Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 18

Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 18
Sigríður Beinteins- dóttir hafði í fyrstu miklar efasemdir um Eitt lag enn sem í upphafi hét Hæ hæ hó. Grétar Örvars- son hafði alltaf trú á laginu sem Stjórn in flutti síðan í Eurovision-keppninni í Zagreb og lentu í 4. sæti. Þegar sveitin ferðaðist sem mest um landið og spilað á sveitaböllum bjuggu hljómsveitarmeðlimir bókstaflega í hljóm- leikarútunni. Stjórnin kemur nú saman að nýju í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar og sendir einnig frá sér nýtt lag þar sem þau gera óspart grín að sjálfum sér. * BIO pokinn er framleiddur úr maíssterkju og eyðist upp í náttúrunni. Oddi – Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Hafðu samband við sölumenn Odda í síma 515 5000 Bleiki pokinn - til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands NÝTT BIO poki* Allur ágóði af sölu BLEIKA POKANS rennur til Krabbameinsfélags Íslands. Hlýjar minningar um ljótu fötin Þ etta er upprunalega bandið sem nú kemur saman, bandið sem var með þessa stóru smelli á borð við Eitt lag enn, Ég lifi í voninni og Við eigum sam- leið. Við reyndum að fá alla þessa menn saman á 20 ára afmælinu en náðum því ekki. Núna gekk hins vegar allt upp,“ segir Sigríður Bein- teinsdóttir söngkona um afmælis- tónleika Stjórnarinnar í tilefni af 25 ára afmæli hljómsveitarinnar. Grétar Örvarsson söngvari segir gömlu hljómsveitarmeðlimina heldur dreifða og því hafi það verið nokkuð mál að ná öllum saman. „Trommarinn sem starfaði með okkur, Þorsteinn Gunnarsson, er heilaskurðlæknir í Kanada, Einar Bragi Bragason saxófónleikari er skólastjóri Tónlistarskólans á Seyð- isfirði. Það hefur verið mikill áhugi innan hópsins að koma saman og þetta var rétti tíminn að okkar mati,“ segir hann. Hljómsveitin Stjórnin fagnar þessum tímamótum með afmælis- og ferilstónleikum í Háskólabíói þann 25. október. Á tónleikunum verður það Stjórnin eins og hún var á seinni tímum sem spilar mest- allan tímann, skipuð Friðriki Karls- syni og Sigfúsi Óskarssyni, auk Siggu og Grétars. Leist ekkert á þetta Stjórnin sendi frá sér 7 plötur og geisladiska, hún lék um árabil á Hótel Íslandi og í Leikhúskjallar- anum fyrir fullu húsi auk þess að halda sveitaböll í velflestum félags- heimilum á landsbyggðinni. Þá tók hljómsveitin tvisvar þátt í Eurov- ison fyrir Íslands hönd. Mér finnst það einhvern veginn hálf undarlegt en samt svo eðlilegt að hitta „Siggu og Grétar í Stjórninni,“ setjast niður með þeim og spjalla um ferilinn. Ég var 10 ára þegar Stjórnin var stofnuð árið 1988 og ólst því upp við alla stærstu smellina og gæti enn sönglað með nánast öllum þeirra, rétt eins og eflaust flestir af minni kynslóð. Fyrra skiptið þegar hljómsveitin keppti í Eurovison var árið 1990 þegar hún flutti hið ástsæla Eitt lag enn. Grétar segist strax hafa haft mjög góða tilfinningu fyrir laginu. „Ég var hrifinn um leið og við fengum þetta lag í hendur og var viss um að við gætum flutt það með miklum sóma. Sigga og fleiri voru meiri rokkarar og voru ekki jafn hrifin.“ Sigga viðurkennir það fúslega: „Mér leist ekkert á þetta.“ Upphaflega hét lagið ekki Eitt lag enn heldur Hæ hæ hó. Textinn var endurskoðaður sem og lagið. „Ég stappaði stálinu í mannskapinn og sagði að við yrðum að taka þetta lag. Það fékk síðan flotta útsetn- ingu, við tókum það í forkeppninni hér heima og unnum. Raunar lentum við í bæði fyrsta og þriðja sæti því við sungum líka lag eftir Jóhann G. Jóhannsson heitinn, Ef ekki er til nein ást. Við vildum bara hámarka möguleika okkar. Þegar öllu var á botninn hvolft þá vorum við til í allt,“ segir Grétar og Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 27.-29. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.