Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 36

Fréttatíminn - 27.09.2013, Síða 36
36 matur og vín Helgin 27.-29. september 2013  kjötsúpa kraftmikið tilbrigði við klassíkina í þessa súpu þarf mikið grænmeti og góðan frampart af nýslátruðu. Byrjum á að saxa grænmeti. Mest af lauk, kannski tvo meðalstóra gula eða rauða. Allt eftir smekk. Þrjá, fjóra hvítlauksgeira, nokkrar gulrætur og eins og einn sellerístilk. Jafnvel eina papriku ef hún er til handar- gagns. Svita svo í stærsta potti hússins. Bæta slettu af tómat púrru út í og elda púrruna aðeins með grænmetinu. Því næst er það gott kíló af framparti, skönkum eða öðru því súpuketi sem til var hjá slátraranum, nú eða í frystinum. En það verður að vera með beini. Hita að suðu og halda rétt um eða undir í suðunni í rúma tvo klukku- tíma. Fiska froðuna sem flýtur upp frá eftir nennu. Eftir þetta tveggja tíma bað fara kjötbitanir upp úr og til hliðar. Blanda því saman sem eftir er í pottinum með töfrasprota. Ef eng- inn er töfrasprotinn er hægt að nota venjulegan blandara. Vinna í skömmtum og passa að hafa gatið í lokinu ekki í. Því gufan þarf að sleppa burtu. Annars springur gumsið upp um allt og einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir enda mögulega með annars stig bruna uppi á slysó. Bragð Þá er að bragðbæta soðið og bæta grænmetinu út í. Fæstir eiga heimalagaðan beinakraft til skipt- anna þannig að súpukraftur var það heillin. Í þessa súpu er best að nota nautakraft og smá kjúklinga- kraft. Hvort sem það eru teningar, duft eða fljótandi kraftur. Þarf að athuga að þeir eru ekki allir eins. Sumir, flestir reyndar, eru alveg brimsaltir. Því má ekki nota örðu af salti fyrr en í lokin ef þarf, sem það gerir ekki. Fylgja leiðbeining- unum á pakkanum um hve mikinn vökva á að nota með krafti hússins og þetta verður allt í lagi. Svo þarf að krydda herlegheitin. Alltaf gott að rúlla í smá pipar og bjóða svo upp á rúma teskeið af hverju; hvítlauks-, lauk- og papr- ikudufti. Gott að setja einn fjórða af teskeið af reyktri papriku. Sama magn af muldu kóríander fer svo út í pottinn. Nokkrar hristur af túrmeriki og örlítið af Ceyenne pipar skaðar svo ekki neinn, svona á þessum fyrstu vikum haustsins. Grænmeti er eftir smekk. Allt saxað í jafn litla kubba. Gulrætur, rófur og annað rótargrænmeti sem verið er að taka upp úr görðum grænmetisbænda hentar vel. Sem og hvítkál, blómkál og grænkál. Blaðagrænmetið fer þó ekki út í fyrr en síðasta korterið. Það þarf enga sterkju út í súpuna. Cross fit tröllið Evert Víglundsson kynni ekki að meta hrísgrjón eða kartöflur út í svona kraftmikla súpu. Ein dós af söxuðum tóm- ötum fer þó út í pottinn og gott að bæta nokkrum ferskum með líka. Afhýddum og söxuðum. Lokahnykkurinn Nú er kjötið búið að kólna nóg til þess að hægt sé að rífa það af bein- unum. Rífa niður í viðráðanlega munnbita. Bæta þeim út í súpuna og sjóða við vægan hita í hálftíma í viðbót. Þá er viðkvæma græn- fóðrinu bætt út í. Eins og til dæmis blómkáli, hvítkáli og grænkáli. Spínat er líka dúndur og hvaða hollustukál sem hægt er að fela í svona bragðgóðu soði. Smakka súpuna aðeins til á þessu stigi. Oft vantar smá „kikk“ í lokin og þá er hægt að bæta við smávegis meira af kjötkrafti og tómatsósu líka. Til að vinna á móti sætunni úr tómatsósunni er gott að setja slettu eða tvær af hvít- vínsediki út í heita pottinn. Nú eða smávegis meira af einhverju þeim kryddum sem notuð voru í súpuna. Pipar er svo alltaf klassík í lokin sem og salt ef vantar upp á. Miðað við magnið af kjötkrafti á þó ekki að þurfa meira salt. Láta „bubbla“ létt í korter og þá eru herlegheitin klár og tók ekki nema sirka þann tíma sem tekur að flýja haustið í sólina til Spánar. Gott er svo að leyfa súpunni að standa smá stund á borði. Því þótt það sé kalt úti langar engan að brenna í sér vélindað. Hafa svo í huga að súpan, eins og svo margur kjötrétturinn, er betri daginn eftir. Því er um að gera að elda nóg. Það má líka frysta afganginn og eiga inni þegar fyrsti snjórinn fellur á láglendi. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Haustsúpa í hífandi roki Sumarið sem aldrei kom er búið. Það þarf því ekki að bíða lengur eftir haustinu, það er komið með tilheyrandi veðurofsa. Fárviðri, fjúkandi ferðamenn og ísilagðar raflínur segja okkur að því að nú sé kominn tími á súpu – kjötsúpu! En það þarf ekki alltaf að vera þessi gamla góða íslenzka. En fyrir þá sem ekkert sjá nema klassíkina er hún á síðu 28 í nýjustu útgáfunni af Helgu Sigurðar. Hinir sem vilja breyta aðeins til lesa áfram. Skaði Farmhouse Ale 7,5% 589 krónur 33 cl.  bjór skaði er Októberfest-bjór ölvishOlts Önnur forvitnileg sending úr Ölvisholti Það virðist vera mikið stuð á bruggur- um Ölvisholts um þessar mundir. Fyrir skemmstu sendu þeir á markað frábæran India Pale Ale-bjór, Röðul, og nú er ný og forvitnileg sending frá þeim lent í Vínbúð- unum. Um er að ræða Skaða, Farmhouse Ale. Skaði er Októberfest-bjór Ölvisholts. Skaði sækir innblástur sinn í fransk/ belgískan stíl, Saison, en gerið sem notað er í bruggunina er einmitt franskt. Hluti af malti í Skaða er rúgur sem skilar smá kryddkarakter og silkimjúkri áferð í munni. Skaði er einnig kryddaður með hvannar- fræjum sem bruggarar Ölvisholts söfnuðu á ljúfum sumardegi í júlí. „Við erum hér í sveitasælunni og vildum heiðra landbúnað- inn, sveitina og síðast en ekki síst þennan frábæra bjórstíl,“ segir Árni Theodór Long, bruggmeistari Ölvisholts, um tilurð Skaða. Saison er bjórstíll sem ættaður er frá frönskum og belgískum sveitabæjum þar sem bændur brugguðu bjór, mest handa verkafólki á sumrin. Bjórinn var reyndar bruggaður allt árið á mörgum bæjum og hver bær gerði sína útgáfu, en bjórarnir áttu það sameiginlegt að vera frískandi og góðir til að slökkva þorsta. Saison fyrri tíma var yfirleitt með lágt alkóhól (undir 4%) á meðan Saison í dag er yfirleitt á bilinu 6-8%. Skaði sækir inn- blástur sinn í fransk/belgískan stíl, Saison, en gerið sem notað er í bruggunina er einmitt franskt. 903 1000 | 903 3000 | 903 5000 F ÍT O N / S ÍA

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.