Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 27.09.2013, Blaðsíða 8
 hvert er þitt hlutverk? - snjallar lausnir Wise býður ölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV) TM Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is B úast má við fjaðrafoki þegar þingið tekur aftur til starfa á þriðjudaginn enda lítil sem engin fordæmi fyrir jafnstórum kosningaloforðum og Fram­ sóknarflokkurinn setti fram í vor og þarf nú að efna. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís­ lands, segir að framundan sé erfiður vetur fyrir ríkisstjórnina. „Stjórnin hefur tapað miklu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum, þrjú til fjögur prósent á mánuði, sem rekja má til þess að væntingaboginn hefur verið spenntur mjög hátt en ekki mikið hefur gerst,“ segir hann. „Ríkisstjórnin er að fara inn í verulega erfiðan vetur og forgangs­ röðunin er ólík hjá stjórnmálaflokkunum. Ríkisfjármálin eru erfið þar sem loforð um skattabreytingar annars vegar og niður­ skurð hins vegar togast á. Framsóknar­ flokkurinn vill fara í gríðarlega mikla til­ færsluaðgerð yfir til skuldara sem mun bitna á öllu öðru, skattakerfinu, opinberum rekstri og útgjöldum ríkisins. Sjálfstæðis­ flokkurinn lagði hins vegar áherslu í að­ draganda kosninganna á skattabreytingar. Það er erfitt að sjá hvernig þetta tvennt kemur heim og saman enda gæti skapast togstreita milli stjórnarflokkanna,“ segir Gunnar Helgi. Kjarasamningar framundan Hann bendir jafnframt á að í framhaldinu séu nýir kjarasamningar sem gætu reynst erfiðir. „Verið gæti að stjórnin neydd­ ist til að semja um alls kyns stefnumál í tengslum við kjarasamninga sem mun kosta sitt,“ segir Gunnar Helgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn­ málafræði við Háskólann á Akureyri, tekur undir þetta. Skuldaleiðréttingar og verð­ tryggingarmálin hljóti að verða mál mál­ anna í vetur, ekki síst í ljósi þess að þegar hafi verið gefið út að draga muni til tíðinda í nóvember. „Það þarf ekki að koma á óvart að talsmenn launþega tali um það að þeir vilji stutta samninga því allir eru að bíða eftir því hvað kemur upp úr hatti forsætis­ ráðherra í nóvember. Það stjórnar öllum væntingum og kröfum í þjóðfélaginu,“ bendir hann á. Grétar býst við því að stjórnarandstaðan muni láta verulega í sér heyra þegar ríkis­ stjórnin kynnir tillögur sínar að útfærslum á kosningaloforðum Framsóknarflokksins. „Það er nýtt að gefa svona afdráttarlaus kosningaloforð en ekki má gleyma því að forsætisráðherra hefur bætt í frekar en hitt eftir því sem frá er liðið. Hann hefur ekki reynt að tala þessi loforð niður á neinn hátt heldur fullvissað fólk um að þetta verði eitthvað sem hvergi annars þekkist,“ bend­ ir Grétar Þór á. Stóru málin í skugganum Þeir eru sammála um að erfitt sé að átta sig á hvernig leiðtogi Sigmundur Davíð sé. Prófsteinninn á það sé í nóvember þegar tillögurnar verði kynntar enda muni þá reyna á hvernig honum tekst að tækla um­ ræðuna um þær. Gunnar Helgi bendir jafnframt á að fjölda annarra mála sé einnig ólokið. „Hvað varðar samningaviðræður við Evr­ ópusambandið þá mun ríkisstjórnin ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem hún getur tapað og mun því ýta því á undan sér,“ segir Gunnar Helgi. Hann telur einnig líklegt að stjórnin reyni að fresta eins og hún getur umræðunni um veiðileyfagjaldið. „Svo getur vel verið að stjórnin ætli í einhvern slag í umhverf­ ismálum,“ bendir hann á. Grétar tekur undir þetta og bendir jafnframt á að öll önnur mál á næstu mánuðum muni standa í skugganum af skuldaleiðréttingum. Gunnar Helgi bendir jafnframt á að til viðbótar þessum málum öllum sé kosn­ ingavetur framundan því sveitarstjórnar­ kosningar verða í vor. „Algengast er að stjórnarflokkar tapi í sveitarstjórnarkosn­ ingum en það verður erfitt fyrir stjórnina að fá áfall af slíku tagi,“ segir Gunnar Helgi. Spurður hvernig leiðtogi Sigmundur Davíð sé segir Gunnar Helgi erfitt að átta sig á því. „Formenn stjórnarflokk­ anna hafa passað sig á því að vera ekki að munnhöggvast mjög mikið. Það er hins vegar viss óróleiki í baklandinu. Forsætis­ ráðherra ber sérstaklega að sjá um að friður ríki innan stjórnarinnar en það mun reyna mjög á hann á komandi vetri. Hann er bæði ungur og hefur ekki verið lengi í stjórnmálum. Þetta verður erfitt próf,“ segir Gunnar Helgi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Það er nýtt að gefa svona af- dráttarlaus kosningaloforð en ekki má gleyma því að forsætisráðherra hefur bætt í frekar en hitt eftir því sem frá er liðið.  Stjórnmál VæntingaBoginn hátt Spenntur Þetta verður erfitt próf Gunnar Helgi Kristinsson. Grétar Þór Eyþórsson. Stjórnmálafræðingar segja að ríkisstjórnin sé að fara inn í erfiðan vetur og framundan sé erfitt próf fyrir forsætisráðherra með útfærslu á kosningaloforðum sem kynnt verður í nóvember. Togstreita geti skapast milli stjórnarflokkanna þar sem forgangsröðun þeirra sé ólík, Framsóknarflokkurinn vilji fara í gríðarlega til- færsluaðgerð yfir til skuldara sem bitni á öllu öðru en Sjálfstæðisflokkurinn vilji skattabreytingar. Stjórnmálafræðingar eru sammála um að reyna muni mjög á Sigmund Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra á komandi vetri. Hann hefur til- kynnt að í nóvember muni hann kynna tillögur ríkisstjórnar- innar um skuldaniðurfærslu og sagt þær ólíkar öllu öðru sem heimurinn hafi hingað til séð. Væntingaboginn hefur því verið spenntur til hins ítrasta. 8 fréttaskýring Helgin 27.-29. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.