Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Page 34

Fréttatíminn - 27.09.2013, Page 34
34 bílar Helgin 27.-29. september 2013  Chevrolet Aukin hlutdeild Fimm hundruð Chevrolet bílar Bílabúð Benna afhenti fyrr í þessum mánuði fimm hundr- aðasta Chevrolet bílinn á þessu ári. „Það er meira magn en skráð var af Chevrolet allt árið 2012. Chevrolet er þriðja söluhæsta vörumerki landsins, hvort sem litið er til heildar- sölu eða sölu til almennings, með 8,4% markaðshlutdeild,“ segir á síðu fyrirtækisins. „Við erum gríðarlega ánægð með árangurinn hér á bæ og erum að auka hlutdeild Chevrolet umtalsvert milli ára,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. Við höfum fundið greinilega fyrir auknum vinsældum Chevrolet síðustu árin og að viðskiptavinir kunna vel að meta hönnun þeirra og gæði.“ Jónas Guðmundsson frá Búðardal tók við 500. Chevrolet bíl ársins, Captiva LTZ. Með honum á myndinni eru Sigur- vin Jón Kristjánsson, sölumaður nýrra bíla hjá Bílabúð Benna og Benedikt Eyjólfsson forstjóri. Mynd/Bílabúð Benna Í sumar bauð Toyota mér og fleiri ís-lenskum blaðamönnum sem fjalla um bíla til Mallorca að prófa tvo nýja bíla, annars vegar nýja kynslóð Toyota Corolla og hins vegar nýja kynslóð Toyota Auris Touring Sports. Þeir eru mjög áþekkir en Aurisinn þó meiri fjölskyldubíll og Corollan sportlegri, ef eitthvað er. Einungis Aurisinn er þó fáanlegur með hinni bráðsnjöllu Hybrid Synergie drive- tækni sem Toyota hefur verið að þróa undanfarin ár sem gerir það að verkum að eldsneytiseyðsla er talsvert undir því sem best gerist í hefðbundndum dísil- eða bensínvélum. Hybrid-tæknin nýtir hreyfi- orku bílsins til að framleiða rafmagn sem geymt er í rafhlöðum sem endurhlaða sig sjálfkrafa. Rafmagnið knýr bílvélina upp að vissu marki en þá tekur eldsneytið við. Tæknin er orðin svo fullkomin að ökumaður finnur ekki fyrir því að hann sé að keyra rafmagnsknúinn bíl, að því undanskildu að vélin er hljóðlaus á meðan rafmagnið knýr bílinn. Krafturinn í hy- brid-vélunum er orðinn slíkur að hann gefur bensínvélunum ekkert eftir, það fengum við að prófa í Mallorca þegar við prófuðum Aurisinn annars vegar með hy- brid-vél og hins vegar dísil eða bensín. Ég var ekki frá því að hybrid-vélin væri kraft- meiri en vélin á bensínbílnum sem ég prófaði og að auki er mun skemmtilegra að aka hybrid-bílnum, bæði vegna þess að hann er á tíðum algerlega hljóðlaus og hins vegar tilhugsunin um hversu miklu mun lægri bensínreikningurinn er – svo ekki sé talað um mengunarreikninginn. Að innan eru bílarnir áþekkir, nánast eins. Ég var satt að segja ekki viss hvorn bílinn ég væri að keyra, enda ekki þekkt fyrir að taka eftir smáatriðum í umhverfi mínu. Báðir voru búnir nýjustu tækni svo sem tölvuskjá með stýringu fyrir hljóm- kerfið (sem getur spilað þráðlaust tónlist úr símanum), handfrjálsan símabúnað, bakkmyndavél og fleira. Einnig er hægt að fá leiðsögukerfi í tölvuna, sem er ansi handhægt fyrir þá sem eiga erfitt með að rata. Einnig er hægt að fá svokallaða bakkaðstoð – en hún sér um að bakka bílnum í stæði fyrir bílstjórann, bókstaf- lega. Á öllum hliðum og hornum bílsins eru skynjarar sem bakkaðstoðin notast við til að smeygja bílnum inn í stæði sé ýtt á þar til gerðan takka. Snilld fyrir þá sem eru ekki alveg með rúmskynjunina á tæru. Þó svo að ég hefði – eðli málsins vegna – ekki haft tök á að máta börn og bíl- stóla í bílinn sýndist mér að hvorugur bíllinn hefði rúmað þrjá bílstóla – enda ekki margir bílar sem gera það. Tískan í bílahönnun er einnig þannig í dag að aftursætisgluggarnir eru staðsettir helst til ofarlega þannig að börn sjá ekki jafn- vel út eins og ákjósanlegt væri. Skottið á Aurisnum er hins vegar mjög rúmgott og hentar vel fólki með mikinn farangur enda var það haft að markmiðið við endurhönnun bílsins að gera hann eins rúmgóðan og mögulegt var. Öll stýritæki voru mjög handhæg og innan seilingar og aksturseiginleikar þeirra beggja til fyrirmyndar. Aurisinn stóð þó upp úr hjá mér í þessum reynsluakstri, bæði er hann rúmbetri en Corollan og einnig fáanlegur í Hybrid útgáfu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  reynsluAkstur toyotA CorollA og toyotA Auris touring sport Tvær nýjar Toyotur Ný kynslóð tveggja vinsælla Toyota, Corolla og Auris, litu nýverið dagsins ljós. Bílarnir eru mjög áþekkir en Corollan þó ögn sportlegri og Aurisinn meiri fjölskyldubíll og því rúmbetri. Aurisinn stóð þó upp úr hjá mér í þessum reynslu- akstri, bæði er hann rúmbetri en Corollan og einnig fáanlegur í hybrid út- gáfu. Toyota Auris Touring Sport er hér nær á myndinni og Corollan fjær. Aurisinn er mun rúmbetri en Corollan sportlegri. Skoda Octavia var valinn bíll ársins 2014 á Íslandi og hlaut Stál- stýrið svokallaða. Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stóð að valinu. Octavia hlaut flest stig dómnefndarinnar, 742 en hver bíll í valinu gat mest fengið 960 stig. 21 bíll var í undanúr- slitum á þessu ári. Meðaltalseinkunn Octavia er 7,7. Næstflest stig yfir heildina hlaut rafbíllinn Tesla S með 706 stig og í þriðja sæti varð VW Golf með 701 stig. VW Golf var efstur í flokki minni fólksbíla með 701 stig. Í öðru sæti var Renault Clio með 649 stig og því þriðja rafbíllinn Nissan Leaf með 642 stig. Í flokki stærri fólksbíla var Skoda Octavia efstur með 742 stig. Í öðru sæti var Tesla S með 706 stig og því þriðja tvinnbíll- inn Lexus IS300h með 699 stig. Í flokki jeppa og jepplinga var Honda CRV efstur með 682 stig. Næstur var Toyota RAV4 með 563 stig og Ford Kuga í þriðja sæti með 555 stig.  stálstýrið BÍBB Skoda Octavia var valinn Bíll ársins 2014. Skoda Octavia valinn bíll ársins 2014 Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.