Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 27.09.2013, Qupperneq 2
 Mannréttindi Mótvægi við Hátíð vonar Samtökin ´78 halda mannréttindahátíðina Glæstar vonir Samtökin ´78 halda mannréttindahátíðina Glæstar vonir í Þróttaraheimilinu á laugardag til mótvægis við Hátíð vonar sem fer fram um helgina í Laugardalshöll. Prédikarinn Frankl- in Graham, sem þekktur er fyrir andúð í garð samkynhneigðra og múslima, mun flytja erindi á Hátíð vonar og biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, einnig. Graham var boðið til landsins af Bænahópi kirkna á Íslandi. Boð til prédikarans og þátttaka biskups Ís- lands í hátíðinni hafa verið gagnrýnd á undan- förnum vikum, meðal annars af formanni Samtakanna ´78. „Ég hvet allt áhugafólk um mannréttindi til að mæta á Glæstar vonir og sýna að Ísland er í liði með sjálfsögðum mannréttindum og mannlegri reisn fyrir allt fólk,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna. „Hér á landi ríkir tjáningar- og fundafrelsi en mér þykir leitt að það frelsi sé notað til að halda hátíð þar sem aðalstjarnan er maður sem hefur atvinnu sína af því að pre- dika hatursorðræðu í garð hinsegin fólks og annarra hópa,“ segir Anna Pála. Laugarnes- kirkja mun flagga regnbogafána allan sunnu- daginn og halda Regnbogamessu um kvöldið klukkan 20 þar sem yfirskriftin er Fögnum fjölbreytileika – krefjumst mannréttinda. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Bandaríski predikarinn Franklin Graham mun halda erindi á Hátíð vonar en hann er þekktur fyrir andúð í garð hinsegin fólks og annarra hópa. Anna Pála Sverris- dóttir er formaður Samtakanna ´78. Atvinnuleysi í ágúst 4,4 prósent Atvinnuleysi í ágúst var 4,4 prósent samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Íslands, að því er kemur fram á vef stofnunarinnar. Atvinnuleysi hefur minnkað um 1,3 prósentustig frá því í ágúst 2012 en þá var atvinnuleysi 5,7 prósent. Atvinnuleysi meðal kvenna var minna í ágúst en meðal karla en fyrir ári voru mun fleiri konur án atvinnu en karlar. Atvinnuleysi kvenna í ágúst þessa árs var 4,2 prósent miðað við 6,7 prósent í ágúst á síðasta ári. Hjá körlum var atvinnu- leysi í ágúst síðastliðnum 4,6 prósent miðað við 4,9 prósent í ágúst 2012. Í ágúst síðastliðnum voru að jafnaði 188.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 180.000 starfandi og 8.300 án vinnu og í atvinnuleit. -dhe Seðlabanki Íslands setur nýjan tíu þúsund króna seðil í umferð fimmtudaginn 24. október næst- komandi. Seðillinn er tileink- aður Jónasi Hallgrímssyni, en í seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslensku- manns, alþýðufræðara og nátt- úrufræðings. Á framhlið er mynd af Jónasi Hallgrímssyni, Háafjalli og Hraundranga. Þar eru einnig ljóðlínur úr kvæðinu Ferðalok með rithönd Jónasar. Hæðarlínur fjallsins Skjaldbreiðs mynda grunnmynstur bak- og framhliðar. Á bakhlið er blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldbreið ásamt vetrarljósmynd af fönnum fjallsins. Hæðarlínum Skjaldbreiðs er varpað inn á myndina. Einnig eru þar myndir af lóum og hörpuskel og ljóðlínur með rithönd Jónasar úr fyrsta erindi kvæðisins Fjallið Skjaldbreiður. Kristín Þorkelsdóttir hannaði seðilinn, en hún hefur stýrt hönnun íslenskra seðla frá árinu 1981. Samstarfsmaður og meðhönnuður hennar er Stephen Fairbairn. Nýi seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni. Nýr tíu þúsund króna seðill Gæti skapað 4 þúsund störf Félag atvinnurekenda hleypti í vikunni formlega af stokkunum átakinu Falda aflið en þar eru lagðar fram tólf tillögur sem gætu skapað allt að 4000 störf í samfélaginu næðu þær fram að ganga, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Tillögurnar miða að því að bæta starfsumhverfi 90% fyrirtækja landsins. Það er þau fyrirtæki sem eru minni eða meðalstór en hjá þeim starfa 80-90 þúsund manns. Undanfarin ár hafa sértækar aðgerðir verið reyndar með litlum árangri, segir félagið, en það telur tíma til kominn að beita almennum aðgerðum til að auka hagvöxt. Markmið félagsins er að vinna tillögunum fylgis svo hrinda megi þeim í framkvæmd fyrir þinglok næsta vor. Meðal tillaga félagsins eru að skýrari takmörk verði á eignarhaldi banka á fyrirtækjum, farið verði í markvissar aðgerðir gegn kennitöluflakki og lækkun trygginga- gjalds. Hægt er að kynna sér tillögurnar á atvinnurek- endur.is. -jh L eikskólakennari við leikskólann Öskju í Öskjuhlíð var í skógarferð með börnin þegar hann kom að látnum manni sem hafði fyrirfarið sér. „Kennarinn var fremstur í röðinni. Hann sýndi afar fagleg vinnubrögð, snéri sér við á punktinum og beindi börnunum glaðlega á annan stað. Börnin urðu aldrei vör við neitt,“ segir Dóra Margrét Bjarna- dóttir, leikskólastjóri Öskju. Bæði leik- skólinn og barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík standa við skóginn og er hann mikið nýttur í skólastarfinu. „Við teljum það almennt mikinn kost að hafa þessa útivistarparadís í túnjaðrinum. Börnin fara hins vegar aldrei ein eða eftirlitslaus í skóginn enda er hann utan við skólalóð- ina,“ segir Dóra. Atvikið átti sér stað á þriðjudag og var leikskólakennarinn úti með þriggja ára börnum. Eftir að hann hafði snúið hópnum við gerði hann viðeigandi ráð- stafanir og hringdi í lögreglu. „Við hringdum í foreldra viðkomandi barna og allir foreldrar barna í bæði leikskól- anum og barnaskólanum fengu tölvupóst um að slys hefði átt sér stað í skóginum en að börnin hefðu ekki orðið vitni að neinu,“ segir Dóra. Foreldrum var enn- fremur bent á að skólasálfræðingur væri til taks en ekkert barn hefur leitað til hans vegna málsins. „Eldri börnin voru að velta fyrir sér af hverju það væri lögreglubíll á svæðinu og við sögðum þeim þá að það hefði orðið slys í skóginum,“ segir hún. Raunar var þetta sama dag og umfangsmikil leit að danska kettinum Nuk átti sér stað og héldu sum börnin að björgunarsveitar- mennirnir sem leituðu að kettinum væri að leita að slösuðum manni í skóginum. Þegar líkbíllinn sótti manninn fór hann síðan að svæðinu frá Háskólanum í Reykjavík en ekki frá skólunum. „Líkbíll- inn kom aldrei hér. Lögreglan segir að það hafi verið með vilja gert,“ segir Dóra. Umræddur leikskólakennari var skiljanlega miður sín eftir atvikið, fór snemma heim þennan daginn og fékk áfallahjálp. „Eðlilega kom þetta við allan starfsmannahópinn. Það var eins og allt púður úr fólki eftir daginn. En hugur okkar er auðvitað hjá þeim sem tengjast þessum manni. Þetta er virkilega sorg- legt mál,“ segir Dóra. Leikskólakennar- inn er kominn aftur til starfa og ekkert barnanna hefur spurt um atvikið. Fyrr í þessum mánuði kom hópur barna að manni sem hafði fyrirfarið sér í Skessuhelli í Reykjanesbæ sem er jafnan fjölsóttur af börnum. „Við erum afskap- lega þakklát fyrir að ekkert barnanna kom að manninum hér. Þetta fór í raun eins og best var á kosið miðað við þessar aðstæður,“ segir Dóra. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  LögregLuMáL LeikskóLakennari Með barnaHóp gekk fraM á Lík Hindraði að börnin sæju lík í skógarrjóðri Líkbíll- inn kom aldrei hér. Lögreglan segir að það hafi verið með vilja gert. Leikskólakennari sýndi fagleg viðbrögð þegar hann var í skógarferð í Öskjuhlíð með hóp þriggja ára barna og kom að manni sem hafði fyrirfarið sér. Leikskólastjórinn segir að kennaranum hafi tekist að hindra að börnin sæju líkið. Leikskólinn Askja og barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík standa báðir nærri svæði þar sem maðurinn fyrirfór sér. Ljósmynd/Hari F ÍT O N / S ÍA 2 fréttir Helgin 27.-29. september 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.