Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 24

Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 24
Megas tók í fyrstu treglega í að semja tónlist við Jeppa á Fjalli en þegar hann sá mögu- leikana sem fólust í verkinu sló hann til og gerðist málsvari hins drykkfellda Jeppa. „Ég var nú ekki mikið til í þetta fyrst í stað,“ segir Megas. „En svo þegar ég fór að kynna mér leikritið og upp á hvað það bauð þá fór mér að finnast þetta svolítið spennandi. Þetta reyndist nú síðan verða dálítil yfirlega. Sumt greip maður ekki alveg fyrsta kastið en svo fór þetta að lýsast fyrir manni og maður áttaði sig betur á hlutunum. Vinnan fólst ekki síst í að reyna að hafa þetta svolítið sannfærandi og viðeigandi þannig að þetta hentaði þessu gamla leikriti sem er búið að vera rosalega vinsælt alveg frá 1720- og eitthvað.“ Þótt Jeppi sé kominn til ára sinna virðist hann alltaf eiga erindi og Megas bend- ir á að verkið hafi gengið í gegnum alla síðustu öld á Íslandi. „Ég held að það séu alveg óteljandi skipti sem þetta hefur verið sett upp og fólk sem er komið á einhvern aldur það þekkir allt Jeppa. Ég man nú ekki hvenær hann var síðast sýndur í borginni en ég held að leikklúbbar og leik- félög úti á landi hafi tölu- vert verið með einhvern Jeppa í gangi.“ Málsvari fyllibyttunnar Jeppi á Fjalli er í meira lagi vínhneigður og væri líklega best lýst sem fyllibyttu og sumir þeirra söngva sem Megas leggur honum til draga dám af því. „Fíkn er náttúrlega ekki til á þessum tíma en ég samdi þrjú lög sem hann syngur nánast í beit. Þetta er lag um þurrafyllirí, annað um glaðafyllirí og það þriðja um blindafyllirí. Hvert með sínu móti eins og vill verða í slíku ástandi.“ En hvernig fór á með þeim Megasi og Jeppa á meðan tónlistarmaðurinn glímdi við hann í höfðinu? „Ég tók nú eiginlega að mér að vera hans advókat og það fór vel á með okkur að vissu marki. Hann drekkur sig full leiðinleg- an. Er svolítið lítill í sér og verður einvaldur heimsins þegar hann er orðinn nógu ölóður og það stýrir ekki góðri lukku. Hann er því nokkuð venjuleg, þekkt stærð. Dæmi um menn sem eru litlir en vex ás- megin þegar hugrekkið í brennivíninu rennur út í blóðið.“ Hrist upp í pempíu- legum texta Megas segir hugmyndina hafa verið að reyna að bæta einhverri vídd við verkið með lögunum og hann hafi í raun samið þau jafnóðum eftir því hvernig Braga Valdimar sóttist þýðingin. „Ég las þetta leikrit nú bara fyrst í gömlu þýðing- unni sem var svolítið svona pempíuleg. En svo fór ég að gera texta eftir því sem Braga sóttist þýðingin og ég fékk það sem hann var búinn að þýða. Einn kafla í einu. Hann var svo vænn að merkja inn tilgátur um hvar mætti skreyta með lagi og ég fór mestan part eftir því sem hann benti á og reyndi þá aðeins að smeygja inn aðeins öðrum órum en leikritið virðist í fljótu bragði hafa að geyma.“ Bragi leggur sjálfur til fjögur lög en Megas sér um rest. Fjöldinn er að vísu slíkur að Megas reiknar ekki með að öll lögin rati í sýninguna en þau verði þó öll á geisladiski sem kemur út á næstunni. „Bragi kom nú fyrst með ein fjögur lög og eitthvað af þeim verður notað en ég var það snögg- ur að taka við mér í göt- unum að hann lét þetta nú nægja. Ég gerði átján lög í allt en veit ekki hversu mikið af því verður notað og er ekki alveg kunnugur því hvernig endanlega út- gáfan verður. Ég gerði alla vegana texta þar sem mér fannst þá helst þurfa.“ Megas segir að það hafi ekki beinlínis verið um samstarf hjá þeim Braga að ræða og hvor hafi sýslað í sínu horni og það hafi gengið vel. „Hann er garg- andi talent í bæði málum og tónum. Það vantar ekki.“ Hrært í mörgum pottum Megas gerir ráð fyrir að nokkuð yfirfall verði af lögum enda séu átján lög frá honum og fjögur frá Braga ríflegur skammtur fyrir leikritið. Öll þessi lög verða þó á geisladiskinum þar sem Megas syngur lög Jeppa. „Meiningin var eigin- lega að diskurinn yrði tilbúinn áður en æfingum væri lokið og þetta yrði svona banki fyrir Benedikt að sækja í eftir því hvenær honum þætti lag viðeig- andi svoleiðis. Þannig að það verður sennilega eitt- hvað meira efni á plötunni heldur en er í leikritinu.“ Megas segir engar hugmyndir uppi um að fylgja diskinum eftir með tónleikahaldi. „Nei, nei. Ég held að þetta verði bara diskurinn sem fylgir Jeppa og veit ekki til þess að það sé planið.“ Megas segist ekki hafa fylgst með æfingum á verk- inu og láti duga að legga til sönglögin. „Ég held það þurfi ekkert að vakta Bene- dikt. Hann virðist hafa það til að bera að verkin sem 24 viðtal Helgin 27.-29. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.