d.
hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með
nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú
ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm,
skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahet-
tum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á
lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður
en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis
Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Nýtt lyf sem verkar bæði gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
Nýtt!
14 viðhorf Helgin 13.-15. september 2013