Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 13.09.2013, Blaðsíða 8
VÍB, eignastýringarþjónusta Ís- landsbanka og rekstrarfélag bank- ans, Íslandssjóðir, hafa stofnað Akur, nýtt fjárfestingafélag sem verður virkur eignaraðili í óskráð- um félögum. Áætlað er að félagið hafi um 10 milljarða fjárfestinga- getu. Íslandsbanki leggur félaginu til fjármagn og á um 10% hlutafjár í Akri. „Stofnun Akurs f járfestinga- félags er rökrétt framhald á þeirri útvíkkun á vöruframboði VÍB og Ís- landssjóða sem ráðist hefur verið í undanfarið, t.d. með stofnun fast- eignafélagsins FAST 1. Tilkoma Akurs eykur fjölbreytni þeirra þjónustuþátta sem fagfjárfestum standa til boða hjá VÍB samhliða því að styðja uppbyggingu íslensks atvinnulífs og fjármálamarkaðar,“ segir Birna Einarsdóttir, banka- stjóri Íslandsbanka. Framkvæmdastjóri Akurs verður Jóhannes Hauksson, sem hefur ver- ið forstöðumaður fyrirtækjalausna Íslandsbanka, og fjárfestingastjóri er Davíð Hreiðar Stefánsson, sem hefur starfað sem verkefnastjóri í fyrirtækjalausnum. Báðir hafa þeir- mikla reynslu af verkefnum á sviði f járhagslegrar endurskipulagn- ingar fyrirtækja, kaupum og sölu á eignarhlutum í fyrirtækjum og víð- tæka reynslu af lánamálum. -jh  Akur Nýtt fjárfestiNgAfélAg VÍB og ÍslANdsBANkA Áætluð fjárfestingageta um 10 milljarðar Davíð Hreiðar Stefánsson og Jóhannes Hauksson. Jella Benner - Heinacher Framkvæmdastjóri Samtaka verðbréfa og sparifjáreigenda í Þýskalandi heldur fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands Föstudaginn 13. september kl. 12-13.30 Aðgangur ókeypis, allir velkomnir! RéttuR smæRRi HlutHAFA Í ÞÝsKAlANDi HveRJu HAFA Dómsmál til veRNDAR smæRRi HlutöFum áORKAÐ? Mjög bragðgott glútenlaust og sykurlaust brauðmix! Þ að er gott að loksins eigi að grípa til aðgerða en mér finnst leitt hversu seint þetta kemur,“ segir Bylgja Kærnested, hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild Landspítalans. Deildin heyrir undir lyflækningasvið þar sem gríðarleg mannekla, álag og niðurskurður hefur átt sér stað að undanförnu. Fyrir fjórum árum störfuðu 24 læknar, þar starfa nú 10 læknar og starfað hefur verið eftir sérstöku neyðarplani. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðerra og Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, kynntu í gær aðgerðir til að styrkja stöðu lyflækningasviðs. Fyrsta atriðið sem nefnt er í yfirlýsingunni er að „dregið verður úr álagi á starfsemi lyflækningasviðs.“ Ekki er hins vegar skýrt hvernig það má verða. Bylgja bendir á að hún standi vaktina og sinni um 200 hjartasjúklingum í hverj- um mánuði. „Þessir sjúklingar gufa ekki upp. Ef minnka á álagið þá spyr ég einfaldlega, hver á að sinna þessum sjúklingum? Mér finnst þetta vera pólitískar yfirlýsingar og þetta er allt mjög loðið.“ Gert er ráð fyrir að Landspítalinn skili ráðherra sér- stakri aðgerðaáætlun eigi síðar en 20. september um hvernig hægt er að bregðast við en ekki liggur fyrir hversu mikið fé verður lagt í verkefnið. „Við vitum bara jafn mikið og þið,“ segir Bylgja, spurð hvort hún viti hvað komandi aðgerðir kosta. Í yfirlýsingu ráðherra og forstjóra Landspítalans segir ennfremur að „stuðningur við störf lækna verði aukinn verulega með því að nýta betur krafta og hæfni hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða...“ og fleiri starfsstétta. Brynja segir samstarfsfólk sitt undrast þetta. „Vinnuálagsmælingar hér sýna að það er gríðarlegt álag á hjúkrunarfræðinga og með óbreyttri mönnun er ekki möguleiki á að þeir sinni fleiri verkefnum. Samkvæmt starfsumhverfiskönnun segja hjúkrunarfræðingar að þeir hafi alltaf mjög mikið eða of mikið að gera. Þeir eru því þegar stöðugt undir miklu álagi.“ Brynja vonast vissulega til að aðgerðirnar skili einhverju en segir að grípa hefði þurft í taumana fyrir um fimm árum. „Niður- skurðurinn undanfarin ár hefur haft það mikil áhrif að það mun taka okkur mörg ár að jafna okkur, manneklan er orðin það mikil, fjarað hefur undan faglegu starfi og óánægja starfsfólks er mikil. Sjúklingarnir hjá okkur eru eldra fólk- ið sem hefur fjölþætt vandamál. Við rekum bráðalyflæknadeildir þar sem tugir fólks bíða inni mánuðum saman eftir að komast inn á hjúkrunarheim- ili. Þetta verður til þess að bráðveikir sjúklingar leggjast á ganginn. Svona hefur þetta verið,“ segir Bylgja. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir ennfremur að gerðar verði breyt- ingar á skipulagi lyflækningasviðs „til að styrkja faglega forystu og rekstrarlega ábyrgð“ svo sem með ráðningu yfirlæknis almennra lyflækninga sem síðan verður yfir starfshópi lækna sem skila tillögum að útbótum fyrir lok október. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ef minnka á álagið þá spyr ég einfald- lega, hver á að sinna þessum sjúklingum?  HeilBrigðismál NeyðAráætluN á lyflækNiNgAdeild Síðbúin og loðin aðgerðaáætlun Yfirlýsing heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítalans um úrbætur á lyflækningasviði er óskýr að mati hjúkrunardeildarstjóra. Enn er ekki ljóst hvaða fjármunir verða settir í verkefnið. Hjúkrunardeildarstjóri undrast að hjúkrunarfræðingar eigi að bæta á sig störfum þegar þeir eru þegar undir of miklu álagi. Bylgja Kærnested segir spítalann þurfa mörg ár til að jafna sig eftir niðurskurð liðinna ára. Ljósmynd/Hari 8 fréttir Helgin 13.-15. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.