Fréttatíminn - 27.09.2013, Side 46
46 skák og bridge Helgin 27.-29. september 2013
Skák átta fulltrúar ungmenna á em í Svartfjallalandi Sem hefSt um helgina
Gylfi og Vigfús sigruðu á hraðkvöldi Hellis
g ylfi Þórhallsson og Vigfús Ó. Vigfússon urðu efstir og jafnir með 6,5 vinninga
í sjö skákum á hraðkvöldi Hellis
sem haldið var síðastliðinn mánu-
dag, 23. september, að því er fram
kemur á Skák.is, skákfréttavef
Skáksambands Íslands. Þeir gerðu
jafntefli í innbyrðis viðureign og
unnu aðra andstæðinga. Þeir voru
því einnig jafnir að stigum og
þurfti að grípa til hlutkestis til að
skera úr um sigurvegara. Þá hafði
Gylfi betur með því að velja fisk-
inn. Jöfn í 3. og 4. sæti voru Vignir
Vatnar Stefánsson og Elsa María
Kristínardóttir með 4 vinninga. Í
lokin dró svo Gylfi Gunnar Niku-
lásson í happdrættinu og fengu
þeir báðir gjafamiða á Saffran.
Næsta skákkvöld í Hellisheim-
ilinu verður mánudaginn 7. október
klukkan 20. Þá verður atkvöld, að
því er segir á vefnum.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
1. Gylfi Þórhallsson 6,5v/7
2. Vigfús Ó. Vigfússon 6,5v
3. Vignir Vatnar Stefánsson 4v
4. Elsa María Kristínardóttir 4v
5. Jón Úlfljótsson 3,5v
6. Gunnar Nikulásson 2,5v
7. Pétur Jóhannesson 0,5v
8. Björgvin Kristbergsson 0,5v
Jón Viktor og Einar Hjalti
efstir á Gagnaveitumótinu
Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor
Gunnarsson (2409) og Einar Hjalti
Jensson (2305) eru efstir með
fullt hús að lokinni fjórðu umferð
Gagnaveitumótsins – Skákþings
Reykjavíkur sem fram fór í á mið-
vikudagskvöld, að því er fram kem-
ur á Skák.is. Jón Viktor vann Oliver
Aron Jóhannesson (2007) en Einar
Hjalti hafði betur gegn Degi Ragn-
arssyni (2040). Stefán Kristjáns-
son (2491) er þriðji með 3,5 vinn-
ing en hann gerði jafntefli við Gylfa
Þórhallsson (2154).
Stefán Bergsson (2131) er svo
fjórði með 2,5 vinning eftir sigur á
Kjartani Maack (2128). Sverir Örn
Björnsson vann Jóhann H. Ragn-
arsson (2136) vann svo Jóhann H.
Ragnarsson (2037)
Í fimmtu umferð, sem fram fer
á sunnudag, mætast meðal ann-
ars Stefán Kristjánsson og Einar
Hjalti.
B-flokkur:
Ingi Tandri Traustason (1817),
Jón Trausti Harðarson (1930) og
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
(29149) með 3,5 vinninga.
C-flokkur:
Kristófer Ómarsson (1598) og Elsa
María Kristínardóttir eru efst með
3 vinninga.
D-flokkur:
Hilmir Hrafnsson (1351) er efstur
með 3,5 vinning.
Guðfinnur efstur í Ásgarði
Æsir skákfélag eldri hélt hið viku-
lega þriðjudagsmót að Ásgarði
Stangarhyl 4 þann 24. september.
Ágæt mæting var en alls mættu 22
keppendur til leiks, að því er segir
á Skák.is. „Nú var það hinn glað-
beitti keppnismaður Guðfinnur R.
Kjartansson sem bar sigur úr být-
um með 8 vinninga en á hæla hans
með 7,5 vinninga kom Páll G. Jóns-
son. Á eftir þeim í 3.-5. sæti komu
svo Ari Stefánsson, Jón Víglunds-
son og Haraldur A. Sveinbjörns-
son,“ segir þar.
Átta ungmenni á EM
Átta fulltrúar frá Íslandi taka þátt
í EM ungmenna sem fram fer í
Budva í Svartfjallalandi. Mótið
hefst á morgun, laugardaginn 28.
september og stendur til 9. októ-
ber.
g unnlaugur Karlsson, fyrirliði í sveit Sölufélags garðyrkjumanna (SFG), spilar og segir oft óvenju-
lega þar sem hann lætur tilfinninguna ráða
fram yfir venjulegar aðferðir. Það leiðir
oft til góðs árangurs eins og þetta spil er
gott dæmi um. Spilið kom fyrir í bikarleik
sveita SFG og Lögfræðistofu Íslands (sem
þeir síðarnefndu unnu) í undanúrslitum
bikarkeppninnar. Gunnlaugur græddi 4
impa í vörn gegn 4 spöðum þar sem látið
var nægja að spila 3 spaða á hinu borðinu.
Spil 3, suður gjafari og AV á hættu:
♠ 95
♥ K92
♦ K107654
♣ 102
♠ ÁG
♥ ÁD1084
♦ D2
♣ 8765
♠ 86
♥ G653
♦ G98
♣ ÁG93
♠ KD107432
♥ 7
♦ Á3
♣ KD4
N
S
V A
Suður (Gunnlaugur) opnaði á einu hjarta
og norður gaf góða hjartahækkun með
gervisögninni 2 tíglum. Austur var ekkert
að tvínóna við hlutina og stökk í 4 spaða
sem voru passaðir út. Gunnlaugur, trúr
sannfæringu sinni, spilaði út tígultvisti.
Sagnhafi drap tíu norðurs á ás og spilað
spaðakóng. Gunnlaugur drap á ás, tók á
tíguldrottningu og undirspilaði lágu hjarta
frá ásnum. Þegar Kjartan fékk slaginn
á kónginn, sá hann hverju Gunnlaugur
var að fiska eftir og spilaði tígli. Þannig
tryggði hann Gunnlaugi slag á spaðagosa.
Skemmtileg og óvenjuleg vörn.
Heimsmeistaramótið í Bali
Nú er lokið riðlakeppni í þremur flokkum
á heimsmeistaramótinu í Balí. Í keppninni
í opnum flokki um Bermúdaskálina varð
lokastaða efstu sveita þannig:
USA1 .................................................................. 293,89
Ítalía .................................................................. 284,59
Mónakó ............................................................. 280,70
Pólland.............................................................. 257,63
Holland ............................................................. 254,23
England............................................................. 252,84
Kína ................................................................... 246,55
Kanada.............................................................. 243,22
USA2 ................................................................. 239,57
Í kvennaflokki (Venice Cup) varð loka-
staða þannig:
Holland ............................................................. 297,12
USA1 .................................................................. 281,86
Pólland.............................................................. 280,15
Kína ................................................................... 260,04
USA2 ................................................................. 258,89
Tyrkland ............................................................ 258,55
Frakkland ......................................................... 255,81
England............................................................. 245,47
Japan ................................................................ 238,15
Í flokki eldri spilara (D‘Orsi) varð loka-
staða eftir riðlakeppni þannig:
Frakkland 304,57
USA2 281,32
Þýskaland 269,89
Belgía 263,07
Pólland 259,17
Indónesía 258,38
Skotland 254,21
Holland 248,33
USA1 247,81
Reglan var sú að 1-4 sæti völdu sér and-
stæðinga í sætum 5-8 í útsláttarkeppni,
sæti 1 fyrst og svo koll af kolli. Bandarík-
in1 völdu Kanada, Ítalía valdi Kína, Móna-
kó valdi England og Pólland fékk Holland
í opnum flokki. Holland valdi Tyrkland,
USA1 valdi England, Pólland valdi USA2
og Kína fékk Frakkland í kvennaflokki.
Staðan eftir 3 lotur af 6 (48 spil af 96):
Bermúda skálin:
Kanada-Bandaríkin ................................... 71,77-99
Ítalía-Kína ................................................... 157-102,3
England-Mónakó ....................................... 119,3-156
Pólland-Holland ......................................... 153-68,3
Venusar skálin:
Holland-Tyrkland ....................................... 119-61
England-Bandaríkin1 ................................. 139-55
Pólland-Bandaríkin2 ................................. 60-104
Frakkland-Kína .......................................... 96-118
Íslendingar eiga tilkalls til eins fulltrúa.
Hjördís Eyþórsdóttir, atvinnuspilari í
Bandaríkjunum, er í sveit Bandaríkjanna2
og staða hennar er vænleg þegar þessi orð
eru skrifuð.
Risaskor
Bridgefélag Reykjavíkur hóf starfsemi
sína 17. september á þriggja kvölda Hótel
Hamars tvímenningi. Félagarnir Sveinn
Rúnar Eiríksson og Þröstur Ingimarsson
náðu risaskori á fyrsta kvöldin. Fimm efstu
pörin eru þessi:
1.Sveinn Rúnar Eiríksson – Þröstur Ingimarsson 73,0%
2. Guðmundur Baldursson – Steinberg Ríkarðsson 60,9%
3. Ísak Örn Sigurðsson – Sverrir Þórisson 59,2%
4. Ómar Olgeirsson – Júlíus Sigurjónsson 58,5%
5. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson 58,1%
Reykjavíkurmót í tvímenningi
Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður
endurvakið eftir nokkurra ára hlé.
Það verður haldið föstudaginn 27. sept-
ember og laugardaginn 28. september, í
Síðumúla 37. Mótið byrjar klukkan 18 á
föstudegi og klukkan 10 á laugardegi og
búið fyrir klukkan 18. Nánara tímaplan fer
eftir þátttöku en stefnt á að spila í kringum
80 spil.
Bridge Það getur Skilað góðum árangri að láta tilfinninguna ráða
Óvenjuleg vörn Sveitir SFG og Lögfræðistofunnar. Gunn-laugur Karlsson er þriðji frá vinstri.
Hilmir Freyr Heimisson er meðal þeirra ungmenna sem tefla í flokki 12 ára og
yngri á EM í Svartfjallalandi. Mynd/Skák.is