Fréttatíminn - 27.09.2013, Qupperneq 4
www.hafkalk.is
Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt
Slakandi steinefnablanda - Náttúrulega
■ Haf-Ró inniheldur magnesíum extrakt unnið
úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr
kalkþörungum úr Arnarfirði. Haf-Ró inniheldur
einnig B6 (P5P) og C vítamín sem styðja við
virkni efnanna.
Magnesíum úr hafinu
■ Magnesíum sem notað er í Haf-Ró er ein
sterkasta náttúrulega uppspretta magnesíums
sem völ er á. Þetta gerir það kleift að hafa
mikið magn virkra efna í hverju hylki.
■ Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að
viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu.
Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og
streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því
gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku.
Safnað fyrir nýju hjartaþræðingartæki
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
NA 5 til 13 m/S. Skúrir eðA rigNiNg eN
úrkomulítið SV-til. Hiti 2 til 8 Stig.
HöfuðborgArSVæðið: NA 3-8 m/s
og skýjAð. Hiti 3 til 8 stig.
Hæg Suðlæg átt. ÞykkNAr upp V-til með
úrkomu eN bjArtViðri A-til. Hiti 1 til 6 Stig.
HöfuðborgArSVæði: Breytileg átt 3-5 m/s
og skýjAð. Hiti 3 til 6 stig.
SuðAuStAN eðA AuStAN átt og rigNiNg,
eN úrkomulítið NV-til. Hiti 2 til 7 Stig.
HöfuðborgArSVæði: s 3-5 m/s og
skýjAð. Hiti 4 til 7 stig.
Norðlæg átt og
kólnandi veður
Norðlæg átt með úrkomu austantil
en úrkomulítið sV-lands. Úrkomu-
minna og hægviðri á laugardag en
suðlæg átt á sunnudag og úrkomu-
lítið NA-til en súld eða
rigning með köflum
annars staðar. kólnar
og hiti oft 2 til 6
stig.
6
2 2
3
8
4
2 1 1
5
5
4 2 2
6
elín björk jónasdóttir
vedurvaktin@vedurvaktin.is
JaFnréttismál Konur eru í miKlum meirihluta í hásKólanámi
Konur taka við stjórn
inni í Ísafjarðarbæ
konur voru nýverið ráðnar í þrjár af æðstu stöðum Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjórinn segir karlmenn
í minnihluta þegar kemur að sviðsstjórum bæjarins. konur eru einnig í meirihluta þegar kemur
að kjörnum bæjarfulltrúum, forseti bæjarstjórnar er kona og nýskipaður dómari við Héraðsdóm
Vesturlands er kvenkyns.
Konur
eru bara
orðnar
mun betur
menntaðar
en karl-
menn.
K onur voru nýverið ráðnar í þrjár af æðstu stöðum Ísafjarðarbæjar; starf fjármálastjóra, mannauðs-
stjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjár-
málasviðs. „Ég er bara kominn í algjöran
minnihlutahóp,“ segir Daníel Jakobsson,
bæjarstjóri. „Það hefði raunar verið æski-
legra að einhver karl hefði verið ráðinn
því hér eru konur í miklum meirihluta. Af
fimm sviðsstjórum er nú einn karlmaður.
En það var einfaldlega þannig að það
komu miklu betri umsóknir frá konum en
körlum í öll þessi störf,“ segir hann.
Nýr sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármála-
sviðs er Þórdís Sif Sigurðardóttir. Hún
starfaði síðast sem sviðsstjóri lögfræði-
sviðs Háskólans á Bifröst. Meistararit-
gerð Þórdísar í lögfræði frá Háskólanum í
Reykjavík fjallar um kynjakvóta í hluta-
félögum. Nýr fjármálastjóri Ísafjarðar-
bæjar heitir Edda María Hagalín. Hún er
með meistaragráðu í reikningshaldi og
endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík
og hefur síðustu átta ár unnið við ársreikn-
ingagerð, endurskoðun og tengd störf hjá
Deloitte í Reykjavík. Herdís Rós Kjartans-
dóttir hefur verið ráðin sem mannauðs-
stjóri hjá bænum. Hún er með MBA gráðu
og lýkur í desember meistaranámi í
mannauðsstjórnum. Hún hefur starfað
sem leikskólastjóri í Mosfellsbæ í
áratug og þekkir því vel til opinberrar
stjórnsýslu, kjarasamninga og fjárhags-
áætlanagerð.
Þessi tíðindi koma framkvæmdastjóra
Jafnréttisstofu, Kristínu Ástgeirsdóttur,
lítið á óvart. „Konur eru bara orðnar mun
betur menntaðar en karlmenn. Þær
eru í miklum meirihluta í háskólanámi,“
segir hún.
Þessar þrjár konur voru ráðnar nú á
haustmánuðum en þeim til viðbótar skip-
aði innanríkisráðherra nýverið Sigríði Elsu
Kjartansdóttur í embætti dómara við Hér-
aðsdóm Vestfjarða en hún er dómari við
Héraðsdóm Reykjavíkur og áður saksókn-
ari hjá embætti ríkissaksóknara.
Þegar kemur að bæjarstjórn Ísafjarðar
eru konur í meirihluta, sex konur og þrír
karlmenn. Þá er forseti bæjarstjórnar
kona. Spurður hvort konur séu að taka yfir
í bæjarfélaginu segir bæjarstjórinn: „Já,
og ekki bara hér heldur alls staðar. Þær fá
hærri einkunnir og eiga þess vegna erfið-
ara með að komast inn í suma skóla,“ segir
hann og vísar til þess að meðal annars í
Verzlunarskóla Íslands eru þurfa strákar
lægri einkunnir en stelpur til að komast
inn til að jafna kynjahlutfallið í skólanum.
„Konur ná alls staðar góðum árangri nema
í Gettu betur,“ segir hann en mikil um-
ræða hefur verið að undanförnu um hversu
fáar stelpur taka þátt í spurningakeppni
framhaldsskólanna.
Honum finnst mjög skemmtilegt að fá
þessar konur til starfa og bendir á að þær
verði einnig nýir íbúar í bæjarfélaginu
því allar eru þær búsettar á höfuðborgar-
svæðinu þó Edda María sé raunar uppal-
in á Ísafirði. „Það er gaman að fá nýtt fólk
í bæinn og flott að það séu svona öflugar
konur,“ segir Daníel.
erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Daníel jakobsson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, nýráðinn
sviðsstjóri- stjórnsýslu og lögfræðisviðs.
edda maría Hagalín
nýr fjármálastjóri.
Herdís rós kjartansdóttir,
nýráðinn mannauðsstjóri.
Hjartaheill og Neistinn hrinda um helgina af stað átaki til söfnunar fyrir
nýju hjartaþræðingartæki. Í dag eru 260 manns á biðlista eftir hjarta-
þræðingu en um 200 aðgerðir eru framkvæmdar í hverjum
mánuði. Biðlað er til landsmanna um að leggja fé til söfnunar-
innar, en það er hægt með þrennum hætti; greiða valgreiðslu
í heimabanka, hringja í styrktarsíma, eða leggja beint inn á
reikning söfnunarinnar ef um hærri fjárhæðir er að ræða.
Valgreiðslan er, að sögn ásgeirs Þórs árnasonar, fram-
kvæmdastjóra Hjartaheilla, hófleg, eða 1000 krónur „Við
höfum leitað til fjölskyldnanna í landinu til þess að leggja
okkur lið. stofnuð hefur verið valgreiðsla á hverja fjölskyldu
í landinu og að sjálfsögðu er öllum í sjálfsvald sett hvort þeir vilji
styðja átakið eða ekki. Hverja fjölskyldu munar kannski ekki svo mikið
um 1000 krónur en það safnast þegar saman kemur, segir Ásgeir.
einar guðmundsson, grafískur hönnuður, útfærði gjörning ásamt
góðum gestum á miðvikudaginn en gjörningurinn markaði upphaf
söfnunarinnar. Festur var rauður þráður á stóran flöt, og úr því varð
merki söfnunarinnar „STYRKJUM HJARTAÞRÆÐINA“ til. Verkið er hátt í
tveir metrar á hæð og um hálfur annar metri á breidd.
rúmlega 700 Íslendingar látast árlega af völdum hjarta- og æða-
sjúkdóma. Þá fæðast árlega 50 til 70 börn með hjartagalla. -jh
merki
söfnunar-
innar.
safnað er
fyrir nýju
hjarta-
þræðing-
artæki.
safna fyrir
Hagbarð og
börnin
kirkjukór lágafells-
sóknar heldur sína árlegu
styrktartónleika á morgun,
laugardaginn 28. septem-
ber. tónleikarnir fara
fram í grafarvogskirkju
og hefjast klukkan 16.
Allur ágóði af miðasölu
mun renna til Hagbarðs
Valssonar, fjögurra barna
föður sem búsettur er í
Noregi. síðastliðið sumar
lést eiginkona hans eftir að
hafa fengið hjartastopp,
þrjátíu og fjögurra ára
gömul. Þá var hún gengin
sjö mánuði með fjórða barn
þeirra hjóna. Lífi barnsins
var bjargað með keisara-
skurði á stofugólfinu heima
hjá þeim en hefur það þurft
á sólarhrings umönnun
að halda. guðrún heitin
sigurðardóttur var ættuð úr
Mosfellsbæ og er afi hennar
einn söngvara kirkjukórs
lágafellssóknar.
meðal þeirra tónlistar-
manna sem koma fram á
tónleikunum eru kk, ragn-
heiður gröndal, karlakórinn
Þrestir, undir stjórn jóns
kristins Cortez, jóhann Frið-
geir Valdemarsson, Hulda
Björk garðarsdóttir, Vox
Populi, undir stjórn Hilmars
Arnar Agnarssonar og
strengjasveit undir stjórn
Hjörleifs Valssonar, bróður
Hagbarðs. Fyrir og eftir
tónleikana og í hléi mun
kári sigurðsson myndlistar-
maður selja myndir sem
munu kosta eitt þúsund til
fimmtán hundruð krónur.
Þá mun Súfistinn bjóða upp
á kaffi og súkkulaðiskeljar
á fimm hundruð krónur og
mun allir ágóði af sölu á
tónleikunum renna til Hag-
barðs og fjölskyldu.
miðaverð er þrjú þúsund
krónur og er ókeypis fyrir
börn, tólf ára og yngri.
4 fréttir Helgin 27.-29. september 2013