Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 26

Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 26
B laðamaður hitti þær mæðgur, Haföldu Elínu Kristins- dóttur og Kristnýju Rós Gústafsdóttur, á heimili Haföldu og eiginmanns hennar í Reykjavík. Áður bjó fjölskyldan í Ólafsvík en eftir að Hafalda greindist með Alzhei- merssjúkdóminn, aðeins 48 ára, fluttu þau til Reykjavíkur til að vera nær stórfjölskyldunni og njóta stuðnings hennar. Í Reykja- vík búa fjórar systur Haföldu og móðir. Í næstu íbúð við Haföldu og eiginmann hennar búa svo mágur hennar og svilkona svo stuðningsnetið er þétt og allir leggja sitt af mörkum við að gera líf Haföldu sem innihaldsríkast og njóta tímans með henni. Kristný er elsta barn Haföldu en að auki á hún tvo syni, tutt- ugu og fjögurra ára og átján ára. Fyrir um það bil fimm árum fór Kristný að taka eftir breytingum á móður sinni sem henni fannst orðin mjög gleymin og spyrja sömu spurninganna aftur og aftur. „Ég var svolítið pirruð á þessu og fannst mamma vera voðalega lítið með á nótunum og jafnvel að hún væri vísvitandi að reyna að pirra okkur fjölskyld- una,“ segir Kristný. Á þessum tíma bjó Kristný ekki í Ólafsvík hjá foreldrum sínum heldur var í skóla í Reykjavík en reyndi að fylgjast náið með móður sinni þegar hún kom heim í frí. Til að byrja með fékk Kristný ekki miklar undirtektir hjá öðrum fjölskyldumeðlimum og hafði faðir hennar ekki eins miklar áhyggjur af breytingunum á Haföldu og Kristný. „Mér fannst ég því svolítið ein með þessar hugsanir. Síðan veitti móður- amma mín því athygli líka að mamma væri ekki eins og hún á að sér að vera og það var viss léttir.“ Var send í veikindaleyfi Þegar veikindin hófust, fyrir um það bil fimm árum, vann Hafalda við bókhaldsstörf hjá Deloitte og Tryggingamiðstöð- inni í Ólafsvík. Veikindin voru farin að hafa það mikil áhrif á hana dagsdaglega að hún var send í árslangt veikinda- leyfi úr vinnunni. „Samstarfs- fólkið í vinnunni og bæjarbúar í Ólafsvík höfðu tekið eftir því að það væri ekki alveg í lagi hjá mömmu. Svo fórum við í nokkrar heimsóknir til læknis í Reykjavík sem gerði rann- sóknir á mömmu og niðurstað- an var sú að hún væri ekki með Alzheimerssjúkdóminn en það kom þó engin önnur sjúkdóms- greining heldur,“ segir Kristný. Kristný kveðst ekki hafa glaðst neitt sérstaklega yfir tíðindunum af því að móðir hennar væri ekki með Alzhei- mers því áfram var fjölskyldan í lausu lofti, móðirin mjög utan Lifa í núinu og njóta tímans Hafalda Elín Kristinsdóttir er aðeins fimmtug og greindist með Alzheimerssjúkdóminn fyrir einu og hálfu ári. Árin áður höfðu verið erfið því greinilegt var að Hafalda var mjög utan við sig en engin niðurstaða fékkst úr rann- sóknum. Áður bjó Hafalda í Ólafsvík en er nú flutt til Reykjavíkur þar sem hún nýtur daglega stuðnings fjöl- skyldunnar. við sig og ekki vinnuhæf en samt án sjúkdómsgreiningar. „Ég vissi alltaf að það væri eitthvað mikið að. Við vorum rosalega lengi í nokkurs konar „hvergilandi“. Það vissi eng- inn hvað var að og eins og enginn hefði áhuga á að finna út úr því. Það var mér mjög mikilvægt að komast að því hvað væri að hrjá mömmu svo hægt yrði að hjálpa henni.“ Barátta við kerfið Þegar sú niðurstaða kom að Hafalda væri ekki með Alzhei- mers tjáði Kristný lækninum vonbrigði sín. „Ég gat ekki látið eins og ekkert væri að þó hún væri ekki með Alzheimers þá var samt eitthvað að en þá sagði læknirinn að enginn annar styddi mína frásögn. Þá reiddist ég út í lækninn en er ekki reið lengur. Á þessum Ég vissi alltaf að það væri eitthvað mikið að. Við vorum rosalega lengi í nokkurs konar „hvergilandi“. Hafalda greindist með Alzheimerssjúkdóminn aðeins 48 ára gömul. Fjölskyldan stendur þétt saman og reynir að gera eitthvað skemmtilegt með Haföldu daglega. „Mottóið okkar er að lifa í núinu og njóta tímans. Það er mikilvægt að hafa alltaf í huga að tíminn er ekki sjálfgefinn hjá neinum, hvort sem fólk er heilbrigt eða með sjúkdóm.“ Ljósmyndir/Hari. 26 viðtal Helgin 27.-29. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.