Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 27.09.2013, Qupperneq 12
Samtök launþega og fyrirtækja eru því um margt samstiga og kalla eftir skýrri efnahagsstefnu stjórnvalda. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. A Allt stefnir í að næstu kjarasamningar verði til tiltölulega skamms tíma. Samningsaðilar líta svo á að óvissa sé það mikil að óráðlegt sé að semja til lengri tíma. Vinnumarkaður­inn, hvort heldur eru samtök launamanna eða fyrirtækja, vill skýra efnahagsstefnu stjórnvalda en metur það svo að enn liggi hún ekki fyrir. Þegar flest aðildarfélög Al­ þýðusambands Íslands undirrituðu samning við Samtök atvinnulífsins í maí 2011 var gildistími hans til 31. janúar 2014 en með samkomulagi í janúar síðast­ liðnum var sá tími styttur um tvo mánuði þannig að kjara­ samningarnir falla úr gildi 30. nóvember næstkomandi. Aðildarfélög Starfsgreina­ sambandsins funduðu í liðinni viku en sextán félög hafa veitt sambandinu umboð til samn­ inga á hinum almenna mark­ aði og kröfugerð hefur borist frá flestum þeirra. Fram kom á fundinum að töluverð óvissa væri um framhald viðræðna enda lægi ekki fyrir endanleg viðræðuáætlun við Samtök atvinnulífsins auk þess sem óvíst væri hvaða áhrif ákvarðanir ríkisstjórnar­ innar myndu hafa á ráðstöfunartekjur heimilanna. Vegna þessarar óvissu í efna­ hagsmálum var það niðurstaða fundarins að semja bæri til stutts tíma. Hilmar Harðar­ son, formaður Samiðnar, talaði á sömu nót­ um á kjaramálaráðstefnu nýverið. Þar varp­ aði hann fram þeirri spurningu hvort stuttur kjarasamningur, til vors eða fram á haust, sem hefði það að markmiði að tryggja kaup­ mátt, væri vænlegri en samningur til lengri tíma. Á meðan efnahagsstefna stjórnvalda væri ekki að fullu komin fram gætu aðilar vinnumarkaðarins í samstarfi við stjór­ nvöld nýtt samningstímann til undirbúnings kjarasamningi til lengri tíma sem byggði á efnahagslegum vexti og stöðugleika og þar með vaxandi kaupmætti. Fundurinn tók undir þessi sjónarmið formannsins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda­ stjóri Samtaka atvinnulífsins, sér heldur ekki fram á kjarasamninga til langs tíma, miðað við núverandi aðstæður. Fram kemur hjá honum að í kjarasamningunum 2011 hafi meðal annars verið byggt á ákveðnum for­ sendum um hagvöxt, fjárfestingar, gengis­ þróun, verðbólgu og lækkun trygginga­ gjalds. Þær forsendur hafi ekki gengið eftir heldur hafi í kjölfar samninganna fylgt vaxandi verðbólga, minni hagvöxtur og lægra atvinnustig en ella. Samtökin hyggist því ekki endurtaka þá aðferð sem samn­ ingarnir 2011 byggðu á sem var að ráðstafa svigrúmi sem ekki var til en átti að skapa á samningstímanum með ýmsum aðgerðum stjórnvalda. Í stað þess verði kjarasamning­ ar byggðir á raunverulegri stöðu þjóðarbú­ skaparins. Samtökin vilji því að samið verði til tólf til átján mánaða og að sá tími verði nýttur til að skýra efnahagsstefnu stjórn­ valda til lengri tíma, eyða óvissu og mynda víðtæka samstöðu um markmið. Undir lok árs 2014 verði unnt að horfa til lengri tíma og gera kjarasamninga sem samrýmist verð­ stöðugleika og stöðugu gengi krónunnar. Þannig geti vextir lækkað, fjárfestingar aukist og þar með hagvöxtur. Samtök launþega og fyrirtækja eru því um margt samstiga og kalla eftir skýrri efnahagsstefnu stjórnvalda. Aðalmarkmið kjarasamninga er að auka kaupmátt fólks en forsenda góðra lífskjara almennings er öflugt atvinnulíf. Framkvæmdastjóri Sam­ taka atvinnulífsins bendir á að samningsað­ ilar geti stuðlað að því að störfum fjölgi, verðbólga hjaðni, vextir lækki og kaupmátt­ ur atvinnutekna heimilanna aukist. Til að það takist þurfi skýra framtíðarsýn og sam­ ræmda afstöðu samtaka aðila vinnumarkað­ arins og stjórnvalda. Niðurstaða samning­ anna gæti samt, segir hann, stuðlað að hinu gagnstæða; að verðbólga verði áfram langt yfir markmiði Seðlabankans, vextir fari hækkandi, greiðslubyrði skuldugra heimila aukist, fjárfestingar fyrirtækja verði enn um sinn í sögulegu lágmarki, störfum fjölgi ekki og atvinnuleysi fari vaxandi á ný. Síðari kosturinn er allt of kunnuglegur en fráleitt fýsilegur. Það hlýtur því að vera sameiginlegt markmið allra sem að koma að stuðla að kjarasamningum sem halda verðbólgu niðri og tryggja kaupmátt. Verði samið til skamms tíma, eins og líkur eru á, verða sömu aðilar að nýta tímann á næsta ári þegar horft verður lengra fram á veg. Líkur á kjarasamningum til tiltölulega stutts tíma Sameiginleg markmið Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Kattasmölun Finnið Nuk, fangið hana og hringið strax í mig. Ég kem um leið, hvort sem það er um dag eða nótt. Susanne Alsing, eigandi kattarins Nuk, sem stakk af úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli fór í mikið uppnám en góðu heilli skilaði læðan sér áður en þurfti að gera út kattasmala síðustu ríkisstjórnar. Veðurstofan í Hádegismóum Þá þyrfti ég ekki að vakna á hverjum morgni og gá til veðurs, í pólitískum skilningi. Gísli Marteinn Baldursson sagði skilið við borgarpólitíkina í vikunni og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af stormviðvörunum úr Hádegismóum. Eru spólur ennþá til? Til að útvega klámspólu eða blöð nú til dags þarf ekki að fara í laumulegan leiðangur. María Hjálmtýsdóttir, kynjafræði- og spænskukennari við Menntaskólann í Kópavogi, gerði klámvædda tilveruna að umtalsefni í grein á vef Kennarasambands Íslands. Alvöru mál Hann spurði um heilsu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og hvernig fóturinn væri að jafna sig. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hitti Barack Obama sem spurði hann frétta. Netveiðiblús Ég er brjálaður út í Bubba að vera að bera þennan óhróður út á netinu. Jóhann Hauksson, fyrrum upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var saltvondur þegar Eiríkur Jónsson ræddi við hann eftir að Bubbi Morthens sakaði hann um ólöglegar netaveiðar. Bekkurinn gerði það Ég er saklaus af þessu. Lögreglumaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir harkalega handtöku á Laugavegi fyrr í sumar lýsti sig saklausan fyrir dómi. Eins og krókódíll Ég er ekki inni í skáp, en ég er með þykkan skráp. Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræddi leikritið Maður að mínu skapi í Kastljósinu en fáum dylst að þar er Hannes hafður til fyrirmyndar aðalpersónunni. Heyr, heyr! Við þurfum að fá fólk á völlinn og ég hvet fólk til þess að koma og styðja við bakið á okkur og ekki síst til að sýna Katrínu Jónsdóttur þá virðingu og það þakklæti sem hún á skilið með góðu lófaklappi í lok leiks. Knattspyrnukempan Margrét Lára Viðarsdóttir hvatti fólk til þess að fjölmenna á völlinn og hylla fyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem lauk glæstum ferli í landsleik gegn Sviss á fimmtudag.  VikAn sem VAr Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn Verkjastillandi bólgueyðandi 12 viðhorf Helgin 27.-29. september 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.