Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 22

Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 22
Jeppi drekkur sig fullleiðinlegan Hið fornfræga leikrit Jeppi á Fjalli verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun október. Benedikt Erlingsson leikstýrir því sem kallað er epískur tón-sjón- leikur í nýrri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar með nýrri tónlist eftir hann sjálfan og meistara Megas sem segist hafa tekið að sér að verða málsvari Jeppa sem drekki sig full leiðinlegan. Megas segist hafa verið tregur til í fyrstu en þegar hann sá möguleikana í þessu gamla leikverki hafi hann allur færst í aukana og skilaði af sér átján nýjum lögum. G amanleikurinn um Jeppa á Fjalli, eftir Ludvig Holberg, hefur notið hylli leikhúsgesta víða um lönd allt frá því hann var fyrst settur á svið 1722. Jeppi er enn tíður gestur á sviðum leikhúsa í Evrópu og mun minna hressi- lega á sig á Íslandi í Borgarleikhúsinu í október- byrjun. Sjálfsagt segir það sitt um slagkraftinn í Jeppa gamla að nú þegar er uppselt á 22 sýningar í Borgarleikhúsinu. Bragi Baggalútur hefur gert nýja þýðingu á verkinu sem Benedikt Erlingsson leikstýrir en Ingvar E. Sigurðsson fer með hlut- verk Jeppa. Meistari Megas var fenginn til þess að semja lög við verkið en lifandi tónlist verður áberandi í sýningunni. Framhald á næstu opnu. Lj ós m yn di r/ H ar i 22 viðtal Helgin 27.-29. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.